Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 3
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur - fyrirlestur á félagsfundi Ættfræðifélagsins í maí 2001: Listmunir og ættfræði s Eg ætla að gera þá játningu strax, ég kem hingað á ykkar fund meira til að fræðast af ykkur, heldur en að ég geti frætt ykkur um margt. Það er helst að ég geti vakið áhuga ykkar á þeim sjáanlegu minjum sem varðveittar eru í Þjóðminjasafni íslands, og leitt ykkur fyrir sjónir hvemig einstaka gripir gætu fyllt upp í þá ntynd sem við hugsanlega höfum af forfeðrum okkar, aðstæðum þeirra og lífskjörum. Mitt starf á Þjóðminjasafninu er að rannsaka þar listgripi, einkum kirkjugripi með það að markmiði að gera þá áhugaverða sem sýningarefni. Reyna að finna einhver þau tengsl milli grips og áhorfenda sem vekja áhuga. Ég skoða þá frá öllum mögulegum sjónarmiðum. Reyni að átta mig á stíl, aldri, notkun eða tilgangi, - og reyni að finna upprunastað, eig- endur, notendur, og höfunda. Þetta með höfundana er erfiðast. En það er einmitt sá þáttur sem er einna áhugaverðastur. Við höfum öll svo mikinn áhuga á persónusögu, og það að geta tengt gripi ákveðnum höfundum og/eða notendum, og þar með ákveðnu umhverfi hefur margfeldiáhrif og -gildi. Og þar kemur ættfræðin að miklum notum. Prédikunarstóll frá Bæ á Rauðasandi Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur merkilegan prédikunarstól sem við vitum með vissu að var smíðaður árið 1617, því að það stendur á honum. Við vitum líka að Bjöm Magnússon bóndi og sýslumaður á Bæ á Rauðasandi lét smíða stólinn og lagði til Bæjarkirkju, því það stendur einning á honum. Þó að við vissum ekkert um stólinn væri hann eftirlætis- gripur í safninu, því hann er svo frábærlega frum- legur og skemmtilegur, leyfi ég mér að segja. Hann er allur útskorinn, með mannamyndum, blað- strengjum og letri. Og skrautlega málaður í mörgum litum. Letrið er latínuletur með ofangreindum fróðleik um tilurð hans, svo og biblíutilvitnunum í höfðaletri. Þar stendur með fíngerðu lítt áberandi letri efst undir kantinum: ANNO 1617. TIL MINNIS LÉT SÁ ÆRUVERÐUGI VELVÍSI LRÓMI HEIÐURSMAÐUR BJÖRN B MAGNÚSSON SMIDA ÞENNAN PREDIKUNARSTÓL TIL ÆRU OG SÆMDAR VIÐ ÞAÐ HEILSUSAMA LÍL- KRÖFTUGA GUÐSORÐ. En það eru ekki síst myndimar sem em áhuga- verðar. Hér höfum við í miðju Krist á krossinum og Maríu guðsmóður og lærisveininn Jóhannes sam- kvæmt hefð; - en til hliðar guðspjallamennina fjóra með sín tákn. Nöfn guðspjallamannanna standa og skýrum stöfum undir myndunum. Það frumlegasta við þessar mannamyndir er að guðspjallamennirnir og María og Jóhannes eru öll í dökkum klæðum að hætti 17. aldar manna, en ekki í kyrtlum ættuðum sunnan úr löndum, eins og langalgengast er á slíkum kirkjugripum. Þessir búningarnir hljóta að draga dám af klæðnaði Islendinga á þessum tíma. Guðspjalla- mennimir eru í svörtum hempum að hætti lútherskra kennimanna, og Jóhannes við kross Krists er í svartri skikkju en í ljósum, hnepptum, stuttum jakka að hætti þeirrar tíðar hefðarmanna. María er einnig dökkklædd, í svartri treyju og möttli og með rauða svuntu. Islenskar málaðar mannamyndir frá fyrri öldum eru fágætar. Það er eiginlega ekki fyrr en langt er liðið á 17. öldina að við rekumst á slíkar myndir. Og það er einsdæmi að finna mynd af Maríu guðs- móður í íslenskri myndlistarflóru Þjóðminjasafnsins, klædda eins og íslenska sveitastúlku, eða hefðar- stúlku öllu heldur. Guðspjallamennimir eru allir með bók í hendi. Er það e.t.v. Guðbrandsbiblía? Þetta eru lútherskir, ég leyfi mér að segja íslenskir, guðsmenn sem við sjáum hér. Ekkert bendir til erlendra fyrirmynda. Verkið verður hvorki dregið í dilk með endurreisnarverkum né barokkverkum. Gotneski svipurinn á einstaka HÞóra Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík 23. janúar 1939. Loreldrar: Kristján G. Gíslason stórkaupmaður í Reykja- vík og kona hans Ingunn Jónsdóttir. Þóra lauk stúdentsprófi frá MR 1959, Fil. Kand. prófi í Listasögu og skyldum greinum frá Stokkhólmi 1971 og MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Islands 1999. Þóra var fréttamaður hjá Ríkis- útvarpinu á árunum 1967-1974, dagskrárfulltrúi Norræna hússins 1974-1979, Listráðunautur Kjarvalsstaða 1979-1986 og sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Islands frá 1987. Maki Þóru er Sveinn Einarsson leikhúsfræðingur og eiga þau eina dóttur, Ástu Kristjönu, sem stundar doktorsnám í heimspeki í Bandaríkjunum. http://www.vortex.is/aett 3 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.