Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 20
Heimilda- og tilvísanaskrá
1 Hinrik Þórðarson: „Vötn í Árnes- og Rangárþingi." Suðri. Þœttir
úr framfarasögu Sunnlendinga frá Lómagnúpi til Hellisheiðar. II.
Bjami Bjamason frá Laugarvatni safnaði. Laugarvatn, 1970. Bls. 288-
89. - Jón Guðmundsson: „Slysið við Iðuhamar 1903.“ Arnesingur II
(1992). Bls. 117-22. - Ólafur Kjartansson, Seli: „Brú og ferjurá
Brúará." Litli-Bergþór. 7. árg. 1. tbl. Þorfinnur Þórarinsson ritar
formála. Bls. 25.
2 Jón Guðnason: Verkmenning Islendinga. V. bindi. Vegamál.
Fjölrit. 1975. Bls. 53. - Páll Þorsteinsson segir þó að landsstjóminni
hafi verið heimilað að „láta gera á þjóðvegum, eftir því sem fé yrði
veitt til, rúmlega 30 brýr, 10 metra langar eða lengri og um 20 minni
brýr, svo og að endurbyggja gamlar brýr á nokkmm stöðum.“ Baldur
Þór Þorvaldsson: „Hvenær varð Vegagerðin til?“ Framkvœmdafréttir
Vegagerðarinnar. 13. tbl. 13. árg. 17. maí 2005. Bls. 2.
3 Bréfasafn Vegagerðarinnar. Jakob Hálfdanarson, starfsmaður
Vegagerðar ríkisins, til Jóns Gíslasonar. 18. janúar 1990. - Bréf ífórum
höfundar. Baldur Þór Þorvaldsson, deildarstjóri á brúadeild
Vegagerðarinnar. Bréf til höfundar 14. júní 2006.
4 Höf. ókunnur. „Brúsastaður." Suðurland. 30. maí 1953. Bls. 2.
3 Viðtal. Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum. 12. september 2006.
6 Sama heimild
7 Sama heimild
“ Guðmundur Daníelsson: „Mjólkurbrúsi Jörundar í Skálholti
bjargar mannsh'fum." Vötn og veiðimenn. Uppár Arnessýslu.
Reykjavík, 1970. Bls. 111-12. - Guðmundur Daníelsson: „Breyttir
tímar. Viðtal við Steindór Sigursteinsson bifreiðastjóra." Suðurland. 7.
mars 1953. Bls. 4.
9 Guðmundur Daníelsson: „Mjólkurbrúsi Jörundar í Skálholti
bjargar mannslífum." Vötn og veiðimenn. Uppár Arnessýslu.
Reykjavík, 1970. Bls. 112.
10 Höf. ókunnur. „Brúsastaður.11 Suðurland. 30. maí 1953. Bls. 2 og
7. - Guðmundur Daníelsson: „Mjólkurbrúsi Jörundar í Skálholti bjargar
mannslífum." - Vötn og veiðimenn. Uppár Arnessýslu. Reykjavík,
1970. Bls. 112-13.
11 Bréf ífórum höfundar. Baldur Þór Þorvaldsson, deildarstjóri á
brúadeild Vegagerðarinnar. Bréf til höfundar 14. júní 2006.
12 [Án titils]. Suðurland. 8. júní 1968. Baksíða.
13 Bréfasafn Vegagerðarinnar. Jakob Hálfdanarson, starfsmaður
Vegagerðar ríkisins, til Jóns Gíslasonar. 18. janúar 1990.
14 „Ölfusá meira en tífaldaðist - Elliðaámar tuttugfölduðust. Segir
Sigurjón Rist, vatnamælingamaður." Morgunblaðið. 29. febrúar 1968.
Bls. 2. ,,-Selfoss." Morgunblaðið. 29. febrúar 1968. Bls. 10.
15 Viðtal. Þorftnnur Þórarinsson, Spóastöðum. 12. september 2006.
16 ,,-Selfoss." Morgunblaðið. 29. febrúar 1968. Bls. 10.
17 Viðtal. Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum. 12. september 2006.
Hreppsnefndarfréttir
Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar
57. fundur byggðaráðs 27. júní 2006
Mœtt voru: Sigrún Lilja Einarsdóttir, Drífa
Kristjánsdóttir og Margeir Ingólfsson, sem ritaði
fundargerð.
Kosning formanns. varaformanns og ritara
bvggðaráðs. Byggðaráð samþykkir að formaður
verði Sigrún Lilja Einarsdóttir, varaformaður
Margeir Ingólfsson og ritari Valtýr Valtýsson.
Bréf frá Landvernd. dags. 18. maí 2006, varðandi
verkefnið „Vistvemd í verki“. I bréfinu er óskað
eftir áframhaldandi samstarfi við Bláskógabyggð
um verkefnið og tekur byggðaráð vel í það og
leggur til að nýr samningur við Landvernd verði
undirritaður.
Endurskoðun á samþvkktum Bláskógabvggðar.
9. gr. Orðið hreppsnefndarfundur fellur ót en
sveitarstjórnarfundur kemur í staðinn.
34. gr. 1. Undirkjörstjórnir: Undirkjörstjórnir
fyrir Þingvallasveit og Laugardal falla niður en í
stað þess komi ein undirkjörstjóm fyrir
Þingvallasveit og Laugardal.
3. Byggðaráð: Orðið hreppsnefndarmenn fellur út
en orðið sveitarstjórnarmenn kemur í staðinn.
2. Húsnæðisnefnd: Húsnæðisnefnd fellur niður
og verkefni hennar færist til byggðaráðs.
7. Rekstrarnefnd: Rekstrarnefnd fellur niður og
verkefni hennar færast til byggðaráðs. Þar sem
Rekstrarnefndin fellur niður skal koma á ársfundi
eigenda Aratungu og skal sá fundur haldinn í
október ár hvert.
8. Skipulagsnefnd: Sameiginleg skipulagsnefnd
er með Grímsnes- og Grafningshreppi,
Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skal Bláskógabyggð skipa í hana einn aðalmann og
einn til vara.
9. Forðagæslumenn: Fyrirkomulag forðagæslu
skal vera samkvæmt lögum um forðagæslu og
eftirlit búfjár.
11. Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð:
Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð fellur
niður og verkefni hennar færast til byggðaráðs
14. Fulltrúi í skólanefnd Ljósafossskóla fellur
niður.
37. gr í þessari grein fellur út að byggðaráð skuli
á fyrsta fundi kjósa sér formann. Einungis skal
kjósa varaformann og ritara.
40. gr. Setningin þar sem fjallað er um kosningu
formanna nefnda verður: Sveitarstjóm kýs formenn
nefnda, ráða og stjórna.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að leggja fram
samþykktir sveitarfélagsins með áorðnum
breytingum á næsta fundi byggðaráðs.
Bréf frá Skipulagsstofnun. dags. 7. júní 2006,
varðandi breytingu á Aðalskipulagi
Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna
landnotkunar í landi Iðu, Bláskógabyggð.
Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir við
umrædda breytingatillögu og leggur byggðaráð til
að áður en farið verði í að auglýsa tillöguna verði
hún kynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og
kallað eftir afstöðu þeirra. Sveitarstjóra og
skipulagsfulltrúa er falið að kynna málið fyrir
hagsmunaaðilum.
Bréf frá Guðmundi Óskarssvni og Brvnhildi
Litli Bergþór 20