Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Qupperneq 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003
Aðalsteinn sá um Mýrasýsluna og hún kom strax
í minn hlut, enda ættuð úr sýslunni, og svo tók ég við
svæði Ara að honum gengnum. Það er allt svæðið
„utan Heiðar“ (Skarðsheiðar) og Akranes fram til
1930.
„Ef œtti að launa
þetta að ráði
kœmi engin bók út“
Fyrir nokkrum árum fékk ég svo til liðs við mig
rnikla ágætiskonu, Kristínu E. Jónsdóttur lækni. Hún
er jafnaldra mín og var eitthvað að kvarta yfir því að
hún hefði ekki nóg að gera eftir að hún komst á
eftirlaun. Eg sagðist hafa nóg handa henni að gera en
enga peninga til að borga henni! Og hún hefur verið
með mér í þremur síðustu bindunum og það hefur
verið ómetanlegt. Hún er mikill dugnaðarforkur og
rekur mig áfram. Þá hefur sveitungi minn, Ásdís
Jóhannesdóttir, mikið flett upp í og lesið ættartölu-
bækur og lagt margt til.
Og nú er 12. bindið sem sagt að koma út. Það
spannar V-ið frá miðju og endar á Þorsteini, en
Borgfirðingar hafa verið afar duglegir við að skíra
því nafni, segir Þuríður, sem annars segist ekki getað
séð að nein sérstök nöfn fylgi sýslunni. Og þegar ég
spyr hvort það sé eitthvað sem einkennir Borgfirð-
inga svarar hún að bragði: Ekkert!
Hún felst þó á að margir Borgfirðingar hafi verið
iðnir við að safna og skrá ýmsan sögulegan fróðleik.
Það er verst að ég gef mér lítinn tíma til að lesa,
segir Þuríður, og rennir augunum eftir bókaskápun-
um sem þekja veggina, fullir af bókum, mörgum
glæsilega innbundnum eftir hana sjálfa. Svo eina og
eina stund á hún fyrir sjálfa sig þótt æviskrámar taki
mestan tímann. Og svo fór ég í kringum hnöttinn
þegar ég var búin að koma út 11. bindinu. Ætli ég
fari ekki bara kringum landið þegar það 12. lítur
dagsins ljós, segir Þuríður kampakát með handritið
nær fullbúið í höndum sér.
Og svo er það 13. bindið sem kemur út að þrem
árum liðnum ef að líkum lætur. Þá klárast stafrófið.
Og svo kemur eitt leiðréttingar- og viðbótarbindi nr.
14, sennilega eftir önnur þrjú ár. Þessi útgáfa hefur
haldið Sögufélaginu í greip sinni öll þessi ár ekki
síður en mér.
Eg má hvorki kalka né deyja fyrr en þetta er búið,
því það tekur enginn við, segir Þuríður og hlær sín-
um dillandi hlátri - rétt að verða tilbúin í 13. bindið!
Guðfinna Ragnarsdóttir
http://www.vortex.is/aett
17
aett@vortex.is