Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 16

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 16
eiginlegum hljómleikum unglingaskól- anna. Ég minnti hann á fyrri ummæli og sagði hann þá: „Ævintýri gerast fljótt í Ameríku.“ f hans augum var þetta óslitið ævintýri. Frá miðjum septembermánuði til jóla sótti hann sérstakan skóla og lærði þar eingöngu ensku. Eftir jól var hann sendur í unglingaskóla með jafnöldrum sinum. Skólastjóri skólans spurði hann, hvort hann léki á hljóðfæri. Þegar hann heyrði, að sonur minn hefði lært fiðlu- leik undanfarin ár, tók hann honum tveim höndum og kom honum á auga- bragði í hljómsveit skólans. Var það fullskipuð sinfóníuhljómsveit, að sjálf- sögðu skipuð eingöngu nemendum skól- ans. f skólanum var auk þess stór lúðra- sveit, skipuð flestum hlásturshljóðfær- um. Enn fremur ýmsir hópar, sem æfðu kammermúsik. Skólinn hafði einn aðalkór, sem sam- anstóð af unglingum úr öllum skólan- um. Drengirnir sungu áfram, þótt þeir færu í mútur. Sögðu kennarar þeirra, að með réttri kennslu þyrfti það ekki að skemma rödd þeirra. Ef þeir hættu að syngja, mundu þeir missa skemmti- legasta tímabil söngkennslunnar, þegar ráðizt er í stærri verkefni. Skólinn átti mikið af hljóðfærum og veitti ókeypis kennslu þeim, sem þess óskuðu. Var kennt reglulega í hverjum aldursflokki, og notuðu margir nem- endur sama hljóðfærið í sumum til- fellum, þar sem eftirsóknin var mjög mikil. Kennslan fór fram eingöngu í hóp- kennslu. Það er yfirleitt regla, að skól- ar veita ekki einkakennslu í hljóðfæra- leik. Með því væri þeirri námsgrein 14 FORELDRABLAÐIÐ gert hærra undir höfði en öðrum náms- greinum. Einnig mætti búast við því, að nem- endahópurinn væri miklu minni, ef féð, sem skólinn hefur yfir að ráða í þessu skyni, væri notað til þess að greiða einkakennslu. Tónlistarkennarar, sem kenna hljóðfæraleik, hafa hlotið sérstaka menntun og verða að vera fær- ir um að kenna nemendum sínum í hópkennslu. Efnilegum nemendum er ráðlagt að afla sér einkakennslu utan skólans, en auðvitað starfa þeir eftir sem áður í skólanum sínum, eftir því sem þörf og geta leyfir. Framför nemanda verður ekki eins hröð í hópkennslu eins og í einkakennslu, þar sem kennarinn getur ekki sinnt einstaklingnum eins mikið í stórum hópi nemanda. Þrátt fyrir það eru kostir hópkennslunnar ótvíræðir. Ég skjrri svo greinilega frá tónlistar- lífi í þessum skóla, þar sem hann er gott dæmi um venjulegan unglingaskóla í Toronto. Þessi skóli var ekkert eins- dæmi. Allir unglingaskólar borgarinn- ar veittu nemendum sínum tækifæri til þess að læra hljóðfæraleik, og með því móti þróaðist mikið tónlistarlíf í öllum unglingaskólum horgarinnar. Á miðjum vetri héldu skólarnir sam- eiginlega tónleika. Komu þar fram hljómsveitir og kórar frá öllum ungl- ingaskólum Toronto-borgar. Var ánægjulegt að hlusta á unga fólkið, og skiluðu sumar hljómsveitir og kórar ótrúlega góðum árangri. I maímánuði voru tónleikar í hverj- um unglingaskóla. Ég hafði tækifæri til þess að vera viðstaddur nokkra tón- leika og varð satt að segja mjög undr- andi yfir því, hve vel beztu hljómsveit- irnar léku og hve vel beztu kóramir sungu. Þar mátti heyra verk eins og

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.