Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 4

Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 4
Formannspistill Ágæti lesandi. Á þessum haustdögum, sem margir hverjir hafa verið mjög fallegir, hafa fréttir sem okkur hafa borist til eyrna, ekki allar verið jafngóðar. Er ég þá einkum að hugsa um fréttir sem lúta að ógæfu ungs fólks, t.d. umtalsverður fíkniefnainnflutningur, hrottalegt ofbeldi af ýmsum toga, ekkert síður á saklausa borgara og skelfileg umferðarslys með hræðilegum afleiðingum fyrir fjölda fólks, sársauka og angist. Ég rakst á blaðagrein um daginn þar sem tekið var viðtal við mann, sem búsettur var í 18 ár í Noregi, flutti síðan heim og brá heldur betur í brún við aga og tillitsleysi á íslandi. Hann var spurður hvort ofsaakstur ungra ökumanna síðustu misseri væri tilkominn vegna agaleysis. Hann svarar: „Ekki bara hjá þeim sem nýkomnir eru með ökupróf, heldur finnst mér þetta vera upp allan aldursstigann." Þá spyr ég eins og margir, hvað er til ráða? Hvað þarf að gera svo ökumenn finni meira til ábyrgðar sinnar og láti af vítaverðum akstri? Foreldrar, við sem erum að senda böm okkar út í umferðina sem ökumenn, tölum við þau og hjálpum þeim að gera sér betur grein fyrir afleiðingum ábyrgðarleysis í meðferð ökutækja. Ungmennafélag Islands er farið af stað með forvarnarverkefnið „Flott án fíknar“.Verkefnið er eitt af mörgum verkefnum UMFÍ til þess að skapa heilbrigða unglingamenningu. Verkefnið „Flott án fíknar“ tekur til forvama þriggja þátta; neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra vímuefna.Verkefninu er ætlað að stuðla að því að unglingar virði landslög varðandi tóbak og áfengi. Með því draga einstaklingar verulega úr hættu á því að verða fíklar síðar á ævinni.Hugmyndin er að styðja þann stóra hóp unglinga sem eru í góðum málum og gera hann stærri og sterkari í afstöðu sinni um heilbrigt líf. Verkefnastjóri er Guðrún Snorradóttir. Ef áhugi er fyrir svona verkefni þarf umsjónarmann til að halda utan um starfið. Verkefnið byggir á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá, þar sem klúbbmeðlimir hittast og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman. Ég minntist á fallega haustdaga í upphafi pistils míns. Einn af þeim var réttardagurinn, og má ég til með að minnast á þá glæsilegu bændaglímusýningu sem þar fór fram í samvinnu við glímuráð HSK undir stjórn Brynjars Sigurðssonar á Heiði og Helga Kjartanssonar íþróttakennara og glímumanns. Kjartan Eárusson sá um dómgæslu. Það var Ólafur Sigurðsson og hans sveinar sem fóru með sigur af hólmi þegar Ólafur hafði glímt við tvo síðustu andstæðingana og fellt þá báða. Takk fyrir frábæra sýningu. Kveðja, Guttormur Bjamason, formaður Umf. Bisk Heimasímar: Loftur: 486 8812 853 1289 VÉLAVERKSTÆOI Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.