Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 6
Inga Lára Baldvinsdóttir Kynning á myndadeild Þjóðminjasafnsins. Á félagsfundi í Ættfræðifélaginu var flutt af munni fram kynning á myndadeildinni með hliðsjón af skyggnum sem sýndar voru. í eftirfarandi pistli eru tekin fyrir meginatriði kynningarinnar. Þjóðminjasafn Islands var stofnað árið 1863. Söfnun mannamynda til þess hófst fljótlega eftir stofnun safnsins og var þar aðallega um að ræða málverk, m.a. af biskupum á Hólum. Segja má að ljósmyndun á íslandi nái fótfestu um líkt leyti og Þjóðminjasafnið tók til starfa, þó að ljósmyndir fengju þar ekki inni fyrr en löngu seinna. Eftir að Matthías Þórðarson tók við starfi sem forstöðumaður Þjóðminjasafnsins 1907 endurskoðaði hann alla skráningu á safninu. Fram til þess tíma höfðu allir safnmunir verið skráðir í eina heild í eitt alhliða safn. Með tilkomu Matthíasar var tekin upp deildaskipting við flokkun og skráningu safnmuna. Meðal safna sem hann hóf skráningu á eru t.d. Myntsafnið, Þjóðfræðasafnið, Fiskesafnið og tvö myndasöfn; Mannamyndasafnið og Ljós- og prentmyndasafnið. Sá sem lengst hefur starfað við myndasöfn safnsins og mótað starfsemi deildarinnar er Halldór J. Jónsson safnvörður, en hann varð fyrsti deildarstjóri myndadeildar þegar formleg deildarskipting var tekin upp innan safnsins árið 1985. í þeim söfnum sem varðveitt eru innan myndadeildarinnar er áætlað að séu alls um 1.600.000 myndir af ýmsum gerðum og stærðum. Fastir starfsmenn deildarinnar eru tveir; deildarstjóri og ljósmyndari. Samhliða rekstri deildarinnar er starfrækt myndastofa sem annast vinnslu þeirra mynda sem unnar eru úr efniviði deildarinnar og einnig myndatökur af safngripum Þjóðminjasafns. Skráning til Mannamyndasafnsins hófst árið 1908. Fyrstu 42 myndirnar sem skráðar voru í Mannamyndasafnið voru þær mannamyndir, sem áður höfðu verið skráðar í almenna safnið, en voru nú endurskráðar. I Mannamyndasafninu eru mannamyndir af Qölbreyttum toga. Þar er að finna málverk, vatnslitamyndir, blýantsteikningar og grafíkmyndir, en eftir því sem liðið hefur á öldina hefúr ljósmyndin orðið ríkjandi í safninu. Meðal þeirra mynda sem skráðar eru í safnið eru verk eftir frumherja í íslenskri myndlist eins og Sæmund Hólm, Þorstein Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson og Arngrím Gíslason, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þar er einnig að finna ýmsar frumgerðir ljósmynda; sem nefndar voru einu nafni sólmyndir á íslensku til aðgreiningar frá ljósmyndinni. Þetta eru daguerreótýpur, sem flestar eru teknar erlendis og ambrótýpur, m.a. eftir Guðbrand Guðbrandsson kaupmann í Grundarfirði og síðan í Reykjavík. Auk þess eru í safninu nokkrar smámyndir, en það voru handmálaðar mannamyndir, sem voru fyrirrennari ljósmyndarinnar. Tilkoma smámynda endurspeglaði breytta þjóðfélagsskipan í Evrópu eftir iðnbyltingu og var andsvar nýtilkominnar borgarastéttar við stórum portrettmálverkum, sem aðall Evrópu hafði lengi látið gera af sér til að staðfesta ímynd sína. I dag eru skráðar í Mannamyndasafnið um 45.000 myndir. Myndirnar eru skráðar í hlaupandi númeraröð eftir því sem þær berast. Skráning hefur fram til þessa verið handfærð, 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.