Foreldrablaðið - 01.05.1952, Side 13
þingsins. Finnst mér, að fermingarundir-
búningur nái jafnan betur tilgangi sínum
eftir því sem börnin eru eldri og þrosk-
aðri.
Séra Jakob Jónsson:
Þrennt virðist mér mæla með því, að
fermingin fari ekki fram fyrr en barnið
er orðið 14 og helzt 15 ára. — Á þessu
aldursskeiði virðist andlegur þroski og
skilningur barnsins taka miklum fram-
förum á tveimur árum. I öðru lagi hefur
unglingastigið verður sameinað gagn-
fræðaskólunum, og börnin illu heilli færð
upp úr bamaskólunum einu ári fyrr en
áður tíðkaðist. Seinkun fermingarinnar
kynni ef til vill að vega eitthvað upp á
móti þessari öfugþróun kenslumálanna.
Börnin mega gjarnan fá að líta á sig sem
börn, meðan þau eru börn. — I þriðja lagi
ætti orðaforði barnanna að vera heldur
meiri, séu þau orðin 14 eða 15 ára. Orða-
forði reykvískra barna er yfirleitt svo
hörmulega lítill, að það er varla hægt að
tala við þau annað en smábarnamál.
Seinkun fermingarinnar er þó ekki al-
veg eins auðvelt mál og í fljótu bragði
virðist. Foreldrar leggja t. d. mikið kapp
á að reyna að fá börnin fermd sem yngst,
börnunum til stórskaða. Ástæðan er mjög
oft sú, að foreldrarnir vilja koma í veg
fyrir þetta, sem skólastjórarnir sumir
hverjir óska eftir, sem sé að ferming og
fullnaðarpróf fari saman. Þegar skólakerf-
inu var breytt síðast, komst til tals á
Synodus að seinka fermingunni, en þá
var það einmitt af flestum álitið óheppi-
legt, að spurningarnar hjá prestinum og
undirbúningur undir strangasta prófið
færi saman.
Flestir skólastjórarnir geta þess í grein-
nm sínum um þetta mál, að stundum sé
arekstur milli prestanna og skólanna, og
er það rétt. Samþykkt menntamálaþings-
ins kemst svo að orði: „Tryggt sé, að ferm-
ingarundirbúningur trufli ekki skólastörf
barnanna“. — Þessari setningu vil ég snúa
við og hafa hana þannig: „Tryggt sé, að
skólastörf barnanna trufli ekki ferming-
arundirbúninginn“. — Sem uppeldisstofn-
un í landinu er kirkjan eldri en skólarnir,
og hefur þess vegna fyrsta rétt í umferð-
inni. Raunar er ég fyllilega sammála
skólastjórunum um það, að æskilegast sé,
að skólastarfið sé ótruflað af spuming-
unum, en þá einnig spurningarnar ótrufl-
aðar af skólunum. En þá kemur vandinn
mikli, hvernig hægt sé að skipuleggja
kennsluna hjá skóla og kirkju, svo að ekki
komi til árekstra.
Eg er sannfærður um, að hægt væri að
leysa þennan vanda, ef þegar í stað væri
unnið að því að samræma stundaskrár
prestanna og skólanna. Vildi ég því leggja
til, að nú þegar yrði gerð alvarleg tilraun
til að undirbúa slíka allsherjar stunda-
skrá fyrir næsta vetur. Sennilega væri þá
réttast, að prestarnir semdu nú þegar
stundaskrá, miðaða við þann fjölda náms-
flokka, sem þeir gera ráð fyrir að hafa
næsta vetur, og fræðslustjórarnir létu
síðan athuga undir eins, hvar þeir rækj-
ust á stundaskrár skólanna. Mætti þá
laga hvað eftir öðru í tæka tíð. — Hitt
er alltaf ógjörningur að breyta miklu
eftir að kennsla er hafin. —
Niðurstaða mín er sem sagt þessi: 1)
Ég álít heppilegra, að börnin séu fullra
14 ára og jafnvel 15, er þau fermast. 2)
Ég óttast, að undirbúningur undir fulln-
aðarpróf samtímis hafi truflandi áhrif á
kennslu prestanna. 3) Hvort sem börnin
fermast fyrr eða seinna, er bráðnauðsyn-
legt að samræma betur stundaskrár skóla
og kirkju. Það er hægt — að vísu með
ærinni fyrirhöfn. Sé það gert, er ég viss
um, að allir hlutaðeigendur verða ánægð-
ari. Af viðkynningu minni við skólastjóra
Reykjavíkur veit ég, að þeir hafa áhuga
á því, engu síður en prestarnir, að sam-
vinnan verði sem bezt.
FORELDRABLAÐIÐ 13