Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 9
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Oddur Friðrik Helgason: Staða og framtíð íslenskar ættfræði Útdráttur úr erindi Odds, sem flutt var á fundi Ættfræðifélagsins 22. nóvember 2001 ttfræði á íslandi hefur dottið í djúpa lægð. Ymsir líta orðið á hana sem peningamál einvörðungu en ættfræðin er talin aukaatriði. Menn hafa ekki sinnt því að kynna sér hina sönnu ættfræði og ættfræðirannsóknir eins og þær hafa verið unnar gegnum aldirnar. Þetta á ekki að vera svo, ættfræðin á að vera númer eitt, peningamálin á eftir og þetta ætti að vera hægt að laga ef vilji er fyrir hendi. Ættfræðiþekking var öllum nauðsynleg fyrr á tímum vegna framfærsluskyldu í fimmta lið svo sem fram kemur í Grágás, elstu lögbók Islendinga og eru þau ákvæði fyrsti skráði félagsmálapakkinn hér á landi. Þá var og um að ræða hefndarskyldu og erfða- réttindi sem skiptu enn meira máli þegar þjóðinni fækkaði t.d. vegna drepsótta. Þetta tel ég valda ættfræðiáhuga þjóðarinnar í fyrstu. Enn er ættfræði- þekkingin nauðsynleg og hún er undirstaða sagn- fræðirannsókna. Flestir eða allir vilja líka vita um uppruna sinn og fjöldi fólks stundar ættfræði- rannsóknir sér til ánægju. í EES lögum er ættfræði bönnuð en írar, Skotar og Norðurlandaþjóðirnar hafa leyst þau mál með sérstakri lagasetningu sem möguleg er vegna þeirrar hefðar sem ríkir á þessu sviði. Þessi leið verður einnig farin hér, a.m.k. verður aukið við lög um persónuvemd. Ekki er hægt samkvæmt lögum að gefa þjóðinni ættfræðina með því að setja hana á veraldarvefinn eins og um var rætt um skeið. Nú em málaferli í gangi um söfnun og notkun ættfræðiupplýsinga, sú flugeldasýning sem efnt hefur verið til varðandi þau hefur orðið til stórskaða fyrir íslenska ættfræði. Menn hafa ekki gáð að því hvað þeir eru að gera, þetta snertir einnig sagn- fræðina og getur eyðilagt hana. Menn eiga að fá eðlilegt gjald fyrir sína vinnu en græðgin má ekki ráða för. Ekki myndi ég vilja liggja undir þeim bautasteini sem þeim mönnum verður reistur sem eru að eyðileggja ættfræðina. Ég hef ekki neinna persónulegra hagsmuna að gæta, minn áhugi beinist aðeins að því að vinna ættfræðina sjálfa sem best og ég þarf ekki að forsvara verk mín gagnvart neinum nema þjóðinni. Bak við mig eru engin stórfyrirtæki, en hins vegar hef ég þjóðina á bak við mig eins og best sést á því að þegar fyrirtækið ORG var stofnað fyrir fimm ámm, átti ég eina ættfræðibók en ef svo fer sem horfir verður gagnasafn mitt það stærsta á landinu og í því eru m.a. á 4. þúsund niðjatala sem t.d. hafa verið unnin fyrir niðjamót. Erfðafræðilegur grunnur og sagnfræðilegur er ekki hinn sami, í sagnfræðilegum grunni eins og mínum eru kjörböm alltaf skráð börn kjörforeldr- anna, en í erfðafræðilegum grunni koma kynforeldr- ar fram, alltaf er mikið um ættleiðingar og ekki er leyfilegt að birta nöfn kynforeldra kjörbama í opin- berum grunnum. Grunninn verður að byggja upp í samræmi við það sem á að nota hann (til). Mér fannst einkennilegt að sá erfðafræðigrunnur sem til er skuli ekki vera notaður til erfðarannsókna, þ.e. grunnur Erfðafræðinefndar. Ég álít að erfðagreiningarfyrirtækin eigi ekki að fá neinar ættfræðiupplýsingar í sínar hendur. Sá sem óskar eftir rannsókn ætti að senda beiðni til Persónu- vemdar, sem léti síðan t. d. Erfðafræðinefnd vinna ættartengingamar. Persónuvernd sæi síðan um dul- kóðun og þá yrðu gögnin send til erfðagreiningar- fyrirtækjanna. Þetta er eina leiðin til að tryggja nafn- leynd. Skyldunnar til að vitna í heimildir er ekki alltaf gætt í ættfræðibókum og t.d. hefur komið í ljós að þegar menn hafa sótt upplýsingar í önnur ættfræðirit hafa menn ekki gætt þess að líta í leiðréttingar aftast Oddur Friðrik Helgason œttfrœðingur og fyrverandi sjómaður, fœddist á Akureyri 29. nóvember 1941. Hann ólst upp á Akureyri hjá afa sínum og ömmu, Páli Jónssyni og Stefaníu Einarsdóttur. Gekk þar í barna- og unglinga- skóla, hóf sjómennsku 15 ára hjá Útgerðar- félagi Akureyringa og stundaði hana á sumrin þar til skólagöngu lauk, en var síðan alfarið á sjó til ársins 1987 eða í um 30 ár. Flutti til Reykjavíkur árið 1990 og stundaði þar ýmis störf, en árið 1995 varð hann ahnnnulaus ogfór á tölvunámskeið, og opnaðist þá fyrir honum sá möguleiki er tölvan gaftil að skrá inn œttfræðiupplýsingar. Oddur hefur haft mikinn áhuga á œttfrœði allt fi'á unga aldri, en hófekki markvissa skráningu ættfrœðigagna fyrr en í ársbyrjun 1996. http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.