Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Manntalið 1910 fyrir Reykjavík Nú er langþráðum áfanga náð! Manntalið 1910 fyrir Reykjavík er komið út. 29. aprfl sl. kom úr prentun Manntalið 1910 fyrir Reykjavík í tveim bindum, samtals 1094 bls. í samskonar bandi og með sams- konar frágangi og önnur bindi í þessari ritröð. Hér er um að ræða stærsta viðfangsefni félagsins í einum áfanga og það fjárfrekasta. Það er því nauð- synlegt að koma manntalinu í verð svo fjárskuld- bindingum félagsins verði aflétt sem fyrst. Söluverð beggja bindanna er 16.000 kr. en skuldlausir félagar fá 10% afslátt. Þau manntöl sem komið hafa út á vegum Ætt- fræðifélagsins á árunum 1947-2003 eru grundvallar- rit í íslenskri ættfræði, sem ættfræðingar og aðrir sem fást við íslenska ættfræði hafa stuðst við. Þau hafa verið þeim drjúg og nauðsynleg uppspretta fróðleiks í þessum efnum. Mt 1703 var gefið út á bókarformi á árunum 1924-47 af Hagstofu Islands. Það var tímamótaverk og afar mikilvægt framtak. Það hefur gagnast íslenskri hagfræði, ættfræði, erfðafræði og fleiri vís- indagreinum allar götur síðan. Manntalið 1816 sem Ættfræðifélagið gat' út á árununt 1947-74 er ef svo má segja beint framhald af Mt 1703 og 1978-1980 kom út Mt 1801. Mt 1845 kom síðan út á vegum Ættfræðifélagsins 1982-85. Hafist var handa um útgáfu Mt 1910 árið 1994 en það ár kom út manntal Skaftafellssýslu. 1995 kont Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar, 1997 Árnes- sýsla og 1998 Gullbringu- og Kjósarsýsla. Og nú lítur sem sagt Manntalið 1910 fyrir Reykjavík dagsins ljós. Árið 1913 gaf Stjórnarráð Islands út ritið Manntal á Islandi 1. desember 1910, þar sem gerð er grein fyrir ýmsum lýðfræðilegum þáttum hinnar íslensku þjóðar, sem lesa má út úr manntali sem tekið var 1910. I raun er útgáfa Ættfræðifélagsins á Mt 1910 mikilvæg viðbót við þetta rit Stjórnarráðsins. Þess ber einnig að geta að þótt útgáfan á mann- talinu 1910 sé eignuð Ættfræðifélaginu er hún sam- eiginlegt átak þess, Þjóðskjalasafns íslands, sem lagði til handritið og Erfðafræðinefndar Háskóla Islands sem lagði til tölvuútskrift af grunnhandritinu. Ættfræðifélagið lét síðan yfirfara það og bera saman við kirkjubækur og leiðrétti og lagfærði eftir föng- um. Góð samvinna hefur náðst við Þjóðskjalasafnið um vinnu síðasta sprettinn að Reykjavíkurmann- talinu og safnið hefur lagt til starfsaðstöðu. Vinnan hefur byggst á starfi Eggerts Th. Kjartanssonar, sem lagði sig í framkróka um að vanda sem mest til hand- ritsins. Við fyrri skráningu úr frumriti manntals Reykjavíkur unnu einnig: Ásthildur G. Steinsen, Guðbjörg Sigfúsdóttir, Gunnar Hvammdal, Hólm- fríður Gísladóttir, sem þá var formaður Ættfræði- félagsins, Klara Kristjánsdóttir, Kristín Guðmunds- dóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Við síðasta áfangann hafa unnið: Kristinn Kristjánsson, þá varaformaður Ættfræðifélagsins, sem sá um samskipti við Þjóðskjalasafn og skipu- lagningu vinnunnar á laugardögum, Anna K. Kristjánsdóttir, Ágúst Jónatansson, Olgeir Möller, Ragnar Böðvarsson, Valgeir Már Ásmundsson, Þórður Tyrfingsson og Ólafur H. Óskarsson for- maður. Starfsmenn Þjóðskjalasafns hafa ætíð greitt götu félagsins við alla gagnasöfnun. Starfsmenn Prentsmiðjunnar Odda hf hafa einnig lagt sig fram og vandað til allra hluta. Ættfræðifélagið stendur í mikilli þakkarskuld við alla þessa aðila. Menningarsjóður veitti Ættfræðifélaginu 300.000 kr. styrk til útgáfu Mt 1910 fyrir Reykjavík sem greiðist við útkomu þess. Reykjavíkurborg veitti 200.000 kr. fyrir fimm árum til þess að koma verkinu af stað. Menntamálaráðuneytið veitti 100.000 kr. og verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar veitti einnig 300.000 kr. til útgáfunnar. Slíkir styrkir eru bæði ntikilvægir og nauðsynlegir fyrir Ættfræðifélagið auk þeirrar viðurkenningar sem þeir fela í sér á starfi félagsins. Félagið fór á þessu ári fram á verulegan styrk frá Reykjavíkurborg til þess að ljúka útgáfunni, enda er þessi útgáfa einvörðungu helguð Reykjavík og afar mikilvæg heimild fyrir Reykvíkinga.Taldi félagið að fullur skilningur ríkti hjá ráðamönnum Reykjavíkur á útgáfunni og að þeir mundu veita til hennar ríf- legum styrk. Því miður reyndist það ekki vera og var styrkbeiðninni hafnað án röksentda. Þessi höfnun er því alvarlegri, sem líta mátti á styrkinn sem borgin veitti fyrir fimm árum sem hvatningu til áframhald- andi starfs. I ljósi þessa er þessi synjun því illskiljan- leg nú þegar verkið liggur fyrir fullbúið. Menningar- málanefnd borgarinnar virðist ekki skilja hversu mikil menningarverðmæti felast í slíkri útgáfu og hversu mikilvægar upplýsingar hér eru gerðar aðgengilegar öllum þorra manna. Ættfræðifélagið vonar að nefndin sjái að sér og styrki þessa útgáfu myndarlega ef til sérúthlutunar kæmi eins og nýleg dæmi sanna. Ættfræðifélagið hvetur einnig alla áhugamenn um ættfræði til að kaupa þetta merka rit og vera minnuga þess að sum hinna eldri manntala eru nú orðin ófáanleg. Olafur H. Oskarsson formaður Ættfrœðifélagsins http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.