Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 8

Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 8
tíma, er ekkert fjær höfundi Teiknibókarinnar en að binda sig aðeins við eina grein myndrænna lista. í bókinni finnum við einnig mynztur fyr- ir tréskurð, silfurgröft og jafnvel útsaum. Eitt það athygliverðasta við Teiknibókina frá listsögulegu sjónarmiði er það, að í henni sameinast ýmsar hinar ólíkustu stílgerðir, bæði gamlar og nýjar. Það er eins og listamaðurinn hafi staðið á ármótum margra strauma, og viðað að sér því, sem honum þótti bezt henta í hvert skipti. Eldgömul mótíf, sem maður skyldi lialda, að væru löngu dauð, og ný erlend áhrif koma saman í þessari undarlegu bók. Samt er ekki um að villast, að seingotneskur stíll situr í önd- vegi og ræður mestu, enda mun bókin, að því, sem næst verður komizt, vera gerð um 1420— 1430. Ekki er þó um það að villast, að gotneski stíll- inn er hér að renna úr reipunum. Það er ný ókyrrð í myndbyggingunni og ný rómantísk til- þrif eru farin að gera vart við sig. Það er barokk- stíllinn, sem hér heldur innreið sína í íslenzka list, og skulum við kveðja þessa merkilegu bók á þeim stað, þar sem þessi nýju stílmörk koma greinilegast í ljós. í helgisögum segir frá því, að í borginni Kampedus hélt sig mikill og óvígur dreki. (Sjá forsíðumynd). Var hann svo óskaplegur, að íbú- arnir urðu á hverjum degi að fórna honum ein- um manni til að halda honum rólegum. Þeir, sem ofurseldir voru ófreskjunni, voru valdir með hlutkesti, og að því kom, að hin fagra prinsessa Kleodolina varð fyrir valinu. En nú vildi svo til, einmitt í þann mund, er hún gekk til móts við dýrið, að heilagur Georg reið inn í borgina. Hleypti liann þegar að drek- anum, rak lensu sína í gegnum hann, og bjarg- aði þannig lífi kóngsdótturinnar. Á myndinni sjáum við þennan atburð. Fyrir aftan hest heil- ags Georgs stendur prinsessan og fórnar höndum, en við hlið hennar sjáum við ram-íslenzkan hrút. Á svölum hallarinnar standa þau kóngur og drottning og horfa á hildarleik Georgs við drek- ann, en til vinstri er höfnin, þar sem skip liggja við festar, en á öðrum sjást seglin á bak við sjón- deildarhringinn í fjarska. Mynd þessi sver sig að fullu í ætt barokk-stíls- ins. Það er ekki einungis hin dreifða bygging hennar, með ótalmörgum smáatriðum, heldur miklu frekar sjálft mótífið, sem hefur með öllu kvatt Iiugmyndaheim gotneskrar listar. Elías Mar: STRÍÐSÓTTL Nú veiztu guðs hjarta slœr. Og sérhver guðs ásýnd man sem á ný birtist hún, og þó er hún alls ekki hér og sést ekki hér, en sérhver þá ásýnd man. Nú veiztu guðs hjarta er sœlt, og þú finnur þess mátt, guðshjartans. En hvorki þú né ég skiljum, þrátt fyrir allt, hvort það er okkar þetta hjarta. Við vitum ekki, hvort það er okkar guð, sem ber þessa ásýnd, og geymir þetta sœla, lifandi, máttuga hjarta sem slcer. Því miður verður ekki mikið séð af bókinni með þessum fjórum myndum, sem prentaðar eru hér, en þó kannski nóg til að skilja, að á þessum grotnuðu skinnblöðum er fólginn sá auð- ur, sem einhverntíma mun leggja þungt lóð á metaskál íslenzkra lista. 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.