Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 16
14
Ef ykkur langar til, þá getið þið sjálf búið til þá
Martein páskahéra, Skúf, Stúf og Ljúf.
EFNI:
Vattkúlur, 3—4 stærðir (fást í öllum tómstunda-
verzlunum). Þekjulitir, kartonpappír og lím.
Marteinn páskahéri:
1. Límið saman tvær kúiur, sem mynda búk +
höfuð.
2. Klippið út eyru, tennur og framfætur.(Sjá snið).
3. Rófa, búin til úr hálfri kúlu af minnstu gerð.
Fætur eru einnig búnir til úr hálfri kúlu.
4. Eyru, framfætur, rófa, veiðihár og tennur límt
á viðeigandi staði — augun máluð á. Borið
með skærum fyrir eyrunum. — ATHS.: Veiðihár
má búa til úr sóphárum (úr eldhússópnuml).
Skúfur, Stúfur og Ljúfur:
1. Límið saman tvær kúlur, sem mynda höfuð og
búk. Málið gult.
2. Klippið út fætur, vængi, stél og gogg. (Sjá
snið).
3. Límið allt á viðeigandi staði. ATHS.: Staða
unganna fer eftir því, hvernig fætur, goggur,
stél og vængir eru límdir á. Borið með skærum
fyrir stéli og goggi.
4. Málið fætur og gogg rautt, vængi og stél gult.
Augun máluð á.