Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 7
um áhrifum þar. Skólinn hefur sínar
reglur, skólalífið allt sinn blæ, samvera
skólasystkina og samskipti við kennar-
ana, allt orkar þetta á sálarlíf barnsins
og skapgerð. Sjálft námið, einkum ef
hægt er að láta það fara fram í sam-
bandi við einhvers konar starf, er og
uppeldismeðal. Þannig leggur skólinn
vissulega nokkurn skerf til uppeldisins.
En ég vil aftur minna á, að grunnurinn
var áður lagður.
„Varðar mest til allra orða, að undir-
staðan sé réttlig fundin.“ Sé grunnur
hússins rétt og traustlega byggður, er
auðveldara að byggja bæði trútt og vel
það, sem á honum hvilir. Eins er um
börnin. Ef þau koma vel uppalin í skól-
ann, verður allt starfið þar léttara og
árangursríkara.
Það er sannfæring mín, að fjölmörg
íslenzk heimili standi nú allmjög höll-
um fæti gagnvart vandamálum upp-
eldisins. Margt veldur því. Einkum
hröð breyting á atvinnuháttum og í
þjóðlífinu. Og stefnan virðist, því mið-
ur, vera frá heimilunum til uppeldis-
stofnana í einhverri mynd. Fjöldi barna
í höfuðborg okkar elst nú upp að hálfu
leyti eða meira utan heimilis á alls kon-
ar smábarnastofnunum. Og þetta fyrir-
komulag ryður sér víðar til rúms. Ég
heyri margt fólk tala um, hvað það sé
gott og nauðsynlegt, að slíkar stofnanir
séu í bæjunum. Já, nauðsynlegt er það
víst. Ég nefni það illa nauSsyn. En gott
er það aðeins, ef hin raunverulegu
heimili eru ekki vaxin því skyldustarfi
sínu að ala börnin upp.
Nei, heima er bezt. Og „sá er beztur
sálargróður, sem að vex í skauti móður“.
Sjálfsagt getum við ekki snúið stefnu
tízkunnar fremur í þessu efni en öðr-
um. Við munum halda áfram að telja
okkur trú um, að dýrt og glæsilegt hús,
fínar stofnanir með þykkum gólftepp-
um, lúxusbílar og alls konar glys sé
meira virði en traust og gott heimili og
vel uppalin börn. Auðvitað könnumst
við ekki við þetta, en breytum hins
vegar eftir því.
Ég veit þó, að víðast hvar er góður
vilji til þess að gera vel. Á síðustu ár-
um vottar fyrir vaxandi samvinnu
heimila og skóla. Má af því álykta, að
mörgum foreldrum sé ljóst, hverja þýð-
ingu það hefur að kynnast kennurun-
um og því starfi, sem fram fer í skól-
anum, er tekið hefur við börnunum til
fræðslu og uppeldis að nokkru leyti.
Ekki skortir vandamál og erfiðleika
í skólastarfinu, og sama geta víst allir
foreldrar sagt um uppeldisstarfið heima.
Þó hafa kennarar að sumu leyti lakari
aðstöðu, svo sem áður er vikið að. Þeir
hafa miklu fleiri börn um að sýsla og
þekkja þau minna. Engan þarf því að
undra, þótt þeim verði stundum eitt-
hvað á. Þeir hafa ekki ætíð mikinn
tíma til umhugsunar, þegar taka þarf
ákvörðun. Vitanlega þarf hver kennari
að vera varkár og hann má ekki missa
stiórn á skapi sínu. Þetta segi ég, þótt
ég viti, að slíkt getur alla hent, og þá
auðvitað líka kennara. Þeir eru ekki
frábrugðnir öðrum mönnum að eðli og
tilfinningum. Heyrt hef ég því haldið
fram, að kennari rnegi aldrei reiðast í
starfi. Væri sú krafa gerð til okkar í al-
vöru, mundum við flestir neyðast til
þess að biðjast lausnar, já, ef til vill
allir.
Nei, það er ekki til neins að krefjast
þess af kennurum, að þeir séu yfir-
mannlegir. En árekstrar geta orðið með
ýmsu móti. Þeir stafa, sem hetur fer,
ekki alltaf af skapbrestum kennarans.
Flestir kennarar verða einhvern tíma
fyrir því, að reið móðir er í símanum
FORELDRABLAÐIÐ 5