Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 26

Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 26
landsvæði fellur að mestu leyti innan svæðis nr. 764 á náttúruminjaskrá, - Skálholtstunga og Mosar. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar bendir á að þessi tillaga að aðalskipulagsbreytingu sé ekki einsdæmi hvað varðar breytingu á landnotkun innan svæða sem eru á náttúruminjaskrá. Sveitarstjóm telur að í slíkum tilvikum verði að gæta sérstaklega að ekki verði gengið á sérkenni náttúrunnar sem verið er að vernda með þeim hætti. í skipulagstillögu er verið að breyta landnotkun við Borgarhóla sem er á mörkum þess svæðis sem er á náttúruminjaskrá. Svæðið er bæði innan þess og utan. Ekki er nema að litlum hluta verið að fara inn á votlendi það sem er á tungunni milli Hvítár og Brúará. Við norðaustur mörk svæðisins eru fyrir byggingar, Skálholtsbúðir, sem snúa að Skálholti. Stærsti hluti svæðisins er vestan við Borgarhólana og ætti því ekki að hafa svo mikil sjónræn áhrif frá Skálholti umfram sem þegar er af núverandi byggingum. Ekki liggur fyrir nein beiðni / umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar eftir heitu vatni á þessu svæði, enda ekki gert ráð fyrir því á þessu skipulagi. í dag er heitt vatn sótt í Þorlákshver fyrir Skálholtssvæðið. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar telur réttan farveg að auglýsa umrædda tillögu og fá fram sjónarmið umsagnaraðila á auglýsingartíma, svo og athugasemdir frá þeim aðilum sem málið varðar. Sveitarstjórn telur ekki að fyrrgreindar athugasemdir Umhverfisstofnunar þess eðlis að þær ættu að stöðva auglýsingu þessarar tillögu, og fylgja skuli Skipulags- og byggingarlögum og auglýsa tillöguna skv. 18. grein laganna. Jafnframt muni athugasemdir Umhverfisstofnunar verða kynntar með auglýsingu tillögunnar. 2. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna 2000 - 2012; Haukadalur II. Flugvallarbraut. í breytingunni felst að 35 ha lands í landi Haukakals II breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Landið er flatlent mólendi og aflögð flugbraut. Er það ósk landeigenda að spilda þessi verði nýtt undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að þéttleiki á svæðinu sé sá sami varðandi stærðir sumarhúsalóða og í gildandi aðalskipulagi (0,5 - 1 ha). Skipulagsuppdráttur er unnin í september 2006 af Pétri H. Jónssyni skipulagsfræðingi. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 3. Samkeppni um skipulag Gevsissvæðisins. Vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði 26. september s.l. Sveitarstjóm samþykkir að veita kr. 500.000 til verkefnisins á árinu 2007, enda verði gert ráð fyrir þessu fjármagni í fjárlögum Bláskógabyggðar fyrir Litli Bergþór 26 _________________________________ árið 2007. Forsenda þess, að þessu fjármagni verði varið til verkefnisins, er að samstaða náist með landeigendum um þetta verkefni. 4. Framkvæmdalevfi vegna Uxahrvggjavegar (52) frá Tröllhálsi að Kaldadalsvegi. Sveitarstjóm hefur yfirfarið gögn sem eru meðfylgjandi beiðni um framkvæmdaleyfi og hefur engar athugasemdir varðandi framkvæmdina og felur skipulagsfulltrúa að vinna að þessu máli áfram og sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdina. 5. Framkvæmdalevfi vegna uppsetningar á örvggis- og nevðarfiarskiptabúnaði á Bláfelli; lagningar rafstrengs frá Illagili og upp á topp Bláfells og uppsetningu rafstöðvarhúss í Illagili. Sveitarstjóm hefur yfirfarið gögn sem eru meðfylgjandi beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagninga rafstrengs og uppsetningu rafstöðvarhúss. Sveitarstjóm hefur engar athugasemdir við umrædda framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að vinna að þessu máli og sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu jarðstrengsins. Jafnframt felur sveitarstjóm byggingarfulltrúa að vinna að þessu máli áfram sem lýtur að uppsetningu rafstöðvarhúss. Umsögn um kæru Péturs M. Jónassonar. dags. 26. júní 2006. Lögð fram tillaga að umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um kæru Péturs M. Jónassonar vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 24. maí 2006 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningu Gjábakkavegar (365), Laugarvatn-Þingvellir, Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða tillögu að umsögn og felur sveitarstjóra að senda hana til Umhverfisráðuneytisins og skipulagsfulltrúa Uppsveita Ámessýslu. Ráðnina forstöðumanns þiónustumiðstöðvar. Sveitarstjóri lagði fram ráðningarsamning við Halldór Karl Hermannsson sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki sveitarstjómar Bláskógabyggðar. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir umræddan ráðningarsamning og býður Halldór velkominn til starfa hjá sveitarfélaginu. Tillaga fulltrúa T-listans um umhverfismál. Tekin fyrir tillaga T-listans, sem lögð var fram á fundi sveitarstjómar þann 5. september 2006 og vísað til næsta fundar sveitarstjómar. Fulltrúar T-listans draga tillöguna til baka. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela umhverfisnefnd að leggja fram við fyrsta tækifæri áætlun um átak í umhverfismálum og taka sérstaklega tillit til markmiða Staðardagskrár 21 við þá vinnu. Skipun félagsmálaráðherra í starfshóp vegna réttarstöðu eigenda og fbúa frístundahúsa. í 6. tbl. Sveitarstjómarmála frá 2006 kemur fram

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.