Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 6
fyrir hárið og að bursta það kvölds
og morgna. Talan hundrað hefur
gefizt mjög vel í hárburstuninni, og
er hér átt við hundrað sveiflur í
hvert skipti, kvölds og morgna. Auð-
vitað er óhjákvæmilegt að þvo hár
sitt við og við. Þvottaefnin, sem nú
eru á boðstólum hafa, því miður,
vægast sagt óviðfelldinn þef, sem
ómögulegt er að u])i>ræta menna með
því að hella örlitlu ilmvatni í síð-
asta skolvatnið.
★
Ællunin var að fara fáeinum orð-
um um hirðingu handanna, en þar
sem eitt af sokkaböndum mínum
brást mér rétt í þessu, gat ég ekki
stillt mig um að segja nokkur orð
um sokkabandabelti. Sokkabanda-
eða mjaðmabelti eiga ekki einungis
að halda uppi sokkum okkar, heldur
eiga þau h'ka að fegra vöxt okkar, —
ef þess er kostur.
Astandið í mjaðmabeltamálum
okkar er óþolandi. Mjaðmabella-
tegundir þær, sem við eigum kost á
að klæðast, eru með þeim hætti, að
ef mjaðmabelti eiga að gera sitt
gagn sem sokkabandauppihaldarar
verða þau að vera of þröng. Margar
vildu nú leggja eitthvað á sig til að
virðast vel vaxnar, jafnvel hættu þá
sem vissum líffærum er búin í því
tilfelli. En séu þau of þröng eru þau
líka of stutt, og myndast við það
allskonar línur sem ekkert eiga sam-
eiginlegt með hinni upphaflegu
Venus, að ég tali nú ekki um örygg-
isleysið sem fylgir því að eiga von
á að sokkaböndin })oli ekki átakið
og klikki. — Séu þau aftur á móti
ekki of þröng verður árangur
notkunar þeirra kálfsfætur, sem er
lítið betra en að vera með sokkana
á hælunum.
Allir hljóta að sjá að hér er í
óefni komið og að breyting til batn-
aðar þolir enga bið.
Freyja.
ÞaS var stúlka sem skrifaði óska-
lagaþættinum um daginn og sagði,
að þeir sem vildu fá Bach og Schnbert
og svoleiðis kalla væri bara að spila
með strákana sem sjá um þennan þátt
í útvarpinu; r— mikið eruð þið þunn-
ir að skilja það ekki, bætti bún við.
— Sniðug stelpa.
Sumir halda ég gangi með dellu
og sé ægilega klassískur, en samt bef
ég ekki verið skammaður neitt að ráði
ennþá, ég veit ekki hvers vegna; kann-
ski af vorkunnsemi. En þið getið reynt
að taka Chibaba, ehibaba, ch'wawa
án þess ég taki undir, — enjalawa
cookala gomba; — nei, það er óþarfi
að vorkenna mér, nær að splæsa í sam-
úðarskeyti til Vikverja.
★
Islendingar liafa nú eignazt sinn
fyrstu svmfóniuhljómsveit. Það gekk
hávaðalítið, engar kosningar og Stefán
Jóhann áfram forsætisráðherra. Ég
fór á fyrsta konsertinn auðvitað — og
keypti meiraðsegja tvo miða. En að
fá einhverja stelpu til að koma með,
það var annað mál. Álíka erfitt og
að finna mann á víxil á krepputím-
um, gæti ég trúuð. — Oj bara Beet-
lioven, sögðu sumar, — góði komdu
með jazz, komdu með Harry Jaines
eða ó guð Frank Sinatra en ekki
þetta.
Jú, það er mikið til af sniðugum
stelpum.
— Þá var ólikt meiri husar Iienar
Tyrone Power kom. Aukagamlárskvöld
næstumþví hjá sumu kvenfólki. Tvronc
er líka stjarna. — Hollywoodstjarna.
★
Svo þarf ég að skammast pínulítið
útí útvarpið. Ég heyri það sé mikið
til þar af plötum. Hellingur af alls
konar plötnm. Allskonar músík fynd-
ist mér eðlileg afleiðing.
En það má sama segja um útvarp
okkar og mataræði, að hvort tveggja
vantar fjölbreytni. — Utan jazzþáttar-
ins heyrist tildaunis varla almennilegur
jazz í útvarpinu. Danslögin: sönm plöt-
urnar ár eftir ár og allar svipaðar. Peter
Lesjenkó og Comedian Harmonists
bafa verið fastastarfsmenn útvarpsins
í 20 ár; hvenær komast þeir á eftir-
laun? Kannski um svipað leyti og
Hönegger, Webern og Prokofieff byrja,
Og það er mál til komið að við fá-
um að vita eitthvað meira um þessa
þrjá en nöfnin.
★
Eg minntist á Víkverja og Chibaba.
Það er ineira en nóg um snobbirí á
báð’a bóga í sambandi við músík. Sunt-
ir snobba fyrir klassík, aðrir fyrir
dægurlögum og jazzi. Álitamál hvort
er vitlausara.
Þegar Víkverji ætlar að spila menn-
ingarfígúru með ólundarsnakki um dá-
læti reykvískra unglinga á Chibab.t,
þá er það snobbirí, hundraðprósent
snobbirí sem gerir bara illt verra.
Þessi eilífi metingur milli þeirra
klassísku og jazzistanna er drepleiðin-
legur og þreytandi. En það er víst
erfitt að útrýma honum.
★
Utvarpið getur gert mikið til að
auka tónlistarþroska okkar. Tónlistar-
þátturinn á föstudagskvöldin er spor i
þessa átt. Betur má samt.
Maður getur þó orðið hugsi um til-
gang útvarps þegar Sigurjón á Ála-
fossi treður þar upp og afneitar Dar-
winskenningunni. — Stundum er það
heppni að fáir útlendingar skilja okk
ar mál.
I búðarglugga niðrí Þir.gholtsstræti
er skilti með orðunum: verið íslend-
ingar, kaupið Álafossföt; — aukþess
tvö ttpphrópunarmerki ef ég man rétt.
Bisnissmaður er Sigurjón, það ma
hann eiga.
Þó útvarpið stæði sig er santt hætf
við það verði alltaf töluvert snobbin
eftir bar í landi sem þjóðerni manna
er reiknað í fermetrum af tiltekinni
vefnaðarvöru. Siggi Jðns.
6 LANDNEMINN