Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 3
Sigurgeir Þorgrímsson minning Sigurgeir Þorgrímsson sagnfræðingur lést á Landspítalanum 8. júlí síðastliðinn. Hann tók ungur ástfóstri við ættfræði og persónusögu, og hafði unnið mikið að ættfræðirannsóknum. Hann var sá maður, sem hvað best þekkti eldri ættir íslendinga. Sigurgeir hafði unnið talsvert að ritstörfum, skrifaði t.d. ritgerð um Jósafat Jónasson (Stein Dofra) og stofnun Sögufélags, sérprent úr Sögu, 1980 og eftirmála að ættartölubók Olafs Snóksdalslín, útgefið af Sögusteini (Þorsteini Jónssyni) 1985. Sigurgeir réðst til starfa á ritstjórn DV, 1987 og hóf ættfræðiskrif blaðsins. Hann vann mikið að félagsmálum í ýmsum félögum og var stórritari í Stórstúku Islands. Sigurgeir kom í Ættfræðifélagið þegar það var endurreist 1972, tók oft til máls á fundum og var alltaf tillögugóður. Hann kom í stjórnina með okkur 1989. Við þökkum honum samfylgdina. SigurgeirÞorgrímssonfæddistíReykjavík4. nóvember 1943 og ólstþarupp. Hann lauk landsprófi 1959, stundaði nám við M.R. um skeið og K.Í., lagði stund á sagnfræði við H.í. og lauk þaðan prófi 1990. Við vottum móður hans, Ingibjörgu Sveinsdóttur, og bræðrum hans, innilegustu samúð við fráfall hans. Minning Sigurgeirs Þorgrímssonar mun lifa meðan ættfræði er stunduð á íslandi. Hólmfríður Gísladóttir Grafames, sem síðar breyttist í Grundarfjörð (nafnið samþ. með leynilegri atkv. greiðslu). Upphaflega nafnið mun hafa verið Framnes eða Framannes, að sögn. Leiðin liggur meðfram Kolgrafarfirði, sem er 13 km. langur en um þriggja kflómetra breiður og byijar hjá Bjamarhafnarfjalli. Þama eru mörg fjöllin fonnfögur en þekktast er samt Kirkjufellið, sem er hreint sveitarprýði. Eftir að hafa úr fjarlægð skoðað prestssetrið Setberg og sögustaðinn Hallbjamareyri, sem all mjög kemur við sögu í Eyrbyggjasögu, en þar bjó Steinþór Þorláksson (Steinþór á Eyri). Holdsveikraspítali var einnig á Hallbjam- areyri, en jörðin, sem var konungseign, var árið 1655 gefin til spítalans, höldum við áfram og niður í Hrauns- fjörð og yfir fjörðinn þar sem Mjósundsbrúin er, fyrsta fjarðarbrú á íslandi, byggð 1961. Nú tekur við Berserkjahraunið, úfið og illfært að minnsta kosti á tímum íslendingasagna. í bók sinni “íslandseldar”, telur Ari Trausti Guð- mundsson j arðfræðingur að hraunið hafi runnið fyrir um 4000 árum úr Ljósufjallaeldstöðinni. Telur hann að um hafi verið að ræða gos á þremur stöðum, eða gosið þrisvar sinnum og telur upp þrjár eldstöðvar, þ.e.a.s. Kotahraunskúlu, Rauðkúlu (!), gosefni: aska og vikur, Gráukúlu, þaðan hefir runnið apalhraun og Smáhrauns- kúlu. Berserkjahraunið var lítið gróið (var og er), illt yfirferðar utan vegar, bæði hestum og sauðfé, en á síðustu árum 10. aldar er ruddur vegur, hestfær, yfir hraunið, eins og Eyrbyggja greinir frá, það verk unnu húskarlar Styrs bónda á Hrauni, þeir Halli og Leiknir. Veg þennan fengum við að sjá og einnig dys þeirra vegagerð- armannanna. Mikil bót hefir vafalaust að veginum þótt, en launin voru lítilmannleg, því Styr bóndi lét drepa þá eða vega. Mörk Fróðárhrepps og Eyrarsveitar voru um Búlands- höfða og Eyrarsveitar og Helgafellssveitar um Kolgrafarfjörð og Seljafjörð. Við gerðum lykkju á leið okkar og fórum að Bjarn- arhöfn, sem fyrr á tímum var annexía frá Helgafelli. Líklega mun kirkja hafa verið koinin þangað um 1100 eða 1200, þ.e.a.s. á 12.-13. öld, ogerþarenn. Að vísu eru sagnir til um það að Styr bóndi hafi lálið reisa kirkju á bæ sínum að Hrauni og þar er í Berserkjahrauni rúst, sem talin er vera af kirkju, að sögn. Núverandi kirkja í Bjamarhöfn, lítil og vinaleg og vel við haldið, en byggð um eða a.m.k. frá því um 1850. í kirkjunni er kaleikur frá því um 1200 (eða a.m.k. fyrir 1300), afRómverskri gerð, dýnnæturog merkilegur grip- ur. Landnámsmaður í Bjamarhöfn var Björn (hinn) aust- ræni. Konu átti hann, sem komin var af góðum og göfug- um ættum, en hún var Guðlaug, dóttir Kjallaks jarls á Jamtalandi. Framhald á næstu síðu 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.