Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 16
Hér er önnur úr safni Jóns J. Víðis. Hér sést brúin frá hlið og í baksýn
sést árbakkinn eins og hann leit út áður en Vegagerð ríkisins byggði nýju
brúna árið J968. A bakkanum Selsmegin ar s okallað Ferjuholt þaðan
sem ferðalangar kölluðu til Spóastaðabœnda til að fá sig ferjaða yfir ána.
Par ar örðubrot sem nú er horfið eftir umrót Vegagerðar ríkisins.
(Ljósmyndari ókunnur, Vegagerðin)
Skálholti, byggði 1949/ 1950. Skúrinn var notaður til að
geyma fisk og pakka sem rútur komu með. Þá var
algengt að fólk til sveita væru áskrifendur að fiski úr
fiskbúðum. Vír var bundinn í gegnum tálknin á fiskinum
og merkimiði settur á hver átti að fá fiskinn sem svo var
skilinn eftir á samgönguleiðum s.s. þessum skúr og
brúsapöllum. Hrafnar voru fljótir að komast á bragðið og
því þurfti að byggja yfir slíka geymslustaði líkt og Eyþór
gerði. Skúrinn var löngu fallin þegar brúin svo hrundi að
sögn Þorfinns.
Þrengslin við brúna
Brúarárbrúin var, líkt og tvíburi hennar Tungufljótsbrúin,
mjög þröng og ekki bætti úr nánast 90° beygja þegar
komið var yfir brúna upp í Klifið
Biskupstungnamegin.Yfirleitt gátu menn lagt aftur spegla
á stórum bílum og þannig komist yfir brúna. Bílar og
rútur frá hernum áttu hins vegar sérstaklega í vandræðum
því speglarnir voru fastir á þeim. Bflarnir komu gjaman
að brúnni en þegar bflstjórarnir áttuðu sig á
þrengslunum urðu þeir að bakka til baka þröngan veginn.
Þorfinnur minnist þess sérstaklega þegar bflstjóri einnar
rútunnar sem komið hafði eftir veginum frá Grímsnesi
var að reyna að bakka frá en fórst það svo óhönduglega
úr hendi að rútan sökk niður í kantinn og festist.
Þorfinnur gat þá aðstoðað bílstjóra rútunnar því á
Spóastöðum var ýta frá Ræktunarsambandinu svo hann
gat dregið rútuna upp.6
Vörubíllinn
Þorfinnur ininnist þess einnig að eitt sinn var verið að
draga bremsulausan vörubíl í eigu Guðjóns Hallssonar
frá Auðsholti upp brekkuna frá brúnni. Þegar beygt er
upp á Skálholtsveg eftir að hafa keyrt upp fyrsta hallann
upp klifið frá brúnni tekur við brattasti kafli brekkunnar.
Vildi þá ekki betur til en svo að tógið slitnaði og bfllinn
rann stjórnlaust aftur á bak niður brekkuna og stefndi
beina leið út í Brúará. Til allrar lukku rann bfllinn beint
yfir vegstólpa sem brotnaði en hásingin náði niður á
stubbinn og þannig stöðvaðist bíllinn á brúninni.7
Mjólkurbíllinn
Steindór Sigursteinsson mjólkurbflstjóri
greindi frá erfiðri reynslu við Brúará í viðtali
við Guðmund Daníelsson rithöfund:
„á fyrstu árum mínum hér [þ.e. 1948 - 50,
komst ég í hann krappann], það var á
aðfangadag. Svellbunkar vildu koma í
frostum á veginn ofan við brúna, því að vatn
seytlaði á hann ofan af Skálholtsveginum, þar
sem þeir mœtast. Þar í brekkunni mynduðust
alltaf bunkar í frostum.
Annar bílstjóri var með mér í bílnum,
Þórmundur Guðsteinsson. Hannfór með mér
í skemmtitúr þessaferð, því að verið var að
gera við bílinn hans. Vorum á heimleið.
Brúsarnir frá Spóastöðum og Skálholti voru
staðsettir á svellbunkanum.
Eg er að nema staðai; en um leið rennur
allur bíllinn til hliðar, þótt alkeðjaður sé, og
lítur ekki útfyrir annað en hann steypist
niður ífljódð.
Þegar bíllinn skransaði út á vegkantinn,
lenti hann á brúsunum, sem allir þeyttust útfyrir kantinn
og niður snarbrattan ísfláann ofan í á, að einum
brúsanum undanteknum, þeim minnsta, hann lenti undir
gangbrettið, bögglaðist saman, en lögg hans skarst um
leið ofan í ísinn og stöðvaði bílinn, annars hefði bíllinn
farið sömu leið og brúsamir.
Eg var búinn að opna hurðina, sem vissi frá ánni,
tilbúinn að stökkva út, en Þórmundur, sem sat ármegin í
bílnum, hefði með engu móti komizt út, ef mjólkurbrúsi
Jörundar Brynjólfssonar hefði ekki bjargað. Við hjuggum
svo sporfyrir bílinn og höfðum okkur upp, en brúsarnir
hafa ekki sézt síðan.
Skömmu seinna var sett handrið á beygjuna þarna -
frá brúnni upp fyrir vegamótin, og má þessi staður
teljast hœttulítill síðan. “...8
Háværar umkvartanir
Stuttu eftir að Guðmundur Daníelsson birti viðtalið við
Steindór Sigursteinsson í Suðurlandi birtist skorinort bréf
á síðum Suðurlands. Bréfritarinn kaus að nefna sig
„bónda skammt frá Brúará“ en orðfærið og
umfjöllunarefni var á þá lund að marga grunaði að hér
væri ekki ómerkari maður en Olafur Ketilsson
sérleyfishafi á ferð.‘‘ Gefum bréfritara orðið:
„Að þessu sinni vil ég segja Suðurlandi það til tíðinda
að aðrir ökumenn munu hafa verið komnir þama í miklu
meiri lífshœttu heldur en þeir félagar [Steindór og
Þórmundur], sem um getui:
Eg sem bý þarna rétt við Brúará og hef oft farið þar
um, geng œvinlega yfir brúna og svellbúnkabrekkuna,
[svo] hefoft séð bílstjóra þar mjög hœtt komna með að
falla í ána, með sína bíla. ...
I sambandi við árennslið við Brúará er það að segja
aðfrá því að brúin var byggð ogfram á þennan vetur,
þótt snjóléttur og frostalítill sé, er þarna alla vetur
árennsli mikið og ísbunga fram á vegbrún. Er því hœttan
enn meiri en áður, því brúsi Jörundar frá Skálholti er
ónýtur og ekki vörn í honum lengur. Vegamálastjóri hefur
látið fara fram endurbót þriðja til fjórða hvert ár síðan
brúin var byggð.
Litli Bergþór 16