Foreldrablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 19

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 19
við gleðjumst innilega í hvert sinn, sem það ber árangur. Allir, sem heyra fagran, bjartan og hljómþýðan barnasöng, verða djúpt snortnir. Enginn söngur er fegurri, ekkert er eins hreint, tært og fagurt. Við skynjum á augabragði sambandið milli hinnar saklausu barnssálar, sem þráir fegurð, góðvilja og kærleika, og hins þýða og bjarta barnasöngs. Jafn meiðandi fyrir fegurðarskyn okkar er að heyra grófan og hávaða- saman barnasöng. Hér er um algera andstöðu að ræða. Annars vegar þýð- an, mjúkan, bjartan og blæfagran söng. Hins vegar grófan, oft ruddalegan, miög sterkan barnasöng, með dimmari blæ, sem orkar stundum á okkur eins og óp eða öskur. Sannarlega eru það óp. Hróp óþrosk- aðrar barnsraddar, sem verið er að mis- þyrma. Nú mætti spyrja, livað er rétt í þessu efni og hvers vegna? Börn á skólaaldri eru líkamlega óþrosk'uð, sem vonlegt er. Engum leik- fimikennara kemur til hugar að leggja fyrir þau erfiðar keppnisþrautir. Slík líkamleg áreynsla mundi hafa mjög skaðleg áhrif. Vegna þess fyrst og fremst, að líkami þeirra er óþroskaður og þolir ekki of mikla áreynslu. Raddbönd barnanna eru einnig óþroskuð, og það hefur skaðleg áhrif að ofbjóða þeim. Tónsvið barnanna er hærra en fullorðinna, en lækkar smám saman eftir þvi sem þau eldast. Það er algengt, að íslenzk börn eru látin syngja á of lágu tónsviði. Söngur- inn verður þá grófur, og þau syngja á brjósttónum. Ef þau hins vegar syngja á hæfilegu tónsviði, verður söng- urinn ósjálfrátt bjartur og þýður. Þá syngja þau á höfuðtónum, og það er þeim eðlilegra og fegrar sönginn. Þess vegna er það fyrsta boðorð söngkenn- arans að láta börnin syngja á hæfilegu tónsviði. Byrja frekar á hærri tónum og vinna niður eftir tónstiganum. Þá syngja þau eðlilega og fallega. Síðar, þegar raddir þeirra þroskast, má vinna að því að fá þéttari tón. Það má búast við því, að erfitt reyn- ist fyrst í stað að fá barnsraddirnar á hæfilega hátt raddsvið. Orsakir þess eru einkum tvenns konar. Barnið not- ar leikrödd sína, þegar það syngur, þ. e. sömu röddina og það notar til þess að hrópa og kalla á leikvellinum, auðvit- að á brjósttónum. Söngur með slíku lagi getur ekki verið blæfagur og mild- ur. Hann hlýtur að vera grófur, ekki sízt vegna þess, að barnið byrjar söng- inn á of lágu tónsviði. Önnur ástæða kemur til vegna áhrifa fullorðna fólksins. Fullorðnu fólki hætt- ir til að gleyma vanþroska barnsins og miða þá gjarnan við siálfa sig. En það segir sig sjálft, að börnum er ekki eðli- legt að syngja á því tónsviði, sem hinn fullorðni kýs sér, ég tala nú ekki um, ef viðkomandi hefur dimma rödd. Fullorðnir hafa oft rangan skilning á barnasöng. Finnst þýður barnasöng- ur ekki nægilega sterkur, vilja láta sönginn svella í eyrum. Slíkur söngur getur aldrei verið fagur. Miklu frekar mjög óhreinn sem eðlilegt er, þar sem börnin hafa ekki vald á rödd sinni. Oft má greinilega heyra, að raddir þeirra eru að bresta, þegar þau syngja á full- um brjósttónum á hærri tónum. Ýmis félög og stofnanir, sem hafa barnasöng á sínum vegum, gæta þess ekki nægilega að stefna að verndun barnsraddarinnar með því að taka til greina áður nefnd atriði. Á okkar landi eru þessi atriði mjög FORELDRABLAÐIÐ 17

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.