Foreldrablaðið - 01.05.1952, Page 8
skárri en gatan, — hann sé í neyðinni nýt-
andi. En það er lítil framsækni að halda
í vonda skipan mála á þeim forsendum,
að hún gæti veríð verri! Hitt er rétt í
þessari spurningu, að einn þátturinn í
starfi skólans er vissulega sá, að forða
nemendunum frá iðjuleysi, og er vert að
íhuga hann lítillega.
Sem betur fer eiga mörg börn á Islandi
gott heimili og hafa þar nóg að starfa.
Þjóðfélagið þarf ekki að binda sér neina
bagga til að hafa af fyrir þeim. Þar er
þessi þriðja röksemd skólaskyldunnar
haldlaus. Og það er þýðingarmeira atriði
en svo, að drengileg jafnréttishugsjón
megi láta sér sjást yfir það. Nú orðið mun
þó sá hópurinn stærri, sem er svo settur,
að heppileg viðfangsefni falla að jafnaði
ekki í hendur án opinberra afskipta. Þá
er spurningin sú, hvort minni hlutinn,
sveitabörnin og fáein önnur, skuli skil-
yrðislaust sett við sama borð og hin starfs-
sveltu börn bæjanna, og í öðru lagi hvort
hinir boðnu réttir séu nú einmitt hinir
hollustu, sem völ er á.
Eg hef þegar svarað síðari hluta spurn-
ingarinnar neitandi. Að vísu færði ég
ekki rök fyrir þeirri skoðun, en hún virð-
ist orðin talsvert almenn, enda þótt menn
fari sér hægt í að breyta eftir henni, og
hefur verið rökstudd að nokkru á opin-
berum vettvangi af ýmsum ágætum mönn-
um. Námsefnið þarf að verða miklu fjöl-
breyttara og leyfa persónulegum vilja og
áhuga nemendanna að njóta sín. Annað-
hvort verður starfssvið skólans að víkka
til mikilla muna eða tryggja verður börn-
unum verkefni utan hans, nema hvort
tveggja komi til. í þessa átt er raunar
stefnt, og marka nýju fræðslulögin þar
timamot með akvæðum sinum um verk-
legt nám. En framkvæmd raunverulegs
verknáms gengur grátlega seint, og enn
er ósýnt um árangurinn, þótt þarna sé að
vænta mikilla úrbóta, ef vel tekst og ekki
verður aðeins um nýja útgáfu gamla skól-
ans að ræða. Ekki má heldur ætlast til
of mikils af þessum nýja skóla, ekki vænta
þess, að hann verði nein allsherjar lausn
á vandamálum skylduskólans.
Afstöðu mína til fyrra atriðis spurning-
arinnar má einnig merkja af því, sem þeg-
ar er sagt. Ég hef gagnrýnt þá stefnu, að
ætla öllum nemendum sama verk. Ég hef
bent á, að draga megi úr kröfum skólans
um almenna kunnáttu í greinum, sem ekki
verður talið nauðsynlegt að allir kunni,
þótt það þyki æskilegt. Af því leiðir, að
skólavist verður ekki talin höfuðnauð-
syn, ef ráðið er fram úr náms- og starfs-
þörf barnsins á annan heppilegan hátt.
Aðalatriðið er, að sérhver hafi nokkurt
verk að vinna, verk, sem hann vill vinna
og ræður við, verk, sem eflir þrótt hans
og lífsgleði, gerir hann að nýtum borg-
ara og hamingjusömum manni. Það væri
enginn voði á ferðum, þótt örlítill hluti
þjóðarinnar fyndi hamingjuna utan allra
skóla. Þeir gætu skipað sitt rúm með
prýði fyrir því við mörg hin nauðsynleg-
ustu störf. Flestir myndu á hinn bóginn
færa sér að meira eða minna leyti í nyt
réttindi sín til náms, þótt þeir væru ekki
skyldir til, og þeir myndu gera það með
miklu jákvæðara viðhorfi en ella.
Þrátt fyrir þetta mæli ég eindregið gegn
styttingu skólaskyldunnar, það bið ég les-
andann að hafa hugfast. Skólaskyldan er
sízt of löng, en hún þarf að breyta nokkuð
um form. Hún ætti fyrst og fremst að vera
eftirlit, þegar neðstu bekkjum barnaskól-
ans sleppir, og heimild og raunar skylda
til afskipta, ef þörf krefur. Jafnframt
breyttist nokkuð hlutverk kennarans. Um
leið og dregið væri úr skyldunáminu og
meira frjálsræði veitt um starf og starfs-
aðferðir ætti kennarinn meir en nú er að
verða ráðunautur nemendanna, félagi
þeirra og trúnaðarmaður. Hann gæti orðið
mörgum þeirra að meira liði með einka-
samtali eina stund á viku heldur en með
40 stunda hópkennslu. Ef til vill væri
8 FORELDRABLAÐIÐ