Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 34

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 34
landi kr. 46.206,20 á ári. Islenzki kenn- arinn hefur því kr. 24.670,60 lægri byrjunarlaun. Hámarkslaun í Gentofte eru kr. 96.048,00 á ári, á Islandi eru þau hins vegar kr. 64.275,75 á ári, eða með öðrum orðum kr. 31.772,25 lægri. Allar aðrar menningarþjóðir, hvort heldur er í austri eða vestri, gera kenn- arastarfið eftirsóknarvert, svo til þeirra starfa veljist hæfileikamenn. Fyrir það fyrsta er þetta gert með því að greiða kennurum það góð laun, að þeir geta gefið sig óskipta að kennslustarfinu, og þurfa ekki að afloknu starfi í skóla að snapa sér vinnu hér og þar, til þess að geta lifað mannsæmandi lifi. Forráða- menn þessara þjóða hafa borið gæfu til að skilja þá einföldu staðreynd, að það bezta, sem völ er á, er ekki of gott til handa uppvaxandi kynslóð hvers tíma. Séu laun kennara hér borin saman við laun annarra stétta í landinu, kem- ur enn betur í ljós, hve hlutur okkar er fyrir borð borinn. Eins og áður var sagt, fær kennari, sem byrjar kennslu- störf að loknu 4—5 ára sérnámi, að undangengnu landsprófi, kr. 46.206,20 í árslaun. Ef til samanburðar er tekinn ófaglærður verkamaður, t. d. 16 ára unglingur, sem gengur að almennri verkamannavinnu, fær hann með 8 st. vinnudegi kr. 54.687,36 í árslaun. Mun- urinn þar á er með öðrum orðum kr. 8.481,16. Þetta eru ekki glæsilegar nið- urstöðutölur fyrir ungan mann, sem hyggur á kennaramenntun. Þaðan af síður eru þetta glæsilegar tölur fyrir mann, sem lokið hefur kennaranámi og hefur ef til vill námsskuldir að greiða, auk þess að sjá fyrir fjölskyldu. Stjórn S.f.B. fór á síðastliðnum vetri fram á það við menntamálaráðuneytið, að það bætti að nokkru til bráðabirgða launakjör bamakennara. Þær hógværu kröfur, sem fram voru bornar, voru i aðalatriðum þesar: 1. Til bráðabirgða verði kjörum barna- kennara breytt til samræmis við þær launabætur, sem gagnfræða- skólakennurum voru veittar með setningu reglugerðar nr. 92 1956, sbr. 10. gr., en þær launabætur byggðust á ákvæðum 21. gr. núgild- andi launalaga.— þannig, að 10. gr. reglugerðar nr. 92, 1956, verði líka látin ná til kennara barnaskólanna. Enn fremur verði eftirfarandi breyt- ingar gerðar á starfskjörum kennara: 2. Barnakennurum verði sett erindis- bréf, þar sem ákveðin verði kennslu- skylda, eigi meiri en 33 st. á viku í samræmi við kennsluskyldu gagn- fræðaskólakennara. 3. Felld verði niður sú regla, að bama- kennarar við 9 mán. skóla kenni 2 st. meira á viku en þeim ber 8 mán. ársins, vegna þess að skólamir hafa ekki næga kennslu fyrir þá í sept- ember. 4. Yfirvinna fastra kennara (stunda- kennsla umfram kennsluskyldu) verði greidd eftir sömu reglum og yfirvinna annarra starfsmanna rík- isins. Verulegasta launabótin er fólgin í fyrsta liðnum, en það mun samsvara einum mánaðarlaunum fastráðins kenn- ara, og dreifist sú launabót niður á hina 12 mánuði ársins. Liðir nr. 2 og 3 skýra sig sjálfir. Hvað lið nr. 4 viðvíkur, ber þess að geta, að yfirvinna kennara er greidd með 20% lægri launum en dag- vinnan, og er slíkt algert einsdæmi. Allar aðrar stéttir fá yfirvinnu greidda með 50% álagi á dagvinnu. Fulltrúa- þing S.l.B. haldið á síðastliðnu sumri og aukaþing haldið í september síðast- Framh. á bls. 28. 32 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.