Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 29

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 29
við margháttuð viðfangsefni. Síðast en ekki sízt má minna á, að í slíku starfi er ánægja og gleði oftast með í för, sem vissulega er mikilsvert. Ég er sann- færður um, að þetta leggur betur grund- völl en nokkuð annað að því, að nem- andinn færist ótrautt í fang sífellt stærri og erfiðari viðfangsefni eftir því, sem nám og starf kallar eftir, og verð- ur síðar, sem vaxinn þegn, færari en ella að hugsa og álykta sjálfstætt, standa á eigin fótum. Eftir minni reynslu tel ég, að þessi aðferð sé nær eðli barnsins og upplagi. Það er eins og það finni sjálft sig fyrst, þegar það heilt og óskipt getur gefið sig á vald því verkefni, sem það hefur valið sér. Og eitt enn. Það er mun auð- veldara að kynnast hörnum á þennan hátt og öðlast trúnað þeirra og vin- áttu. Eitt með öðru, sem gerir starfræna kennslu eftirsóknarverða er hversu mikil tækifæri hún veitir til alls konar fjölbreytni, og það, að hún er við allra hæfi. Börnin geta teiknað, málað, gert kort og hlutfallsmyndir, skrifað skýrsl- ur, búið til sögur og ævintýr af öllum gerðum. Þau geta skrifað inn ljóð og vísur, ort þetta jafnvel sjálf, skrifað ritgerðir allra tegunda o. fl. o. fl. Sú viðtekna venja, sem heita má alls ráðandi í öllum skólum landsins, að búta námsefnið sundur frá degi til dags, setja fyrir og spyrja út úr, er eftir minni reynslu mjög óheppileg til þess að vekja áhuga eða glæða hlýhug til náms og námsefnis. Jafnvel þótt þetta hafi hvort tveggja verið fyrir hendi í upp- hafi, verkar þessi sundurtæting náms- efnis oft og tíðum þannig á nemand- ann, að áhugi verður áhugaleysi og hlýhugur andúð. Og get ég varla láð þeim það. En þegar svo er komið, er árangurs að vænta á borð við það, ef við ætluðum skútunni skrið á seglun- um einum beint móti stormum og straumi. Og svo eru það prófin, sem beitt er í tíma og ótíma. Þau eru sjálfsögð og góð innan vissra marka, en mis- notkun þeirra er á mörkum þess að vera hinn versti glæpur. Til eru börn, sem hafa gaman af þeim, en svo eru það önnur, og sá hópur er stór, sem vegna þeirra eru sífellt þrúguð af kvíða og hræðslu. Getur hver farið í eigin barm til að skilja hvílík óheillaspor slíkt hlýtur að marka í hug og hjarta þessara barna, ekki sízt ef prófin eru svo að segja dag- legt brauð. Veit ég fiölda dæma, sem ég gæti nefnt máli mínu til stuðnings og það um börn, sem allar aðstæður höfðu í lagi til þess að búa sig undir skólann. En hvað um hin? Því þeirri staðreynd megum við aldrei gleyma, að fjöldi barna hefur enga aðstöðu til þess að læra heima. Um ástæður hirði ég ekki að ræða. Þær eru margvíslegar og öllum kunnar. — Þessum börnum má skólinn allra sízt bregðast. En það gerir hann, ef gerðar eru til þeirra kröfur, sem þau hafa enga aðstöðu til að uppfylla. Og við erum vissulega á rangri leið svo lengi sem nokkurt barn hefur ástæðu til þess að óttast kennslustofuna. Enda þótt ég telji að starfræn kennsla gæti verið og ætti að vera mun meiri í skólum okkar en lnin er nú, viður- kenni ég fúslega þá erfiðleika, sem hér er við að etja. Það þarf vissulega mik- inn og góðan vilja til þess að hverfa inn á nýjar leiðir í þessu efni. Og þessi FORELDRABLfíÐIÐ 27

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.