Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 11
Frá barnaskólum Reykjavíkur.
ViAíal vii> fræðslusíjóra.
Foreldrablaðið æskti frétta af fræðslustjóra uin barnaskólana í
Heykjavík á þessu skólaári. Tók kann Jjví vel, þótt annríki bans
sé jafnan mikið, og kvaðst fús að svara nokkruni spurningum,
sem blaðið vildi fá svör við.
— Hve mörg skólaskyld börn (7—12
ára) eru í skólum Reykjavíkur? er
fyrsta spurningin.
Skráð voru 8800 skólaskyld börn. Af
þeim eru nú í skólum bæjarins um
8200. Þeim er skipt í 303 deildir og eru
því að meðaltali 27,1 barn í hverri deild.
Á s. 1. ári voru 8087 börn í skólunum,
svo að fjölgunin er með minna móti,
eða rúmlega 100. Fyrir tveim árum
var hún um 300 börn.
I einkaskólum eru um 500 börn, og
nálægt 100 eru forfölluð frá skólavist
af ýmsum ástæðum.
Fastir kennarar við barnastigið eru
236 og hefur fjölgað um 4.
—- Viltu segja okkur, hvort fjölgun
barna er jöfn í skólunum?
Nei, svo er ekki. Fólksfjölgunin er
mest í austurhluta borgarinnar. Nem-
endafjölgunin er mest í Vogahverfi. ■—•
Laugarnesskólinn er enn mjög setinn,
og mun nú einna þrengst í honum,
Vogaskóla og Breiðagerðisskóla.
—- Hvað segir þú mn stækkun skóla
og nýja skóla?
Segja má, að 6 skólar séu í byggingu:
Vogaskóli, Breiðagerðisskóli, Hlíðar-
HlíSaskólinn. Þar voru 5 kennslustofur í notkun siSastl. vetur, en i vetur eru þœr 8.
FORELDRABLAÐIÐ 9