Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 18
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Einar Ingimundarson: Um fundi ættfræðigrúskara á Suðurnesjum s Iágúst 2000 fékk ég bréf frá Ólafi H. Óskars- syni formanni Ættfræðifélagsins og fór hann þess á leit að ég gerði tilraun til að kalla saman þá félaga Ættfræðifélagsins sem byggju á Suðumesjum, til skrafs og ráðagerða einu sinni í mánuði að vetrinum. Mín viðbrögð voru hvorki hröð né snögg, en eftir að hafa hugsað málið rækilega og rætt það við ýmsa þá tók ég þá afstöðu að reyna þetta. Fékk því næst leyfi hjá forstöðumanni Bókasafns Reykjanesbæjar að við fengjum að koma þar saman að kvöldi til einu sinni í mánuði yfir veturinn. Fyrsta fund boðaði ég skriflega og sendi öllum skráðum félögum í Ættfræðifélaginu búsettum á Suðurnesjum bréf um fyrirhugaðan fund, sem boðað var til þriðjudagskvöldið 7. nóvember 2000 kl. 20.00 og með fylgjandi var ljósrit af bréfi formannsins svo tilgangurinn lægi ljós fyrir. Helsta niðurstaða fyrsta fundar var að stefna að því að halda þessa fundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði, sem ekki bæri uppá helgidag eða annan almennan frídag. Síðastliðinn vetur voru þessir fundir haldnir eins og gert hafði verið ráð fyrir og voru þeir haldnir reglulega fram í maí. Af og til var fréttatilkynningum komið í bæjarblöðin og vakin athygli á þessu starfi og því komið á framfæri að ekki væri skilyrði að vera í Ættfræðifélaginu til að sækja þesa fundi. A síðastliðnu hausti voru haldnir þrír fundir. Þá er komið að því sem flestir munu hafa áhuga á að vita. Hver er árangurinn af þessum fundum? Hann er að mínu mati umtalsverður: 1. Fólk hefur gaman af að koma saman og ræða sín hugðarefni. 2. Þeir sem styttra eru komnir geta spurt þá reyndari um hvemig þeir geti gert eitt og annað. 3. Þá hefur verið rætt um aðstöðu. For- stöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar hefur sýnt okkur ættfræðigrúskurum mik- inn velvilja frá því fyrsta að þangað var leitað og er nú meðal annars unnið að því að koma þar upp fyrsta áfanga að skjala- safni á örfilmum (mikrofilmum). Þá ætla ég að útskýra nánar svarið í lið I. Mönnum finnst ef til vill það svar vera um of einfalt, en þetta er bara mál málanna í öllum félagsskap. Menn með svipuð hugðarefni stofna félög og koma saman til að ræða þau, sinna þeim og koma þeim í framkvæmd. Gagnsemi þessara funda er ótvíræð, því ef einhver stynur því upp að honum gangi illa að hafa uppi á manni sem hann til nefnir þá veit einhver hinna oftast það mikið að eftirleikurinn verður auð- veldur. Þá er það við hæfi að geta um fundarsókn. Ekki er beint hægt að segja að fundir þessir hafi verið fjölsóttir, oftast hafa mætt rétt innan við tíu og stundum hefur tölunni tíu verið náð eða rúmlega það. Fyrsti fundur 2002 verður haldinn í Bóka- safni Reykjanesbæjar mánudaginn 4. febrúar, klukkan 20, og eru allir ættfræði- grúskarar á Suðurnesjum boðnir velkomnir. http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.