Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 25
ÁSGEIR GUÐMUNDSSGN:
SKDLAÞRDSKAPRDF
Síðustu þrjú árin hefur verið unnið
að gerð og staðsetningu skólaþroska-
prófa fyrir íslenzk börn á vegum
fræðsluskrifstofu Reykiavíkurbæjar. Á
þessum þremur árum hafa próf þessi
verið lögð fyrir allmörg börn hér í
Reykjavík og Kópavogi, og unnið hef-
ur verið úr þeim gögnum, sem fyrir
liggja. Samkvæmt þeim niðurstöðum
og árangri, sem fyrir hendi er, má
vænta þess, að prófin verði almennt
tekin í notkun við barnaskóla Reykja-
víkur á næstu árum.
Skólaþroskapróf hafa verið notuð í
fjölmörgum löndum um árabil, og fer
notkun þeirra vaxandi ár frá ári í ná-
grannalöndum okkar, og verður því
ekki annað séð en notkun prófanna sé
aðeins einn liður í stöðugri framþróun
í skólamálum. En hvað eru þá skóla-
þroskapróf og til hverra nota eru þau?
Því mætti e. t. v. svara í stuttri setn-
ingu. Prófin eru gerð með það fyrir
augum að greina skólaþroskahörn frá
hinum.
Allir vita, að börn þroskast ekki jafn-
fljótt. Sum börn eru skólaþroska við 7
ára aldurinn, önnur síðar og enn önnur
fyrr. En einmitt vegna þessá mismunar
á hörnunum við byrjun skólagöngu,
hefur það verið stöðugt háværari krafa
kennara, að fram færi athugun á barn-
inu í þann mund, er skólaganga þess
hefst. Skólaþroski miðast við það, að
barnið hafi náð þeim þroska, er það get-
ur tileinkað sér þá kennslu, sem fram
fer við byrjun skólagöngu. Svo sem
vænta má, er langur vegur frá, að öll
börn hafi náð þessum þroska við byrj-
un fyrsta skólaárs, og er margt, sem
er þessu valdandi. Má þar til nefna
greindarskort, slæm uppeldisskilyrði og
uppeldi, veikindi og líkamlegan þroska,
sem e. t. v. hefur ekki minnsta þýðingu.
Af þessu má ráða, að slæmur aðbún-
aður ungbarna getur haft mjög varan-
legar afleiðingar hvað þroska þeirra
við kemur.
En auk þeirrar skiptingar í skóla-
þroska og óskólaþroska börn, sem að
framan getur, gefa prófin einnig aðrar
miksverðar uplpýsingar um þau, og má
nærri geta, hve nauðsynlegt það er
hverjum kennara, sem tekur við börn-
um á fyrsta skólaári, að hafa slíkt vega-
nesti við höndina.
Fullorðnir gera sér oft ekki ljósa þá
miklu hreytingu í lífi barna, er þau
hefja skólagöngu. Á fyrsta ári er börn-
unum gert að læra að þekkja stafina,
hljóð þeirra, mynda orð, lesa texta,
reikna, draga til stafs að ónefndu því
að samlagast öllu því, sem fram fer í
skólanum, en það er oftast andstæða
þess, er þau hafa vanizt á heimili sínu.
Getum við ætlazt til þess, að öll börn
séu jafnmóttækileg fyrir öllu þessu?
Nei, að sjálfsögðu ekki, en til þess að
FORELDRABLAÐIÐ 23