Litli Bergþór - 01.07.1999, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.07.1999, Qupperneq 21
reynt að finna skóg sem hafði þrúgast niður undan snjóþyngslum svo hríslumar lágu flatar með jörðinni. Illa munu þessi þök hafa enst því rafturinn var alltaf blautur undir torfinu og fúnaði fljótt enda var þetta að mestu niðurlagt fyrir mitt minni. Algengt var að nota skóg sem aðhald við aðrekstra á fé og var þá böggunum raðað saman án þess að sundra þeim. Stundum voru líka gerðar fjárréttir með þessum hætti, en fé sem vant var að ganga í skógi var nokkuð áleitið að smjúga út úr þess háttar réttum. Einnig þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að raða skógi kringum útihey, bæði til skjóls og til að verja þau fyrir skepnum. Allt var þetta síðan notað í eldinn þegar það hafði lokið þessu bráðabirgðahlutverki. Asmundur Þorleifsson, sem lengi bjó í Efstadal, mun hafa gert lítið eitt til kola eftir 1920. Reiddi þá skóginn heim ólurkaðan með liminu og gaf nautgripum limið, en hann var þá með smábúskap á litlum parti af jörðinni, háaldraður maður. Lítils háttar var smíðað úr birkilurkum, svo sem hagldir á reipi, sköft á heykróka, skammorf á torfljái, klyfberabogar, aktygjaklafar og fleira smálegt. Þá voru bundnar saman mjúkar greinar í vendi til að sópa hlöðugólf og annað því um líkt og voru þeir nefndir sóflar. Þá var og sjálfsagt að hafa hríslu í hendinni hvort sem reka þurfti skepnur eða hvetja latan reiðskjóta. Einnig var mikilvægt fyrir börn og unglinga að hafa frjálsan aðgang að þessum smíðaviði þegar annað timbur var tæplega til. Börkur af birki mun eitthvað hafa verið notaður til að lita föt og band til fatagerðar. Skógarnýra var einhvers konar æxlismyndun sem einstöku sinnum fannst á birkihríslum og var þjóðtrú að ekki yrði eldsdvoði á bæ þar sem það væri geymt. Mest var flutt heim af skógi á haustin til að hafa í eldinn yfir veturinn og minnir mig að talið væri þurfa eina 100 hestburði á hausti. Svo var alltaf tekið eitthvað á vorin líka í skánarhraukana, að fjárréttinni og til kyndingar við ullarþvott sem unninn var við læk fyrir utan tún. Heldur þótti skógarreiðslan fara illa með reipi og' reiðinga. Aftur á móti var talið mjög gott að byrja að temja tryppi með því að reiða á þeim skóg, því þau sáu lítið nema aftan í næsta hest þegar búið var að láta upp á lestina. Fróðlegt væri að vita hvað mikið var tekið upp í Efstadalsskógi ár hvert, en það verður ágiskun. Tvíbýlt var á jörðinni og ef ætla mætti að 100 hestburðir væru fluttir heim á hvorum bæ að haustinu og auk þess nokkuð á vorin gætu það verið allt að 300 hestar samtals. Þá var sóttur skógur frá öðrum bæjum, Böðmóðsstöðum nokkuð, en ekki mjög mikið því hverinn sparaði mjög eldivið þar. Einnig var sóttur skógur frá Haga og Vatnsholti í Grímsnesi og eitthvað var flutt austur í Biskupstungur. Það gætu því hafa verið teknir 300 til 400 hestburðir á ári. Ekki held ég að þessi nýting hafi haft nein teljandi áhrif á vöxt skógarins í heild, kannski fremur auðveldað honum að endurnýja sig. Kolagerð mun hafa lagst niður að mestu um 1870 og mun skógurinn hafa verið í stöðugum vexti síðan fram að þessum tíma, eða um 70 ára skeið. En á fimmta áratug aldarinnar gjörféllu víðáttumiklar skógarbreiður sem voru það langt frá bæ að þangað var hvorki sóttur skógur til eldiviðar né hann nýttur til vetrarbeitar. Skiptar skoðanir voru um hvað valda mundi. Sumir kenndu skógarmaðki, aðrir stórviðri. En Grímur Jónsson föðurbróðir minn, sem síðar bjó á Ketilvöllum og var manna gjörkunnugastur Efstadalsskógi, sagði mér að greina hefði mátt feigðarmerki á skóginum nokkrum árum áður en hann fór að fúna niður. Fúi hefði verið kominn í miðja lurkana, brúnleitur mergur, og áleit hann að skógurinn hefði nær allur vaxið upp samtímis eftir að kolagerð lagðist niður og því verið jafngamall og dáið úr elli. Arið 1943 fluttist ég með foreldrum mínum og systkinum að Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Nokkur fyrstu árin fengum við að taka smávegis af skógi í Einholtslandi. Þar var skógur ekki víðáttumikill en mun stærri hríslur og gildari stofnar en í Efstadalsskógi. Var sagt að skógurinn hefði verið grisjaður, líklega síðan fyrir aldamót, skildar eftir fallegustu hríslurnar en tekið frá þeim til að auka þeim vaxtarrými og var mælst til að við héldum sama verklagi. Nú eru þessir vöxtugu runnar ýmist gjörfallnir eða fúnir fauskar, en þar sem áður var smákjarr er að vaxa upp skógur. Víða eru smá birkihríslur að skjóta upp greinum sínum á skóglausum svæðum eftir að sauðfé fækkaði og vetrarbeit lagðist niður. Einnig bjóða framræstar mýrar upp á nýja Gagnleg greinfyrir \möguleika og má sjá litlar birkihríslur skógrœktarmenn. X skurðbökkum til og frá. Virðist fræið geta borist nokkuð langar leiðir, sénnilega með skafrenningi. Vafalaust tekur ijög langan tíma fyrir skóginn að klæða landið á ný og er mannsævi varla nema spölur í þeirri vegferð. Þetta hef ég verið að skrifa upp í smáköflum veturinn 1998 til '99, en Inga Kristjánsdóttir frá Gýgjarhóli aðstoðaði mig við að raða efninu saman og setja í tölvu. Kannski mætti enda pistilinn á stöku sem ég gerði á ári trésins: Yndi vekur öllum hjá iðgrœnn skógur fríður. Hríslu þaifí hendi sá sem hesti lötum ríður. Jón Karlsson Gýgjarhólskoti Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.