Litli Bergþór - 01.11.2006, Side 12

Litli Bergþór - 01.11.2006, Side 12
framhjá því þar sem Ungverjar höfðu mótmælt þar dagana á undan. En það var allt með kyrrum kjörum þegar við, friðsamar kvenfélagskonur, komum aðvífandi og okkur gafst því tækifæri á að berja þinghúsið augum í návígi. Frá þinghúsinu var haldið yfir Margrétarbrúna sem er ein af mörgum brúum sem liggur yfir Dóná. Haldið var sem leið lá upp að Matthíasarkirkjunni þar sem við stöldruðum við í klukkutíma og fengum okkur hressingu á kaffihúsum í nágrenni við kirkjuna. A torgi þar rétt hjá stendur stytta af merkum manni á hesti, sem ég man nú ekki lengur hver er. Þessi stytta er eins og fleiri styttur orðin vel spanskgræn, öll nema einn líkamshluti hestsins sem glóir og skín eins og hann hafi verið pússaður síðast í gær. Þannig stendur á því að sú er trúa námsmanna í Búdapest, og jafnvel víðar, að þeim gangi betur í prófum ef þeir snerti þennan líkamshluta hestsins og mun það mikið tíðkað og því er hestur þessi með glóandi falleg eistu. Þessa sögu sagði fararstjórinn okkur og það náðist á mynd þegar ein kvenfélagskonan brölti upp á stall styttunnar til að handleika þessa gullnu líkamshluta. Ekki fylgir sögunni hvort hún var að fara að þreyta próf eða hvort eitthvað annað lá að baki þessum gjörningi. Búdapest hafa verið kölluð „svarta borgin“ um tíma. Nú er búið að þrífa margar þessara bygginga þó að enn sé nokkuð starf eftir í þeim efnum. Þegar komið er út fyrir miðbæinn er gríðarlegur fjöldi af stórum, ljótum, blokkum sem byggðar voru á meðan sósíalistar voru við völd og allir áttu að eiga þak yfir höfuðið. Ibúðir í þessum Frelsisstyttan. . , , , blokkum munu vera allt í lagi til fbúðar á sumrum en fremur kaldar yfir vetrartímann, auk þess sem dýrt er að kynda hús í Ungverjalandi. Eitthvað samstarf er milli Islendinga og Ungverja um nýtingu á heitu vatni, þeir búa yfir kunnáttu um heilsuböð og við kunnum að hita upp með því. Frá frelsisstyttunni fórum við á stóran markað skammt frá hótelinu þar sem hægt var að kaupa allskonar matvöru á neðri hæðinni og minjagripi, handverk og gríðarlegt úrval dúka á efri hæðinni. Dúkar voru mjög áberandi í mjög mörgum verslunum enda skilst mér að gárungarnir kalli borgina Dúkapest í samræmi við það. Frá markaðinum fórum við heim á hótel og tókum smá hlé til að safna kröftum fyrir kvöldið. Hesturinn góði. Frá kirkjunni var ferðinni haldið áfram um kastalahæðina að frelsisstyttunni þaðan sem gríðarfallegt útsýni er yfir borgina og mátti m.a. sjá þinghúsið hinum megin við ána og fleiri fallegar byggingar. Það er mikið uin mjög fallegar byggingar í miðborg Búdapest, margar þeirra eru sótsvartar af kolareyk og útblæstri bifreiða. Mun Dónársiglingin okkar var hafin. Við fengum mat um borð í bátnum og var hann alveg ágætur, sígaunar spiluðu, sungu og dönsuðu fyrir okkur á meðan við snæddum. Að máltíð lokinni var haldið upp á dekk og horft yfir fallega lýsta borgina. Það var fyllilega þess virði. Kvenfélagskonurnar brustu í söng við þessa sýn og sungu þar til lagst var að bryggju. Trúlegt er að útsýnið eitt og sér hafi haft þessi áhrif á konurnar og hefur það sennilega líka orðið til þess að í rútunni heim á hótel var kastað fram fyrripörtum og þeir botnaðir fjálglega: „Brugðu sér til Búdapest, Við vorum sóttar í rútu um sjöleytið og farið með okkur niður að Dóná, þar sem við fórum um borð í bát. Fitli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.