Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 10

Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 10
Bisk. Frá íþróttadeild Umf. Sumarstarfið var með hefðbundnu sniði eins og fyrri ár. Æfingar byrjuðu 14. júní og þeim lauk í ágúst. Iþrótta- og leikjanámskeið HSK var haldið dagana 12,- 22. júní þetta sumarið. Akveðið var að gera tilraun með að halda þetta námskeið núna, en þátttaka hefur verið mjög dræm, námskeiðið var reyndar ekki haldið í fyrra vegna lítillar þátttöku undanfarin ár. Leikjanámskeiðið var haldið á íþróttavellinum í Reykholti og mættu u.þ.b. 6 börn á það. Gylfi B. Sigurjónsson íþróttakennari sá um námskeiðið að þessu sinni. Sundnámskeið fyrir börn fædd 2002 og eldri var haldið í Reykholtslaug 8. - 17. ágúst. Kennari var Guðbjörg Bjarnadóttir, sund- þjálfari. Agætis aðsókn var að námskeiðinu í ár og var börnunum skipt í hópa eftir aldri. Almenn ánægja var meðal barna og foreldra með námskeiðið og töluvert var um miklar framfarir. mánudögum og þriðjudögum, fyrir yngsta hópinn; 1. - 4.bekk. Börn í 5. - 10. bekk æfðu tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum eina vikuna en á þriðjudögum og fimmtudögum hina vikuna, og var hópnum skipt í tvennt, þ. e. mið- og eldri hóp. Þjálfari var Arnar Páll Eyjólfsson, íþróttakennari. Boðið var upp á æfingar í frjálsum íþróttum, í samstarfi við Hrunamenn, og áttu þær að vera á Flúðum. Ekki var nein aðsókn á þessar æfingar, og féllu þær því niður, en nokkrir stunduðu æfingar í frjálsum á ' Laugarvatni og kepptu nokkrir efnilegir frjálsíþróttamenn á mótum í sumar, t.d. á unglingalandsmótinu á Laugum í Reykjadal. Nú eru vetraræfingarnar byrjaðar og er m.a. boðið upp á knattspyrnu, körfubolta, fimleika, glímu, badminton og sérstaka stelputíma. Fyrir hönd stjómar íþr.d. Umf. Bisk. Knattspyrnuæfingarnar voru á íþróttavellinum í Kristín Bj. Guðbjömsd. Reykholti og hófust 20. júní. Æfingar voru einu sinni í viku, til skiptis á U nglingalandsmót í sumar fórum við fjölskyldan um verslunarmannahelgina norður að Laugum í Reykjadal á unglingalandsmótið. Við Hjörtur Freyr, bróðir minn, vorum bæði að keppa í glímu og frjálsum og gekk bara mjög vel. Ég lendi í öðru sæti í glímu, og hann í fyrsta, hann var reyndar einn í flokki. Eyrún Ida Guðjónsdóttirog fjölskylda hennar voru þarna líka, og henni gekk mjög vel líka, hún keppti í sundi og náði frábærum árangri. Síðan gekk okkur systkinunum misjafnlega í frjálsum. Við fórum bæði í boðhlaup, nema einn svaf yfir sig í Hjartar Freys liði svo þeir gátu ekki keppt. En engin svaf yfir sig í mínu liði, og við lentum í öðru sæti af átta og við vorum rosalega ánægðar með það! Þarna var alltaf eitthvað að gera, t.d. fara út í Risatjald eins og það er kallað. Þar var alltaf eitthvað í gangi, t.d. dans og margskonar atriði. En á kvöldin voru böll, fullt af hljómsveitum og fullt af öðru sem var bara geðveikt! Svo er líka hæfileikakeppni fyrir alla sem vilja, mjög gaman að fylgjast með henni. Hjörtur Freyr söng og spilaði á gítar, og var með uppistand bókstaflega. Gústi söng og fór í splitt og spíkat. Mömmur okkar Eyrúnar fóru uppá svið og gengu á höndum! Þá sukkum við Eyrún langt ofan í sætin, öðrum fannst þetta fyndið, okkur fannst þetta eiginlega ekki mikið fyndið! A næsta ári, þá verður landsmótið á Höfn í Hornafirði og á þarnæsta ári verður það í Þorlákshöfn. Það verður gaman. Við fórum í fyrra og í ár og munum fara næsta ár og eftir það líka. Þetta er mögnuð skemmtun fyrir alla. Kveðja, Ástrún Sæland. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.