Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 12

Landneminn - 01.10.1948, Qupperneq 12
SéS af IPellington-boganum yfir í Hyde Park. Hjá maddömunni. I>EGAR VIÐ nálguðumst hið fræga hús maddömunnar datt mér í hug Mjólkurfélagshúsið með auglýsingunni um vírnetið og hægan karlinn. Ég fór strax að dofna í trúnni á mikilleik safnsins, fyrst glæsileikinn var ekki meiri að utan, og ég lét ekki blekkjast þegar við komum að miðasölunni, en ]>ar stóðu tvær stúlkur, báðar í síða móðnum, önnur Jifandi, en hin úr vaxi og virtist vera systir manns- ins í glugganum hjá Haraldi, hafði ekki skipt um föt frá því fyrir aldamót. Yið keyptum miða af lifandi stúlkunni og fór- nm svo beint niður í hryllinga-kjallarann, en þar eru samankomnir allir lielztu og frægustu glæpamenn og morðingjar veraldarsögunnar, mótaðir í vax, á- samt beztu og íullkomnustu pyndingartækjum sem þekkzt hafa til skamms tíma en eru nú orðin úrelt og hlægileg. Þarna niðri var hálfrokkið, og það var ekki laust við að hjarlað tæki svolítinn sprett, því það glitti í alblóðuga fallöxi á miðju gólfi, og á pöllum í kring sáust hroðaleg mannshöfuð með augun úti á kinn. Svo vöndust augu mín myrkrinu og þa varð þetta allt mjög hversdagslegt. Glæpamennirnir voru allir af Haraldarbúðarglugga-ættinni, pynd- ingartækin í reyfarastíl og hin ámátlegustu, þumla- skrúfur og álíka rusl sem nútímamönnum þykir lítið til koma, enda hafa íramfarir pyndingatækninnar verið hraðar á þessum síðustu og erfiðustu tímum fyrir kapítalista heimsins. Lg er viss um að Hiller og kompaní hefðu ekki lilið við svona græjum. Þarna var fyrsti rafmagnsstóllinn sem tekinn var í notkun í heiminum, ákaflega ófullkomin smíð, og við hlið- ina á honum járnstóll sem notaður var til að brenna i honum lifandi fólk fyrr á öldum. Merkilegust fannst mér fallöxin, það var sú sem notuð var í Frakklandi á sínum tíma til að afhöfða yfirstéttina þar, og fylgdi með karfan sem notuð var til að bera líkin burt. Ég leitaði lengi að einhverju verulega hryllilegu, án árangurs, og svo fórum við upp á loft. Hinir ungu stjórnmálamenn. í STÓRUM SÖLUM þar eru samankomnir í vaxi helztu menn veraldarsögunnar fram á þennan dag, og væru margir þeirra betur gevmdir í kjall- aranum. Allt er þetta fólk af fyrrnefndri Haraldar- ætt. Ég staðnæmdist fyrir framan núlifandi brezka stjórnmálamenn; voru þeir allir hinir spengilegustu, en á leiðarvísinum stóð að þetta væru Churchill og Bevin. Þarna voru og frægir leikarar og herforingjar, og þekktum við fæsta nema með aðstoð leiðarvísisins. Allir voru þarna heldur fríðir sýnum, en Bretar þó áberandi fegurstir. Löbbuðum við lengi um salina og staðnæmdumst m. a. hjá Hitler og félögum hans. Var hann ekki nokkurskonar kóngur, sagði tíu ára barn við mömmu sína. Nei, nei, sagði mamman og svo var það útrætt. Við undruðumst stórum og fórum að skoða fra;ga krikketspilara, en krikket er mesta íþrólt Breta. Einu sinni ókum við í bíl langa lengi fram ]>já endalausum krikketvöllum, og allstaðar var leikurinn í fullum gangi. Hvar eru áhorfendurnir, spurði ég bílstjórann. They are all in it, sagði hann. Þar kom að lokum að við vorum orðnir dauðleiðir á þessu fræga fólki og fórum út, en komum við í leiðinni í speglasalnum. Þar er allt fullt af kössum sem hægt er að spila á fyrir penny, og á miðju gólfi eru spéspeglar í hvirfingu. f kringum þá gengum við og urðum langir og injóir, lágir og breiðir og allavega í laginu. Þólti þetta hin bezta skemmlun, eins og Tivoli. Kassarnir voru flestir í ólagi. Á einum stað var hægt að sjá Maríu Stuart hálshöggna 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.