Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Page 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2000, Page 7
Netfréttir „Message Board“ eða „Skilaboðatafla Ættfræðifélagsins" hefur verið heimsótt 4219 sinnum síðan taflan var opnuð 10. júlí 1999, nú í apríl árið 2000 til dagsins „í dag“ 8. apríl, hafa 102 sett fyrirspumir á töflu- na. En ómögulegt er að segja til um hve margir hafi fengið netpóst, eða svör við fyrirspurnum. Mesta umferðin virðist hafa verið í nóvember, en desember var rólegur. Síðan tóku þeir verulegan kipp janúar, febrúar og mars. Aðalsíðan hefur verið heimsótt tæplega 10 þúsund sinnum á þeim tæplega tveimur árum, sem eru liðin síðan félagið netvæddist. Haukur Hannesson □júl.99 □ágú.99 □sep.99 □okt.99 □ nóv.99 □des.99 □jan.00 □feb.00 □ mar.00 í 4. tbl. 1998 spyr Þorsteinn um niðja Sigurgríms Þorgrímssonar og k. h. Kristínar Sigurðardóttur í Grímsbúð á Hellissandi. í 4. tbl. 1999 kemur athugasemd frá Þorsteini um Ögmund Þorgrímsson fæddan á Skarði í Haukadal 1830, mun hafa búið á Hellissandi. Það er ekki Ögmundur heldur Sigurgrímur sem er fæddur á Skarði í Haukadal 30. maí 1824. Hann fór út á Hellissand og kvæntist þar Svar til Þorsteins Kjartanssonar Kristínu Sigurðardóttur og á hún ættir þaðan. Böm þeirra voru: 1. Þórlaug Sigurgrímsdóttir, f. 4. júlí 1853 í Keflavík, d. 31. júlí 1853. 2. Guðmundur Sigurgrímsson, f. 9. okt. 1858 í Keflavík, d. 14. okt. 1858. 3. Ingveldur Sigurgrímsdóttir, f. 1. júlí 1859 í Keflavík, d. 3. júlí 1859. 4. Sigurlaug Sigurgrímsdóttir, f. 13. júlí 1860 í Keflavík, d. 13. mars 1870 í Steingrímsbúð á Rifi. Þar með eru engir niðjar frá þeim Sigurgrími og Kristínu. Sigurgrímur Þorgrímsson lést 28. maí 1866 á Rifi. Hólmfríður Gísladóttir Vísnasöfnun Þannig er mál með vexti að ég ætla að senda út aukaspurningu um minnisvísur með vorspurningaskránni á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns og langar til að gera smátilraun með að safna í gegnum netpóstinn. Menn eru líklega hættir að gera minnisvísur í seinni tíð en sú íþrótt var þó nokkuð iðkuð í gamla daga og til eru bækumar Landfræðilegar minnisvísur, Stærðfræðileg formúluljóð og Stafsetningarljóð eftir Einar Bogason frá Hringsdal. Hér eru dæmi um minnisvísur: Þessi mun vera eftir Ragnar Þorsteinsson sem var skólastjóri á Eskifirði: Ef radíus þú reikna skalt þú ritar flatarmálið allt, deilir í það djarft með pí og dregur kvaðratrót af því. Þessi sem greinilega er gerð fyrir vorprófin, er eftir Hjörleif Hjartar- son: Bráðum fæðast lítil lömb lifna blóm í görðum -keppur, laki, vinstri, vömb og verða að lambaspörðum. Og þessi mun vera eftir Öm Snorrason: Blessaður sagði Bangsimon og bauð mér kaffi, það er aldrei ufsilon á undan vaffi. Nú vildi ég biðja menn sem kunna svona kveðskap að senda mér hann endilega í netfangið halla@natmus.is. Eða til umsjónar- manns Fréttabr. Ættfræðifélagsins. Ef þið kunnið engar vísur af þessu tagi gæti verið að makar, foreldrar - eða jafnvel börn kynnu þær. Með von um að þessari litlu tilraun verði tekið vel. Með bestu kveðjum. Hallgerður Gísladóttir þjóðháttadeild Þjóðminjasafns 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.