Laugardagsblaðið - 14.05.1955, Page 9
LAUGARDAGSBLAÐIÐ
AKUREYRI
II. árg. 16. tbl. b
Heiðraði lesandi!
Ég sendi þér hér með síðasta tölublað Laugardagsblaðsins, sem ég byrjaði að
gefa út í haust. Er það ósk mín, að þú yfirlítir efni þess og látir mig vita, hvernig þér
líkar það.
Laugardagsblaðið er ekki eitt þeirra blaða, sem fylla rúm sitt að meira eða
minna leyti með greinum um stjórnmál. Það hefir ekki stuðning neins stjórnmála-
flokks á bak við sig, og það er stefna þess að vera hlutlaust í stjórnmálum. Það mun
kappkosta að birta allar fréttir réttar og sannar, en láta ekki stjórnmálin setja stimpil
sinn á þær, á einn eða annan hátt. Laugardagsblaðið mun leggja alveg sérstaka á-
herzlu á það, að viða að sér fréttum úr strjálbýlinu, fyrst og fremst hér norðanlands,
en mun síðar, ef þessari tilraun verður vel tekið, víkka starfssvið sitt, og segja einnig
fréttir úr strjálbýlinu annars staðar á landinu. Það vill, er tímar líða, vera nokkurs
konar annáll sveitanna eða strjálbýlisins. Segja frá öllu því helzta er þar gerizt og
fréttnæmt má kallast. Að sjálfsögðu er þetta því aðeins mögulegt, að blaðið njóti
stuðnings og velvildar allra þeirra, sem þar búa, og að einn eða fleiri í hverri sveit
sendi blaðinu vikulega bréf um helztu viðburði sveitarinnar. Allar fréttir eru þakk-
samlega þegnar: Trúlofanir, giftingar, merkisafmæli, um félagslif, skemmtanir, fram-
kvæmdir alls konar, heyskap, uppskeru, veiði til sjós og lands, heilsufar, slysfarir,
dauðsföll, tíðarfar, atvinnuhorfur unga fólksins, og ótal margt fleira. — En auk ýmis-
konar innlendra frétta vill Laugardagsblaðið einnig flytja valið erlent efni, og síðast
en ekki sízt, vill það heita stuðningi sínum við öll framfara- og hugsjónamál, jafnt í
borg og byggð. í því sambandi vill það heyra frá lesendunum, og birta stuttar greinar
frá þeim.
Að síðustu væntir blaðið þess, að þú viljir gerast kaupandi þess, og stuðla að
því, að Laugardagsblaðinu verði langra lífdaga auðið. I því trausti mun ég senda þér
blaðið framvegis, nema þú látir mig annað vita. Verð þess er kr. 10,00 á ársfjórðungi.
í von um gott samstarf kveð ég þig með beztu sumaróskum.
Virðingarfyllst,
Árni Bjarnarson.