Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Guðfinna Ragnarsdóttir: Meira um Barna-Stein Orð eru til alls fyrst segir einhvers staðar. Og víða leynist fróðleikurinn. Það kom greinilega í ljós af viðbrögðunum við litlu greinina mína um Bama- Stein í síðasta tbl. Fjöldi manns hefur bæði hringt og skrifað og bæði bætt við eða leiðrétt fróðleikinn um Bama-Stein. Merki- legast þótti mér að heyra að Indriði Pétursson frá Gerði í Þingeyjarsýslu, sem gert var ráð fyrir að þeir Asgeirs- árfeðgar hefðu spunnið upp til að feðra Jóhann son Steins, hefði í rauninni verið til. Það var Sveinn Valdi- mar Jónasson sem fann hann í Mt 1801 í Garðsvíkur- gerði á Svalbarðsströnd. Hann er þar 12 ára hjá for- eldrum sínum. I Mt 1816 er hann 27 ára og vinnumaður á Neðri-Dálksstöðum Svalbarðssókn Þing. í íslend- ingabók er hann sagður dáinn 24. 9. 1817, en hann mun hafa farist með bátnum Straumönd. Hann gat því lítt svarið af sér Jóhann litla sem fæddist 6. janúar 1818. Elínborg Jónsdóttir kennari á Skagaströnd sem kenndi mér vísurnar unt Barna-Stein sagði mér að þær væru í bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi: Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, bls 143. Þar segir að við kirkju hafi verið „sá maður er Steinn hjet, Sigfússon; hann var úr Víðidal. A honum lá kvennafarsorð; hafði þá nýlega átt launbam og þó fleiri launbörn áður. Stakk fólkið mjög saman nefjum, er það sá hann; urðu margir til að hæða hann og fyrirlíta." Við kirkju voru þær Skáld-Rósa og vinkona hennar Margrjet Jónsdóttir gáfuð kona og skáldmælt. Margrjet kvað þá: Margur reynir þunga þrá þar að snjallir hyggi: Köstum steini aldrei á Einn, þó fallinn liggi. Rósa kvað: Enginn lái öðrum frekt einn þó náifalla: Hver einn gái að sinni sekt: Syndin þjáir alla. Elínborg lét mig líka fá tvær vísur eftir Sigfús föður Steins, sem hún sagðist hvergi hafa séð á prenti. Halldóra Gestsdóttir móðir Elínborgar var sonardóttir Halldóru Bergmann sem Sigfús átti framhjá með Halldóru Tómasdóttur frá Asgeirsá. Þegar Halldóra Gestsdóttir kemur í Víðidal er henni kennd eftirfarandi vísa sem Sigfús langafi hennar hafði ort um þessa framhjátöku sína: Margt er spjallað tim meyju og hal, mœtti það vera fœrra. Vandrœðin í Víðidal vaxa fjöllum hœrra. Guðrún Teitsdóttir ljósmóðir frá Kringlu kenndi Elínborgu þessa vísu eftir Sigfús Sigfússon Bergmann: Elestar kápurfara mér eins, fjandalega á herðum. Sérhver finnur síns til meins, samt það hera verðum. Helga Stefánsdóttir frá Mýrum sagðist hafa hitt Þorstein Bergmann barnabarn Barna-Steins í Kanada 1962, en hann var sonur Agnesar yngstu dóttur Steins. Hann var þá 90 ára, mjög stór og mikill á velli eins og sagt var um Stein afa hans. Helga á bréf frá Þorsteini þar sem hann segir að margir í ætt sinni hafi verið hagmæltir, m.a. Agnes móðir sín. Helgu áskotnuðust líka vestanhafs Ljóðmæli eftir Gest Jóhannsson Steinssonar, lítið kver sem gefið var út í Vesturheimi árið 1900. Það mun nú mjög fágætt. Helga sagði mér líka að þáttur eftir Helgu Jónsdóttur frá Búrfelli um Stein Sigússon Bergmann hefði birst í Húnvetningi 1999. Helga frá Mýrum hafði líka eftir móður sinni Jónínu að Steinn hefði gengist við Jóhanni syni sínum þegar hann var 11 ára gamall, en að Jóhann hefði aldrei kallað sig Bergmann. í bókinni Ljósa- land í eitt hundrað ár eftir Jónas Thordarson, má lesa ýmislegt um afkomendur Júlíönu Steinsdóttur og sömuleiðis í Húnvetningi 1999. 1 bók Magnúsar F. Jónssonar, Skammdegisgestir, er einnig að finna frábæra sögu af Ragnhildi, systur Bama-Steins, og manni hennar. En enn vantar allar upplýsingar um afdrif og hugsanlega afkomendur Jónasar Steins- sonar f. 30. nóv. 1828 sem er á Akureyri um 1880. Bjöm Búi Jónsson samkennari minn sagði mér að Jóhann ,.hnútur“ Guðmundsson, langalangafi sinn, sem á sínum tíma varðaði Holtavörðuheiðina af mikilli forsjálni, einmitt á þeim stað þar sem vegurinn liggur núna, hefði verið mágur Barna- Steins, bróðir Agnesar 3. konu hans. Jóhann mun hafa fengið viðurnefni sitt vegna herðakistils sem hann bar. En Björg Magnúsdóttir frá Túngarði fóstra móður minnar sagði mér einmitt frá því að frændi Jóhönnu Hólmfríðar Steinsdóttur langalangömmu minnar hefði komið í heimsókn til hennar- en hún var systurdóttir hans- á Fellsströndina og sú heim- sókn var henni minnisstæð einmitt af því að gesturinn var með herðakistil! Að lokum vil ég svo biðja þær Mýrasystur, frænkur mínar, innilega afsökunar á að ég skyldi fara rangt með bæjamafn þeirra sem á að vera Mýrar en ekki Mýri eins og ég glaptist á að skrifa í fáfræði minni. http://www.vortex.is/aett 20 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.