Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 22
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Fréttir af félagsstarfinu
Bókagjafir
A félagsfundi 25. október sl. færði Jónína Margrét
Guðnadóttir Ættfræðifélaginu að gjöf ritið „Aldar-
minning Guðna Jónssonar 1901-2001. Nokkur
ævibrot og niðjatal“, Reykjavík 2001, sem hún hafði
tekið saman. Þar eru rakin nokkur ævibrot Guðna
Jónssonar, prófessors, sem var formaður Ættfræði-
félagsins 1946-67, eins og segir hér að framan í
þessu tölublaði Fréttabréfsins, svo og niðjatal hans.
Skömmu áður hafði Jónína Margrét einnig fært
Ættfræðifélaginu að gjöf ritið „Lækjarbotnaætt I-II“,
Reykjavík 2001, sem hún var ritstjóri að.
„Lækjarbotnaætt er rakin til hjónanna Guðbrands
Sæmundssonar og Elínar Sigurðardóttur, sem bjuggu
í Lækjarbotnum í Landssveit á fyrstu áratugum
nítjándu aldar“, eins og segir í formála ritsins. Þau
Guðbrandur og Elín eignuðust fjórtán börn, sjö
þeirra komust til fullorðins ára og eignuðust böm;
niðjar þeirra eru taldir í þessu riti, auk þess er fjallað
um framættir þeirra Guðbrandar.
Ættfræðifélginu er mikill fengur að þessum
tveimur ritum og munu þau að sjálfsögðu renna inn í
bókasafn félagsins. Stjóm Ættfræðifélagins kann
Jónínu Margréti Guðnadóttur kærar þakkir fyrir
þessar höfðinglegu gjafir.
Kynning á ættfræðiforritum
Stjórn ÆF efndi til kynninga í Opnu húsi að Ármúla
19 á helstu tölvuforritum í ættfræði, sem í notkun eru
í landinu. Tókust þesar kynningar vonum framar - á
þriðja tug félaga sóttu hverju sinni þessar kynningar,
sem voru fjögur miðvikudagskvöld í röð í október og
nóvember sl.
Guðrún Jóhannsdóttir reið á vaðið með því að
kynna ættfræðiforritið Win Family 31. október;
Friðrik Skúlason kom næstur 7. nóvember með því
Friðrik Skúlason, forstjóri og tölvufræðingur kynnir
hér forritið Espólín. Ljósm. Olgeir Mölier.
Arngrímur Sigurðsson, f.v. kcnnari (standandi frá
vinstri) kynnti forritið Reunion og Gunnar Ingi
Kristinsson (til hægri) kynnti ættfræðiforritið sitt
Dofra. Ljósm. Olgeir Möller.
að kynna forritið Espólín, sem hann er höfundur að,
eins og kunnugt er; hinn 14. nóvember kynntu þeir
Gunnar Kristinsson og Amgrímur Sigurðsson tvö
forrit - Gunnar kynnti ættfræðiforritið sitt Dofra, og
Amgrímur forritið Reunion, sem er amerískt að
uppruna. Síðasta kvöldið 21. nóvember kynntu þau
Guðrún Jóhannsdóttir og Oddur Árrnann Pálsson
nokkur forrit svo sem Fzip, Legacy og Familytree,
og dreifðu útprentunum af Netinu á santanburði á
nokkrum forritum af slóðunum <google.com>,
<mumford.ab.ca>, sem menn geta skoðað sjálfir.
Stjórn ÆF vill koma á framfæri þakklæti sínu til
þeirra Guðrúnar, Friðriks, Gunnars, Arngríms og
Odds fyrir framlag þeirra.
Námskeið
1 framhaldi af þessum kynningum munu stjórnar-
menn ÆF taka við óskum félaga um námskeið í
notkun tiltekinna forrita, sem félagar sjálfir vilja
helst komast á. Stefnt er að því að svo verði í byrjun
næsta árs. Verða menn að koma óskum sínum á
framfæri fyrir 15. febrúar nk„ svo unnt verði að
undirbúa málið í tæka tíð. Fari svo, að þessum nám-
skeiðum verði ekki komið á, mun stjómin reyna að
koma mönnum í samband við félaga í næsta
nágrenni, sem búa yfir tilteknu ættarforriti og eru
fúsir til að leiðbeina mönnum í notkun þeirra fyrstu
skrefin og/eða vera þeim til ráðuneytis. Þetta gæti
því verið á landsvísu, þ.e. náð til félaga vítt og breitt
um landið. Menn af Akranesi, Keflavík og Suður-
landi sóttu þessar kynningar, auk félaga af
höfuðborgarsvæðinu.
ÓHÓ
http://www.vortex.is/aett
22
aett@vortex.is