Litli Bergþór - 01.07.1999, Qupperneq 25

Litli Bergþór - 01.07.1999, Qupperneq 25
Búnaðarfélag Biskupstungna Um störf Búnaðarfélags Biskupstungna og nýjungar í atvinnumálum. Allt frá stofnun Búnaðarfélags Biskupstungna árið 1886 hefur stuðningur við jarðrækt verið meginviðfangsefni þess. I fyrstu vó þúfnasléttun og þvílíkarjarðabæturþungt. Uppúr aldamótum komu gaddavírsgirðingar til sögunnar og lagði félagið því átaki lið. Nýtt átak í túnasléttun var unnið fyrir tilstyrk Búnaðarfélagsins uppúr 1930 er félagið keypti fyrstu dráttarvélina ásamt tækjum til jarðvinnslu. Félagsmál urðu er fram í sótti einnig mikilvægur hluti starfseminnar. Dæmi um það eru ferðalög og skoðunarferðir, námskeið, fyrirlestrar og skemmtanir. Búfjárræktarfélög spruttu uppúr starfsemi félagsins og Ræktunarsambandið Ketilbjöm sömuleiðis í samvinnu við önnur búnaðarfélög í héraðinu. Þannig hefur félagið lagt landbúnaði og byggðamálum í Biskupstungum lið í meira en hundrað ár. Enginn eðlismunur er á störfum félagsins nú við aldarlok og við stofnun þess. Aherslurnar em samt allar aðrar en fyrr. Félagsmálin em í öðmm farvegi en áður var og atvinnuhættir með öðm sniði þannig að þarfir félagsmanna em breyttar. Uppbygging atvinnutækifæra er með mikilvægustu málefnum hvers sveitarfélags nú þegar skeið mikilla búsetubreytinga gengur yfir. Búnaðarfélagið hefur um langt árabil stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnu með því að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja. Yleining og Límtré em dæmi um þvílíkt verkefni. Þá er rétt að geta þess að Ræktunarsambandið Ketilbjöm hefur verið selt og er það nú rekið sem hlutafélag skráð í Biskupstungum. Eins og félagsmönnum er kunnugt em uppi áform um að stofnsetja fyrirtæki sem ætlað er að framleiða nýja gerð húseininga eftir s.k. GECA-kerfi og er fyrirhugað að það verði reist í uppsveitum Ámessýslu. Búnaðarfélag Biskupstungna hefur verið beðið um að taka þátt í stofnun þessa fyrirtækis og er því rétt að geta þess hér með nokkmm orðum. Um er að ræða þátttöku og framlag í fyrirtækið GECA ísland h/f, sem mun framleiða undir eigin einkaleyfi húseiningar og tæki til þess. Flráefnið er aðallega sement og trjákurl, en einnig þarf orku og umtalsvert af koltvísýringi(C02) til framleiðslunnar. Hér er á ferðinni ný framleiðsluaðferð og í raun og vem nýjung sem byggist m.a. á því að steypt em í einu ferli veggeining með holrúmi sem myndar einargmn. Hlutverk GECA ísland h/f er annars vegar að stofnsetja slíka verksmiðju á Islandi sem sinnir innanlandsmarkaði og eftir atvikum útflutningi og hins vegar að framleiða slfkar verksmiðjur. Búnaðarfélagi Biskupstungna og Bún.fél. Hrunamanna og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands hefur verið boðið að kaupa hlut í félaginu. Þá er einnig samið við Stálsmíði Bjama Harðarsonar á Flúðum um einkarétt á smíði hluta af tækjakostinum. Límtré h.f er sömuleiðis þátttakandi í þessu verkefni og hefur m.a. látið taka saman álitsgerð um það sem stjóm Búnaðarfélags Bisk. hefur haft til skoðunar. í ljósi þess að hér er um átak til atvinnusköpunar í uppsveitum Ámessyslu að ræða hefur stjómin talið rétt að taka þátt í verkefninu með allt að 2 milljóna króna framlagi. Það yrði greitt af fé sem félagið hefur til umráða og er skilyrt að renni til atvinnusköpunar í heimabyggð. Mestur hluti þessa fjár er tekjur vegna sölu á hlut félagsins í Ketilbirni h/f. en einnig á félagið hlutafé í Límtré h/f. Heimild til að leggja í þessa fjárfestingu var samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins án mótatkvæða. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um þátttöku. Að lfldndum verður slík ákvörðun tekin með hliðsjón af áhuga annarra aðila í uppsveitum, svo sem Límtrés h/f. Kvöldvaka Búnaðarfélagsins var haldin á Gistiheimilinu Geysi 24. febrúar sl. Góðvinur okkar JónEiríkssoníVorsabæ á Skeiðum var gestur kvöldvökunnar. Hann hafði meðferðis ljósmyndir sem hann hefur tekið, þær elstu frá 1941. Myndefni var aðallega daglegt líf fólks í héraðinu. Þá komu nokkrir gesta með gamlar ljósmyndir sem einnig voru sýndar. Myndasýningu Jóns og frásögn hans var vel tekið. Á kvöldvökunni var afrekshomið afhent eins og venja er til. Hulda og Eirfkur Sæland hlutu það að þessu sinni; hlotnaðist þeim það vegna fmmkvöðlastarfs þeirra í garðyrkju í sveitinni. Glæsilegar kaffiveitingar vora veittar af húsráðendum. Unnið er að endurnýjun tækjakosts félagsins og hefur verið gerð grein fyrir honum í dreifíbréfi. Embætti Búnaðarfélagsins skipa nú eftirtaldir: Formaður: Eiríkur Jónsson Gjaldkeri: Svavar Sveinsson Ritari: Ingólfur Guðnason Varamenn: Egill Jónasson, Kjartan Sveinsson. Fulltrúi á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands: Eirfkur Jónsson, Svavar Sveinsson. Til vara: Ingólfur Guðnason, Kjartan Sveinsson. Endurskoðendur: Magnús Skúlason, Sigurður Erlendsson. Ingólfur Guðnason, Engi. Svipmyndir frá 17. júní hátíðarhöldum. Til hœgri: Saumaklúbburinn Snati hrósar sigri á öflugum mótherjum sínum í körfubolta. Áslaug Rut Kristinsdóttir í hlutverki Fjallkonunnar. Hugrún Asta og Ingunn Rut, fánaberar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.