Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 7

Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 7
eftirlíkingu þess í svonefndri Reykjarbók í Árna- safni, að því einu undanskildu, að þar var gert úr því F. Reykjarbók þessi er talin skrifuð á Vestfjörðum á 16. öld, og er því eðlilegt að á- lykta, að Teiknibókin liafi verið þar á þeim tíma. Við getum athugað annað dæmi svipað þessu urn notkun bókarinnar. Á einni síðu (3. mynd) sjáum við ákaflega skemmtilega og undarlega mynd. Kona ein liggur í rúmi og er að gefa upp öndina og tvær konur liggja grátandi á hnján- um liandan við rúmið. (Ekki þannig að skilja, að mér þyki þetta neitt skemmtilegtl). Upp úr munni hennar stígur sálin í líki lítils barns, og tveir englar grípa í hana, annar í handlegg- ina, hinn um herðarnar, og tosa hana upp á við. En fyrir neðan, við rúmstokkinn, sitja tveir púk- ar, heldur ófrýnilegir, með krókstjaka, og virð- ist annar þeirra vera um það bil búinn að krækja í sálina neðanverða. Til hægri stendur einhver, og er líkast því sem hann sé með horn. Er mér því ekki örgrant um, að þetta sé kölski sjálfur, og að liann hafi hér eins konar verk- stjórastari með höndum. Lítum svo á hina myndina (4. mynd). Hún er að öllu leyti eins, nema að því, að manninn til hægri, sem ég held að sé kölski, vantar, og staf- x 3. mynd. ■ -í. mynd. ar það eflaust af því, að rúmið takmarkast hér mjög af stafnum. Þetta staka nótnablað fann ég af einskærri til- viljun í Nationalmuseum í Höfn. Þegar ég fór að grafast fyrir um sögu þess, kont það nterkilega í ljós, að þegar eigur biskupsstólsins að Hróars- keldu voru fluttar til Hafnar 1720, lá þetta blað innan í bréfabók með reikningum staðarins. Það er mjög erfitt að sjá, livort blað þetta sé frekar íslenzkt eða danskt, þar sent sálmurinn (sem er útfararsálmur) er á latínu og nótnagerðin var mjög svipuð. Hins vegar er myndin svo nákvæm kópía eftir Teiknibókinni (það er með öllu titi- lokað, að það geti verið á hinn veginn, þar sem þessi mynd er miklu ver gerð og það er beinlín- is hægt að sjá, hvernig reynt hefur verið að fylgja línum Teiknibókarinnar út í æsar) að' enginn vafi virðist leika á því, að blaðið sé íslenzkt, nema því aðeins, að gert sé ráð fyrir því, að Teiknibókin hafi farið út úr landinn. Aftur á móti eru ótæmandi möguleikar þess, að slíkt blað, eða heil nótnabók, hafi borizt héð- an til Hróarskeldu, sérlega eftir siðskiptin, þeg- ar sambandið við biskupsstólinn þar varð mjög náið. Eins og við er að búast al' listamanni þess LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.