Foreldrablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 16

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 16
14 Ef ykkur langar til, þá getið þið sjálf búið til þá Martein páskahéra, Skúf, Stúf og Ljúf. EFNI: Vattkúlur, 3—4 stærðir (fást í öllum tómstunda- verzlunum). Þekjulitir, kartonpappír og lím. Marteinn páskahéri: 1. Límið saman tvær kúiur, sem mynda búk + höfuð. 2. Klippið út eyru, tennur og framfætur.(Sjá snið). 3. Rófa, búin til úr hálfri kúlu af minnstu gerð. Fætur eru einnig búnir til úr hálfri kúlu. 4. Eyru, framfætur, rófa, veiðihár og tennur límt á viðeigandi staði — augun máluð á. Borið með skærum fyrir eyrunum. — ATHS.: Veiðihár má búa til úr sóphárum (úr eldhússópnuml). Skúfur, Stúfur og Ljúfur: 1. Límið saman tvær kúlur, sem mynda höfuð og búk. Málið gult. 2. Klippið út fætur, vængi, stél og gogg. (Sjá snið). 3. Límið allt á viðeigandi staði. ATHS.: Staða unganna fer eftir því, hvernig fætur, goggur, stél og vængir eru límdir á. Borið með skærum fyrir stéli og goggi. 4. Málið fætur og gogg rautt, vængi og stél gult. Augun máluð á.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.