Landneminn - 01.02.1948, Page 4

Landneminn - 01.02.1948, Page 4
FramkvœmdaráS A. L. Æ. Talið frá vinstri: H. C. Williams, Guy de Boysson forseti sambandsins, Frane- es Damon, Beyer-Pedersen, Kutty Hookham, Kitty Boomla, Zvonimir Kristl, Ignacio Gallego, Vidya Kanuga, Penry Jones og Jiri Hajek. lýð'sfélaganna. Einnig liefttr það gefiðút sitt eigið’ málgagn, „Æska heimsins", og kemur það út :t fimm tungumálum. Þá ltefur það gengizt fyrir sameiginlegum æskulýðsmótum, og má þar t. d. nefna alþjóðamótið í Prag á síðastliðnu sumri (en í því tóku þátt 17 þúsund rnanns frá 72 löndum). Sendinefndir frá A. L. Æ. hafa ferðazt til Spánar og Grikklands, til að kynna sér aðstæðúr æskunnar, og hafa þær kynnzt þar hinni fasist- isku ógnarstjórn, sem þróast í skjóli bandarískra og enskra heimsvaldasinna, sem óspart veita ein- ræðisstjórnum þessara landa lið í baráttunni gegn alþýðunni. Hefur stjórn sambandsins hvatt ineðlimi þess til að hjálpa hinum undirokuðu félögum sínum í þessum löndum, sem eiga í vök að verjast í baráttunni fyrir frelsi og lýð- ræði. Einnig liafa fulltrúar. A.L.Æ. kynnt sér sjálfstæðis- og menningarbaráttu nýlenduþjóð- anna í Austur-Asíu, og beitt sér fyrir aðstoð til handa lýðræðissamtökum æskunnar í Indonesiu, Kína og víðar. Hefur stjórnin í þessu starfi sínu notið skilnings og aðstoðar æskunnar um heim allan, sem hefur sýnt hug sinn með því að bregða skjótt við, og senda hjúkrunargögn, matvæli og aðrar nauðsynjar til hinnar stríðandi æsku þess- ara landa. Hin skelegga barátta sambandsins fyrir sjálf- Stæðis- og menningarkröfum undirokaðra þjóða, og afhjúpun nýfasismans í Grikklandi, Spáni og Kína, hafa leitt af sér andstöðu afturhalds- aflanna og heimsvaldasinnanna gegn samtökum æskulýðsins. Eru þar fremstir í flokki forustu- menn kaþólsku kirkjunnar, og bandarískir auð- jöfrár, sem róa að því öllum árum að etja þjóð- um heimsins út í nýja styrjöld. Hafa þessir and- stæðingar Sambandsins reynt. að konta upp sundr- ungu innan A.L.Æ., og var fyrir skönnnu síð- an uppvíst um áform þriggja danskra æskulýðs- félaga um að mynda „vesturblökk" innan sam- bandsins. Þar sem slíkt athæli stríðir gegn lögum og anda sambandsins, þá var félögum þessmn vikið úr A.L.Æ. Tilraunirnar til að kljúfa sam- bandið hafa j)ví mistekizt, og urðu jxtð aftur- haldsöflunum mikil vonbrigði. Alj)jóðasaml)and lýðræðissinnaðrar æsku eru voldueustu félagasamtök, sem æskulýðurinn hef- ur, nokkru sinni átt. Starfsemi J)ess til eflingar friðnum og samstarfi æskunnar gefur okkm’ ástæðu til að líta bjartari augum til framtíðar- innar. Ef æskan er samhuga í að varðveita þann áraneur, sem þegar hefur náðst í aljrjóðlegu sain- starfi hennar, og lieldur áfram á sömu braut menningar og framfara, tryggir hún ekki aðeins sinn eigin hag, heldur einnig komandi kynslóða- 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.