Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1987, Blaðsíða 11
11 NIÐJATAL Magnúsar Ormssonar og Gróu Jónsdóttur Gróubæ, Eyrarbakka Höfundur þessarar bókar er Magnús Þorbjörnsson. Þetta er önnur bókin sem frá hans hendi kemur á skömmum tíma. Bókin er afar snotur og pappír góður. I formála segir höfundur m.a.: "Mér telst til að afkomendur Magnúsar og Gróu séu 210 er ég lýk þessu skrifi mínu og á ég þá eingöngu við beina afkomendur. Nafnaskrá aftast í bókinni telur um 1180 nöfn. 67 myndir prýða bókina og gerði ég mitt besta til að ná til sem flestra, en takmarkaði mig þó við fjölskyldur 1., 2. og 3. ættliðar." - "Samantekt framætta er nær eingöngu verk Sigurgeirs Þorgrímssonar ættfræðings, er hefur lagt feikna vinnu og tíma í þetta." Falleg bók og fróðleg. LAXARDALSÆTT Höfundur er Þórður Kárason sem m.a. er kunnur fyrir rit sitt Hjarðarfellsætt. Bókin er 182 bls. með 50 myndum og nafnaskrá. Aftan á bókarkápu er þetta: "Kotbóndinn á Skógarströnd kvaddi þennan heim 1863, þá 58 ára. Hann hafði skil- að af sér nokkru dagsverki, eignast 23 börn - það síðasta reyndar ófætt - mðe tveim ágætum konum, einni í einu. Fátæktin var fylgikona og í Laxárdal er nú fátt sem minnir á nútíma búskap. LandsLagið er þó óbreytt og Laxáin á sínum stað, færandi björg í bú og veiðimönnum skemmtun. - Börnin hurfu brott úr dalnum: Nokkur í kirkjugarðinn á unga aldri, önnur í næstu sveitir og mörg af þeim síðar til Ameríku. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessu fólki. Seiglan og þunna höfuð- lagið voru ættareinkenni. - Hér er reynt að gera grein fyrir æfikjörum og afkom- endum Laxárdalsbónda og barna hans á Islandi, í Bandaríkjunum og Kanada." Kotbóndinn, sem hér var getið, var Jóhann Jónsson, f. á örlygsstöðum í Helga- fellssveit 1805, d. í Laxárdal 1863. ATHUGASEMD Að útkomu Niðjatals Magnúsar Ormssonar og Gróu Jónsdóttur er mikill fengur. Hið sama er að segja um útkomu Laxárdalsættar. Eg vil þó enn einu sinni leyfa mér að fetta fingur út í merkingarnar. Er ekki óþarfi að hafa t.d. í sömu opnu fimm einstaklinga merkta 5a eða sex merkta 4c? A.S. ICElmNDIC RIVER SAGA Við viljum stuttlega geta hér um stórmerkilegt ættfræðirit sem kom út í Kanada árið 1985. Höfundur þess er Nelson S. Gerrard. Hann er ungur maður af íslenskum ættum. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessu riti hér á landi. Þor- steinn í Sögusteini hafði nokkur eintök til sölu. ICELANDIC RIVER SAGA er 838 bls. í stóru broti með fjölda mynda af landnemum og afkomendum þeirra í Nýja Islandi á bökkum Winnipeg-vatns. Rit þetta er sannarlega afreksverk sem verð- skuldar mikið lof. Annað verk af svipuðum toga mun í undirbúningi að því er vinur okkar Sigurður Wopnford í Arborg sagði okkur. ICELANDIC RIVER SAGA kostar ekki nema um $50.oo + sendingarkostn. Heimilisfangið er: Saga Publications, Box 925, Arborg, Manitoba R0C 0A0, Canada.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.