Foreldrablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 18

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 18
16 Eftir nokkra stund heyrði Marteinn undarleg hljóð. Það var alveg eins og eitthvað væri að brotna — brk, brst, brk, brst og svo . . . heyrðist eitthvað, sem var eins og veikt tíst. Marteinn leit allt í kringum sig, og viti hérar . . . hann sá, að eggin hans fallegu voru öll mölbrotin. í þeirra stað voru komnir þrír litlir hænuungar. í fyrstu lá Marteini við gráti, hann sá nefnilega svo hræðilega eftir fallegu eggjunum, sem hann málaði. En svo fór hann að hugsa um aumingja litlu hænuungana, sem hann hafði eiginlega rænt. Hann vorkenndi þeim sáran að vera svona langt frá hænumömmu og hænupabba. „Hvað get ég gert, hvað get ég gert?“ hugsaði aumingja Mar- teinn. ,,En það þýðir víst ekki að væla,“ sagði hann svo, ,,ég verð að gera eitthvað til þess að hjálpa þeim.“ Svo hljóp Marteinn af stað rétt enn einu sinni. í þetta sinn ætlaði hann að ná í eitt- hvað handa ungunum að borða og arekka. Þegar Marteinn kom aftur, voru litiu hænu- ungarnir farnir að brölta um. Marteinn fór strax að reyna að útskýra fyrir ungunum, hvers vegna þeir væru hjá héra en ekki hænumömmu og hænu- pabba. Þeir skildu nú ekki alveg allt, sem hann sagði, enda alveg nýkomnir í þennan stóra heim. Að nokkrum dögum liðnum voru ungarnir orðnir kátirog fjörugir. „Heyrið þið mig,“ sagði Marteinn, ,,ég verð eiginlega að skýra ykkur. Það er ómögu- legt að kalla ykkur bara hænuunga. Allir verða að heita eitthvað.“ ,,Þú skalt heita Skúfur,“ sagði hann við þann fyrsta, en hann var með stél, sem stóð beint upp í loftið. ,,Þú skalt heita Stúfur," sagði hann við annan, en hann var lang minnstur. ,,Og þú,“ sagði hann við þann þriðja, ,,skalt A

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.