Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 13
Skýrsla formanns Starfsemi Ættfræðifélagsins hefur gengið vel á árinu 1997, hefur verið hefðbundin. Það hafa verið haldnir 6 félagsfundir hér á Hótel Lind, með ágætum fyrirlesurum og svo 9 héraðsfundir í húsnæði Ættfræðifélagsins þar sem félagsmenn koma og spjalla saman. Það er alltaf að aukast aðsóknin að þessum fúndum, fólk hefúr gaman af að tala saman og svo eru alltaf einhverjir til að leiðbeina. Við héldum 7 stjórnarfúndi, fyrir utan það komum við saman til að pakka blaðinu. Ættfræðifélagið hefúr fengið bækur að gjöf á síðasta ári eins og síðustu árum og þökkum við fyrir þær. Félagsmenn fóru í ferðalag 26. júlí í Flatey á Breiðafirði, ferðin tókst mjög vel, enda sérstaklega gott veður þann dag, sól og blíða og Breiðafjörður skartaði sínu fegursta. Það komu út 3 Fréttabréf á árinu 1997 og 4 einblöðungar sem eru tilkynning um fúndi og ferðalagið. Hálfdan Helgason hefúr unnið blaðið á síðustu 6 árum og hefúr gert það með miklum ágætum, hann ætlar nú að hætta því og þökkum við honum góða samvinnu. Það kom út in.bindi af Manntalinu 1910, Arnessýsla, það er fagnaðarefni þegar kemur út ný bók af Manntalinu. Nú er unnið í Gullbringusýslu og Kjósarsýslu, Eggert Kjartansson er að vinna í því og vonandi kemur 4.bindi út síðar á þessu ári. Félagið fékk styrk til útgáfú Arnessýslu úr Menningarsjóði, ffá Menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni og framlag af Gjöf Jóns Sigurðssonar. Við höfúm sótt um styrki til Menntamálaráðherra, Menningarsjóðs og Þjóðhátíðarsjóðs, svo verðum við að sjá hvort við fáum þessa styrki til útgáfúnnar. I haust skiptum við um húsnæði, fórum úr Dvergshöfða 27 í Ármúla 19. Þetta er svipuð stærð af húsnæði, skrifstofa og bókalager en Ármúlinn er betur í sveit settur, þægilegra að komast þangað. Félagsmenn eru núna 780, það sýnir að það er vaxandi áhugi á ættfræði. Eg vinn núna í Sundlaug Breiðholts, þangað kemur mikið af börnum, og um daginn segir ein 8 ára við aðra, víst er Jón Sigurðsson forseti frændi minn, hún amma segir það. Já það er áhugi á ættfræði, þetta er framtíðin. Nú ætlar Sigurður Magnússon að fara úr stjórn, hann er búin að vera 2 ár í varastjórn. Við þökkum honum vel unnin störf og skemmtilega samvinnu. Eg bið Magnús Oskar Ingvarsson velkominn í stjórn . Hálfdan Helgason er búinn að vinna Fréttabréfið í 6 ár og hefúr gert það af mikilli nákvæmni og smekkvísi. Félagsmenn eru líka ánægðir með Fréttabréfið og fleiri sem sjá það. Ég hef oft hugsað út í, hvað Hálfdani hefúr tekist að láta lítið á sér bera við vinnslu Fréttabréfsins, það lýsir hógværð hans. Um leið og við þökkum Hálfdani vel unnin störf viljum við gera hann að heiðursfélaga Ættfræðifélagsins. Hólmfríður Gísladóttir 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.