Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 28
Annar nauðsynlegur undirbúningur
er öflun pappírs, sem hentugur er til
þéssara nota.
Þá kemur að því, að nemandinn velji
sér verkefni, og skal það vandlega at-
hugað. Stundum eru tveir eða fleiri um
sama verkefnið, en oftast eru þeir sér
um sitt. Þegar svo undirbúningi er lok-
ið og starfið hafið, er hlutverk kennar-
ans einungis að hjálpa og leiðbeina.
Hann verður eiginlega að vera hinn
ósýnilegi andi alls staðar nálægur, til
þess að greiða úr hvers konar vanda,
sem að höndum ber, en þó helzt á þann
hátt, að börnin verði sem minnst vör
við hjálp hans, en finnist þau vera ein
um að leysa sinn vanda. Það er mjög
áríðandi í upphafi, að kennari og nem-
andi ræði ýtarlega um hvert verkefni.
Kennarinn kynni sér, hvað nemandinn
veit, segi honum hvar þann fróðleik
er að finna, sem verkefnið útheimtir,
veki hjá honum áhuga, vinnugleði og
sjálfstraust.
Einatt má búast við, að þau kvik-
lyndari vilji hætta í miðju verki og
snúa sér að öðru. Þetta þarf kennarinn
að hindra, nema því aðeins að það
verkefni, sem valið var, hafi reynzt
nemandanum of erfitt, en slíkt ætti oft-
ast að vera hægt að sjá fyrir. Og eitt
af því, sem kennarinn þarf með lægni
að annast, er, að nemandinn sníði sér
stakk eftir vexti, velji sér verkefni
nokkurn veginn við sitt hæfi.
Enda þótt það fræðistarf, sem hér
um ræðir, sé mikils virði, er einn sá
þáttur í menntun barna og unglinga,
sem ekki má vanrækja. En það er að
æfa þau í munnlegri frásögn. Þess
vegna ætti hver nemandi að fá tækifæri
til þess, að loknu verki, að gera grein
fyrir verkefninu í stuttu erindi, sem
flutt er í bekknum. Að geta sagt frá
26 FORELDRABLAÐIÐ
gagnort og skipulega er hverjum manni
mikilsvirði. Ætti að leggja rækt við
munnlega frásögn og ræðuhöld fyrr og
meir en gert hefur verið og það í öll-
um skólum landsins.
Nú vil ég taka það fram, að enda
þótt ég telji starfræna kennsluaðferð
betri en aðrar, er það fjarri mér að
álíta hana hina einu og sönnu og al-
fullkomna. Hér er margs að gæta. —
1 þessu eins og svo mörgu öðru „veld-
ur hver á heldur“. I höndum sumra
eru sennilega allar aðferðir góðar, og
— svo hið gagnstæða.
Ég tel nú víst, að ykkur sé sú spurn-
ing ofarlega í huga, hvað ég telji þess-
ari aðferð sérstaklega til gildis. Þeirri
spumingu skal ég í fáum orðum leitast
við að svara og kemst þá ekki hjá að
gera nokkurn samanburð.
Áður en lengra er haldið, er ekki
úr vegi að athuga lítillega þá spurn-
ingu, hver hinn raunverulegi tilgang-
ur okkar sé. Hvert sé markið, sem að
er sótt. Og raunar er óþarfi að spyrja
svona. Svarið vita allir: Bömin okkar
ganga í skóla til þess að öðlast þá þekk-
ingu, sem nauðsynleg er í lífsbarátt-
unni. Þar á að glæða áhuga til góðra
hluta og þroska skapgerð þeirra, vit og
vilja.
Þessu marki hyggjast ýmsir ná með
því að auka sem mest þekkingarforða
nemandans, en aðrir telja það ekki
nægilegt, það þurfi annað og meira að
koma til.
Og hér skiljast leiðir.
------Gildi sjálfsnáms með frjálsri
vinnu er margþætt. Tel ég þó höfuð-
atriðin þau, að barnið öðlist leikni í
því að leita sér heimilda úr ýmsum átt-
um, að það æfi hönd með huga við
skapandi starf, að hugkvæmni þess,
síálfstæði og sjálfstraust eflist í glimu