Landneminn - 01.10.1948, Síða 9

Landneminn - 01.10.1948, Síða 9
Afþví ég er nýkominn af Fylkingar- þinginu á Akureyri langar mig að grípa tækifærið og þakka ykkur öllum sem ég liitti þar fyrir ánægjulega samveru. Til- tölulega fá ykkar lögðu það á sig að ávarpa mig samkvæmt skírnarvottorði i lieilu líki, enda hæpinn lúxus. Maður sem ég vil ekki nefna ætlaði að vera fyndinn og sagðist liata þýzk blótsyrði og íslenzk mannanöfn því þau kláruðust ekki nema maður vaknaði snemma. Þetta var annars greindur maður, liann er hætt- ur að vera fyndinn. Þingið var sosum ágælt — snaggara- leg samkoma, ekki satt; nema hvað stjórn- arpressa staðarins sneri lítillega uppá sig i virðingarskyni við einn rauðan fána. Hitt þótti mér vænt um, að þegar við snerum heim liafði Guðmundur jaki ger- samlega týnt móðurmálinu nema tveim- ur orðum: ógleymanleg máltið. Kunnugir draga af þessu inikilvægar ályktanir um móttökurnar á Akureyri. ★ Vinur minn Kristján skáld frá Djúpn- læk flutti þarna æsingaræðu einsog prest- ur í stuði, sagði málæði og skriffinnsku norður. og niður; — út, út til fólksins, út að njóta fegurðarinnar, útá sjó að drepa þorsk, uppí sveit að búa. Hann Kristján — ekki finnst mér undur þó hárin rísi á manninum yfir ástandinu; ískyggileg prósenttala lands- manna framfleytir sér á óuppbyggilegum skriftum, fólk hættir hópum saman við kartöfluupptöku og aflífun fiska og fer til Reykjavíkur að sleikja frímerki, pikka á ritvél, skrifa. Fyrrverandi gjaldeyris- skaparar, sömuleiðis grónir sauðbændur, fara síðan með fyrrverandi konu sína, nti frú, í Gamla cða Austurbæjarbíó að sjá heimsfrægar stelpugæsir kysstar af öll- um þeim kynferðisofstopa sem franskir eða amerískir leikarar geta framleitt opin- berlega, en Tíminn einn blaða birtir ljós- mvnd af kynláusum kveðjukossi tveggja gangnaforingja lengst uppá íslenzkum af- rétti. — Nú er það kallað ófínt að vera bóndi, bráðum verður dónalegt að gera ærlegt handtak, sagði skáldið. Lengi hef ég haft grun um að Kristján væri glúr- inn á pörtum, hví í veröldinni liggur mað- urinn á þessu? — Þegar syndin grasser- ar fullmikið í höfuðstaðnum gallast setu- lið frelsarans í stríð og marsérar útúr kastalanum niðrá Lækjartorg spilandi á gítar og lemjandi stóra trommu tilað snuða djöfulinn um sirka eina sál, og í voðalegu gjaldeyrishraki, sérdeilis á stór- hátíðum, vaða kannski generálar skrif- finnskunnar uppað míkrófóni og trollara- karlar og síldarstrákar heita hetjur liafs- ins sem duga þótt þeir drepist — en samt er fínna að vera stjóri og gefa út númeraðar auglýsingar og meiren hundr- aðþúsund bækur með flestum stóru stöf- unum, líka stóru r. ★ Kristján er fljótur að skrifa, einsog ég þegar ég skrifa ekki í Landnemann, en báðir til samans náum við ekki skömmtunarstjóranum og hann cr líka í útvarpinu svo við erum alveg vonlausir, að minnsta kosti ég. Elís er vondur, en aukþess hefur málæði landsmanna fram- kallað alvarlega andarteppu hjá Kristjáni og ég vil hann fari tafarlaust til la'knis að fá sér eitthvað við þessu. Það gengur glimrandi að kenna Is- lendingum að ganga fósturjörðina ber- lappaðir í botnlausum skóm. Kartöflu- leysi, smjörleysi og húsnæðisleysi eru ut- anaðlærðar kúnstir. Heyrist kannski nokk- ur kjaftur kvarta? — nei ég held nú síður, þetta eru smámunir fyrir okkur stórveldi andans þó allt sé hér úr skorð- um gengið ef Bjarni Ben flytur inn trúða eða maður í Prag meiðist á fæti. Talfæri landsmanna þurfa þó haldbetri aflgjafa en utanrikisráðherra íslands og einn haltan Tékka og til allrar guðs- lukku cigum við nóg af vandamálum, stöðugum, sumum eilífum, upplögðum til að ræða, halda fundi um, samþykkja eitt- hvað um, og málið jafnóleyst eftirá. ★ Áfengið tildæmis; hér má varla halda smápartí svo ekki sé heilt dúsín af kven- félögum rokið á fund að gera samþykkt í málinu. íslenzkar konur hafa alveg ó- trúlega treneringu í að gera samþykktir og stöku sinnum með árangri: einn þingmaður vildi fara að brugga í fyrra og sagði fólk hætta þá að drekka brenni- vín, sama sagði héraðslæknir nokkur; en þá söng ógurlega í tálknum kvenfólksins, pósthólf Alþingis tútnaði út af mótmæl- unum, útvarpið birti þau — og stutti mað- urinn að vestan sem dreymdi um ölið varð að láta sig dreynia áfram. Kvenfólkið var vel að þessum sigri komið, en liann er líka sá einasti. Drykkjuskapurinn er hrikalegt vandamál. Atvinnubyttur og amatörar, börn og gam- almenni drekka svartadauða og deyja i trássi við einrómasamþykktir allra kvenfélaga. Utlendingar krossa sig and- spænis svínaríinu, um daginn sat tíu-tólf ára strákur niðrá aðaltúristahóteli lands- ins einn við horð með hálfa viskýflösku og glas fyrir framan sig, liann passar þetta fyrir pabba sinn, sem er stjörnufull- ur að drekka við næsta borð. Þannig endalaust. ★ Ástandið er rosalegt vægastsagt og ég vorkenni engum að fá það út umræðulítið að hér sé skandali á ferðum, en allt fer í snakkfundi og samþykktir og ekkert er gert — jú, uppgjafaalkóhólistafélag er stofnað tilað dreifa kröftunum enn meira meðan rónarnir stunda túkallaslátt óáreitt- ir og lögreglan í Reykjavík spekúlerar í nýjum kjallara. Það er svo demókratískt að leysa vandann með handauppréttingu ef enginn nennir að slita sér út á að- gerðum. Ótal dæmi önnur má nefna þarsem málþófið gerir útaf við framtakið og umræðurnar skapa vandamálunum eilífan tilverurétt. Svo langt er gengið uð íhalds- menn vesturí bæ eru farnir að hugsa og líða tilheyrandi þjáningar ef Gunnar í ísafold fer rétt með; samanher Land- vörn. Mikill er andskotinn þegar sjálf- stæðismenn við Faxaflóa eru farnir að hugsa og það svo stíft að þá verkjar i höfuðið. ★ Aumingja Kristján frá Djúpalæk, öllu sem hann lætur útúr sér er samstundi- Framhald á 17. sííht. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.