Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.2003, Síða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í maí 2003 Um ættrakningu frá Arna Grímssyni (Einari sterka) Villur í ættfræðisyrpum komast stundum á prent og ganga síðan aftur í hverju ritinu eftir annað. Eitt þeirra gömlu ættfræðirita, sem margir hafa notað gagnrýnislítið er Ættir Austfirðinga eftir Einar Jónsson prófast, sem kom út fyrir um það bil hálfri öld, í umsjá Einars Bjamasonar og Benedikts Gísla- sonar. Þetta er undirstöðurit um austfirskar ættir, samið af mikilli elju og samviskusemi, en án aðgangs að ýmsum gögnum sem nú eru tiltæk, enda eru í ritinu vafaatriði og villur, sem auðvelt væri að lagfæra með samanburði við heimildir. Einar Bjama- son fjallar um þetta í inngangi sínum að útgáfunni. Haldlaus ættfærsla Aftarlega í ritinu (upphafsnúmer 13671) er þáttur sem ber heitið Einar Jónsson hinn vestfirski. Þar er fjallað um Ama Grímsson sakamann af Snæfells- nesi, sem strauk frá yfirvöldum vestra 1745 og bjó síðar um áratuga skeið í Norður-Þingeyjarsýslu og nefndist Einar Jónsson, kallaður Einar sterki. Síðan eru nokkrir afkomendur hans taldir. Þessi þáttur er bersýnilega aðeins minnispunktar, en ekki fullgerð ættarskrá. 1 upphafi er vitnað í ættasafn Jóns Sigfússonar frá Ketilsstöðum, en þar segir að Eiríkur Einarsson, sem bjó á Eldleysu í Mjóafirði og síðar í Álftavík við Loðmundarfjörð. hafi verið sonur Einars sterka. Einar prófastur sér þegar í stað, að þetta er til- hæfulaust, en heldur samt í hugmyndina um að Eiríkur hafi verið afkomandi Einars sterka, og ályktar að faðir hans, Einar Ámason bóndi á Eyri í Reyðarfirði, hafi líklega verið sonur Einars sterka, fæddur eystra áður en Árni skipti um nafn. Benedikt Gíslason, sem hefur búið þáttinn til prentunar, sér að þetta stenst ekki, og slær fram þeirri hugmynd að Einar Ámason hafi verið fæddur vestra, en komið austur á unglingsaldri og sest þar að. í niðjaskránni sem á eftir fer er Einar Ámason á Eyri síðan talinn sonur Áma Grímssonar, þ. e. Einars sterka, en frá Eiríki á Eldleysu og bræðrum hans, Sigurði, Magnúsi og Einari, eru komnar fjölmennar ættir. Þessi ættfærsla er haldlaus með öllu, en hefur þó verið tekin gagnrýnislaust upp í hverja ættarskrána af annarri, nú síðast dreift um allt land í íslendingabók. Oáreiðanlegt Eina heimildin sem sr. Einar Jónsson nefnir fyrir ofannefndri ættfærslu er ættaskrá Jóns Sigfússonar. í inngangi að Ættum Austfirðinga segir sr. Einar að ættasafn Jóns sé „mjög sundurlaust og óljóst og því miður margt í því óáreiðanlegt, eins og ég sá smátt og smátt“. Mér vitanlega hefur enginn tilfært aðra heimild fyrir þessari ættfærslu. En hvað gat valdið því að Jón Sigfússon áleit að Eiríkur Einarsson hefði verið sonur Einars sterka (Árna Grímsssonar), og þá trúlega líka bræður hans, Sigurður, Magnús og Einar frá Eyri? Líklegasta skýringin er sú, að hann hafi haft spurnir af fólki sem var komið af Einari sterka (Áma Grímssyni) og einhverjum þessara bræðra, og í fljótfæmi ályktað að bræðumir hafi verið synir Árna. Sama ástæða gæti hafa valdið því að Einar prófastur vill ekki sleppa hugmyndinni um að Eiríkur og bræður hans séu komnir af Áma Grímssyni, þrátt fyrir það að hann bendir á að ættfærsla Jóns Sigfús- sonar standist ekki. Sonur Einars sterka (Árna Grímssonar) úr Þistil- firði, Hákon Einarsson, flakkaði austur í Múlasýslur 1784 í Móðuharðindunum. Árið eftir var hann skráð- ur vinnumaður hjá Einari Ámasyni á Eyri í Reyðar- firði, og aftur 1788, en síðan í nokkur ár á Hólmum og Stuðlum. Aldur hans á manntölum eystra er oftast talinn 4-5 árum lægri en fæðingardagur hans í kirkjubók Svalbarðssóknar gefur tilefni til, en þar er hann sagður fæddur 1761. Hákon kvæntist 19. okt. 1794 konu úr Hellisfirði. Sonur þeirra var Einar Hákonarson bóndi í Austdal í Seyðisfirði. Tvær af dætrum hans giftust sonum Sigurðar Einarssonar frá Eyri. Böm þessara hjóna hafa verið samtímafólk Jóns Sigfússonar, sem dó 1866, og Einars prófasts, sem var fæddur 1853. Þama var vissulega um skyldleika við Árna Grímsson að ræða, en ekki í föðurættina, frá Einari á Eyri, heldur í móðurættina, frá Hákoni Einarssyni. Misskilningur Saga Árna Grímssonar frá því að sakferli hans hófst 1742 eða 1743 er vel kunn, m. a. úr Alþingsdómum, Skagfirðingasögu Jóns Espólíns, Islandsannál Sveins Sölvasonar lögmanns og fleiri gömlum ritum. Þá hafa verið skráðar nokkrar frásagnir um feril hans. Einna ítarlegust er frásögn Gunnars Gíslasonar, sem prentuð var í Öldinni, fylgiriti Heimskringlu, 1893-1894. Gunnar var fæddur 1823, bjó lengi í Þistilfirði en fluttist 1887 frá Seyðisfirði til Ameríku. Helsti heimildarmaður hans var Þórunn Pétursdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi, sem var gift Þor- steini Illugasyni bónda þar, sonarsyni Árna Gríms- sonar (Einars sterka), en hún hafði mest af fróðleik http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.