Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 13

Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 13
af því að hann er meðlimur í Anti- coffein h/f. Og mörg er móðirin, sem myndi taka sárt að sjá blessaðan sakleys- mgjann sinn steypa í sig bleksvörtu haffi í bollatali, en hún gefur hon- um aur fyrir coca-cola, sen, inni- heldur svipað coffeinsmagn og með- alsterkt kaffi. Ekki er heldur langt síðan eitt morgunblaðanna birti neð- anívarsmynd af yngsta flugfar- þega yfir Atlantshaí, hampandi stórri flösku af coea-cola. ★ Kaffið verður varla slegið út héð- an af, enda orðið svo samtvinnað eðli t. d. íslendinga, að sveitarsælu- höfundar láta bjargþrota bóndana brjótast yfir ófæra heiði frá svelt- andi börnum til harðbrjósta kaup- manns, til þess að reyna að snúa út þó ekki væri nema það allra lífsnauðsynlegasta fyrir jólin: kaffi og sykur, sína ögnina af hvoru. Og í útvarpsfrásögn nýlega er lvst svað- ilför á sjó úr kaupstað fyrir 50 árum. En er báturinn tók að sökkva hentu menn ölluin varningi útbyrð- is nema kaffiögninni og svo auð- vitað brennivínstárinu. Ymislegt er }>að í áhrifum cof- feins, sem gerir það svo vinsælt sem raun ber vitni um. — Fyrst og fremst eru það hin örfandi áhrif á taugakerfið og þá sér í lagi heil- ann. Menn reka úr sér svefninn á morgnana með kaffibolla og eflir þunga máltíð vinnur kaffisopinn móti sleninu, sem af meltingunni stafar. Auk þess örfar coffein hug- renningatengsl og eykur hugmynda- llugið og hafa ýmsir andans menn notað sér þetta, t. d. Balsac, sem not- aði sér þetta svo rækilega, að það varð það síðasta sem hann yfirleilt notaði sér í þessu lífi. Þessi áhrif gera menn, en þó einkum konur, málliðugri þannig, að kaffikerling hlýtur um leið að vera kjaftakerl- ing að áliti flestra. Auðveldara þykir að læra utan- bókar undir áhrifum coffeins, hlut- ur, sem námsfólk þekkir. Auk þess hefur coffein þau áhrif á þverrákaða vöðva, að vinnukraft- ur þeirra eykst og þreytutilfinning minnkar. Öndun verður tíðari og þvagmyndun eykst af meðalcoffein- skammti og æðar þenjast út;en þetta síðasta veldur því að coffein er golt höfuðverkjarmeðal með því að það víkkar æðarnar til heilans og veld- ur því aukinni blóðsókn til hans. 20—30 cg. skammtar valda létt- um skjálfta og 1 gr. ( ca. 10 kaffi- bollar) gefa skjálfta og lélt delirí- um. Af mjög stórum skömmtum fá menn krampa. Það er með coffein eins og svo mörg nautnalyf, að menn geta ekki komið sér saman um hvort hófleg notkun þess sé skaðleg. Eitt er þó nokkurn veginn víst, að meðal nautnalvfja er coffein einna mein- lausast. Og mörg eru þau augnablik í bar- áttu mannkynsins við sljóleikann, }>ar sem coffein kemur til hjálpar. Stefán Haraldsson. Sýrustungumynd eftir Valtý Pctursson, (sjd bls. 16). LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.