Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 22
verið æfðir í að beita þeirri lestrarað-
ferð, sem kennd er hér við skólann,
en þeim hefur verið sagt frá öðrum
lestraraðferðum, t. d. stöfunaraðferð-
inni og orðaaðferðinni. Kennaraskólinn
hefur alltaf verið aðþrengdur um tíma
og allar húsrýmisaðstæður. Við slík
skilyrði er óhugsandi að kennaranemar
geti reynt margar kennsluaðferðir í
lestri samtímis. Reynt hefur verið að
taka það bezta úr lestraraðferðunum
og fella það í æfingakerfi það, sem
Kennaraskólanemar þjálfa sig í við
lestrarkennsluæfingarnar. Við þetta er
svo því að bæta, að þetta er í samræmi
við námsskrá barnaskólanna. Þar stend-
ur: „Lestur: Hljóð og tákn þeirra. Auð-
veld orð og setningar“.
— Getur þú sagt í fáum or'Surn, huaS
þú telur hl/'ÓSa<5ferSinni einkum til
gildis?
Lestrarnám er mjög erfitt og flókið
fyrirbæri. Námsskammtar þurfa að
vera viðráðanlegir, fara þarf hægt yfir
og byggja traust. Barnið þarf að geta
skilið lögmál þrautarinnar og fundið
hjá sér getu til sjálfsbjargar. Talmálið
er tjáningarkerfi. Frumpartar þess eru
málhljóðin. Þau eru ekki nema nokkrir
tugir, en stofnorð málsins skipta þús-
undum, að ekki sé minnst á beygingar-
afbrigði og atkvæði málsins. Lestrar-
aðferð, sem hefur málhljóðin að grund-
velli, getur tengt framburðaræfingar við
lestrarnámið. Það æfir hljóðheymina,
fegrar framburðinn og kennir bömun-
um að greina hljóð málsins, bæði ein
sér og í samböndum. Mælt mál er sam-
eiginlegur grundvöllur þess barnahóps,
sem kenna á að lesa. Og góð tök á mæltu
máli er mjög þýðingarmikill grundvöll-
ur fyrir lestrarnámið, svo að erfitt er
að hugsa sér, að hægt sé að kenna illa
talandi bami að lesa svo að gagni verði.
20 FORELDRABLAÐIÐ
Frá hljóðum málsins liggur bein braut
til ritmálsins. Stafróf vort er merkja-
kerfi, letureiningar eða letursamstæður,
þar sem hvert merki er í flestum til-
fellum hljóðtákn ákveðins málhljóðs,
a. m. k. í íslenzku.
Aðferð, sem hefur hljóð málsins að
grundvelli, getur því byggt haldgóða
brú milli talmáls og ritmáls og glætt
skilning á því, að mælt mál er undir-
staða ritmáls. Ritmálið höfðar til aug-
ans, en það kallar á hljóðræn andsvör.
Hljóðgrundvallaraðferð í lestri gefur
barninu lykilhjálp. Ef það þekkir ekki
orð, sem það á að lesa, getur það þrætt
sig gegnum orðið eftir stafanna hljóðan
þ. e. með hljóðtengingu, lesið er með
hljóðum stafanna, en ekki nöfnum
þeirra. Þetta eykur öryggi, veitir sjálfs-
bjargargrundvöll.
Annað mál er svo það, að hljóðteng-
ing í lestrinum er stundarfyrirbæri. —
Lestramáminu ber að haga þannig, að
barnið geti greint og þekkt í einum svip
heil orð, setningarhluta og jafnvel setn-
ingar. Hljóðgmndvallaraðferð í lestri
gengur beint og krókalaust til verks.
Hún tekur tillit til þroska barnsins og
getu til að leysa þrautina, bæði hvað
við kemur hæfileikum og líffærum
þeim, sem virk em við lesturinn. Það
er t. d. mjög veigamikið atriði, að hljóð-
grundvallaraðferðin stuðlar að heppi-
legri beitingu augnanna við lesturinn,
en það er atriði, sem ekki má vanmeta
við lestrarkennslu og lestramám.
Loks er svo þess að geta, að þær venju-
myndanir, sem áherzla er lögð á við
hljóðgrundvallaraðferðina, er þess eðlis,
að þær verða barninu aldrei hamlandi
fjötur við lestrarnámið, heldur sjálfs-
bjargarmöguleiki, hvenær sem á þarf
að halda. Þarna liggur að vísu nokkur
hætta í vegi, sem auðvelt er þó að