Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 13
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
jafnfyrirferðarmikill í íslenskum bókahillum og
Guðni Jónsson.
Hann fékk ungur áhuga á ættfræði og var mikil-
virkur á því sviði. Ekki er fjarri lagi að ímynda sér
að þær kringumstæður sem ólst upp við, fjarri sínu
nánasta fólki, hafi átt sinn þátt í að vekja áhuga
hans á ætt sinni og uppruna þegar hann komst á
fullorðinsár, en einnig kveikti áhuga hans til
frekari rannsókna sú uppgötvun að hann og Jónína
Margrét, fyrri kona hans, voru fjórmenningar að
skyldleika. Voru þau bæði af ætt Bergs hreppstjóra
Sturlaugssonar í Brattsholti. Guðni var innan við
þrítugt þegar hann hóf markvissar ættfræðirann-
sóknir um niðja Bergs í Brattsholti og árið 1932
gaf hann á eigin kostnað út fyrri útgáfu af
Bergsætt í einu bindi, nálægt 450 bls. Árið 1966
fylgdi hann svo eftir þessu brautryðjendaverki
sínu og gaf aftur út Bergsœtt, en nú í þremur
bindum, rúmlega 1500 bls., þar af er nafnaskráin
ein 337 tvídálkasíður.
Björn Þorsteinsson segir m.a. svo um
útgáfustörf Guðna í minningarorðum um hann er
birtust í tímaritinu Sögu XII (1974):
Eitt af stórvirkjum Guðna Jónssonar var að gera
íslenskar fornbókmenntir aðgengilegar alþýðu
manna og þar með að kjarna í flestum heimilis-
bókasöfnum hér á landi. Hann var að rækja
skyldur sínar við vinnupiltinn Guðna Jónsson,
sem rýndi í gamla daga í fomar bækur austur í
Rangárþingi. Hann vann mikið starf við elstu
alþýðlegu heildarútgáfu Islendingasagna, sem
venjulega er kennd við Sigurð Kristjánsson og
Valdimar Ásmundsson, en hefði að lokum átt að
kennast við Guðna Jónsson. Þá stofnaði hann til
nýrrar stórútgáfu íslenskra fornrita 1946, -
Islendingasagnaútgáfunnar, sem nú telur 42 bindi,
en sjálfur sá hann um útgáfu 32 binda. Nafnaskrá
hans við Islendingasögurnar, 441 tvídálkasíða, er
gríðarlegt verk, sem ég held að enginn einn
íslenskur fræðimaður hefði ráðist í annar en Guðni
Jónsson.
Hann tók saman nafna- og atriðisorðaskrár við
Þjóðsögur Jóns Arnasonar, mikið þarfaverk á
sínum tíma. Nafnaskrár hans eru ómetanlegt tæki
hverjum þeim, sem fæst við íslensk fræði, og
Islendingasagnaútgáfan í heild er áfangi í útgáfu
íslenskra fomrita. Að baki henni liggur mikið
starf, en Guðni var óverkkvíðinn fullhugi, sem
sást ekki fyrir, en vann öll störf sín í þágu íslenskra
fræða af ást á viðfangsefninu og því fólki sem naut
fræða hans og um var fjallað. Ég vissi aldrei til
þess, að hann væri að vinna sér til lofs eða
lærdómsfrægðar, heldur var hann að þjóna
fræðum og fólki, sem hann unni. Hann var af
þeirri kynslóð, sem við höfum átt eina fræknasta
og kennd er við aldamótin og átti sér hugsjónir.
Islensk menning og fullveldi var honum hjartans
mál. Annars bar hann aldrei tilfinningar sínar á
torg, var sterklundað ljúfmenni.
Eftir Guðna liggur m.a. um 2.500 blaðsíðna
þáttasafn: Islenskir sagnaþœttir og þjóðsögur, 12
hefti, og Skyggnir, safn íslenskra alþýðufrœða, 2
hefti. Þar munu menn kynnast einna best
forsendunum að lýðhylli fræðimannsins Guðna
Jónssonar. . . . Sagnasafn Guðna er stórmerkt, en
bíður úrvinnslu eins og flest annað í íslenskum
fræðum. Guðni segir í formála fyrir fyrsta
sagnakveri sínu 1940, að enn sé sagnagarður
alþýðumanna svo auðugur, „að hann mun bera
ríkulegan ávöxt hverjum þeim, sem rækt vill við
hann leggja“, og Guðni Jónsson var ríkur af
ræktarsemi.
Af öðrum ritum sem Guðni er hvað þekktastur
fyrir er eins konar trílógía, þriggja binda verk, sem
hann samdi um fæðingarsveit sína. Hún hefst á
byggðasöguritinu Bólstaðir og búendur í Stokks-
eyrarhreppi, sem var doktorsritgerð hans. Síðari
bindin tvö voru Stokkseyringasaga I. og II. Þá
samdi Guðni einnig Sögu Hraunshverfis á
Eyrarbakka og sögu Gríms Gíslasonar í Oseyrar-
nesi með niðjatali hans, en þar er er fjallað um
sögu sama byggðarlags og í Stokkseyringasögu.
Um þá Stokkseyringa samdi hann þannig um
2.000 blaðsíður, en auk þess gaf hann út um þá
ýmis þáttasöfn og Söguna af Þuríði formanni og
Kambránsmönnum eftir Brynjólf frá Minnanúpi.
Þegar Guðni féll frá hafði trúlega enginn íslenskur
fræðimaður gert fæðingarsveit sinni önnur eins
skil og hann og ætla má að að svo sé enn.
Auk ofangreindra rita, íslendingasagna handa
almenningi, rita um byggðasögu og ýmis alþýðleg
fræði vann Guðni að fjölmörgum fræðiritum á
sviði sérgreinar sinnar. I ritröðinni Islensk fornrit
annaðist hann útgáfu Bandamannasögu og Grettis
sögu Asmundssonar, og ásamt Sigurði Nordal
ritstýrði hann Borgfirðinga sögum. Þá samdi hann
sögu Háskóla Islands fyrstu fimmtíu árin auk
fjölmargra fræðiritgerða.
Hér hefur aðeins verið getið um helstu rit og
útgáfur sem Guðni Jónsson ýmist samdi eða sá
um. Um frekari heimildir um ævi hans og störf og
ritaskrá vísast í Bergsœtt, II, bls. 130, og rit þar er
http://www.vortex.is/aett
13
aett@vortex.is