Landneminn - 01.10.1948, Side 15

Landneminn - 01.10.1948, Side 15
f FYLKINGARFRÉTTIR j HIN NVJA STJÓKN ÆSKULÝÐFYLKINGAKINNAR. TuliS frá vinstri: Magnús Jóhannsson, GuSjón fíjarnfreSsson, Bjarni Bragi Jónsson, Einar HlíSdal, ritari, GuSlaugur Jónsson, forseti, GuSmundur J. GuSmundssun, varaforseti, Lárus BjarnfreSsson, ÞorgerSur Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri og Erlendur GuSmundsson. Sjöunda sambandsþing Æskulýðsfylking- arinnar var haldið á Akureyri 25 og 26. sept. s.l. Milli 50 og 60 fulltrúar víðsvegar af landinu sátu þingið. Böðvar Pétursson fyrrv. forseti Æ.F. setti þingið, en Sigfús Sigurhjartarson flutti því kveðjur Sósíalistaflokksins. Forsetar þingsins voru kjörnir: Þorsteinn Jónatansson, Akureyri. Aðalsteinn Halldórsson, Norðfirði. Einar Albertsson, Siglufirði. Ritarar: Halldór Stefánsson, Reykjavík. Hallgerður Pálsdóttir, Reykjavík. Már Ársælsson, Reykjavík. Aðalniál þingsÍHs var skipulag og starfsemi Æsku- lýðsfylkingarinnar. Voru gerðar margar áætlanir um starfið, m. a. ákveðið að safna 500 nýjum áskrifend- um að Landnemanum fyrir 10 ára afmæli Æ.F. í nóv. n.k. og auka meðlimatölu Æ.F. stórlega fyrir sama tíma. Jónsson. Endurskoðendur: Sig. Guðgeirsson og Guðm. Jónasson. Ákveðið var að halda na>sta þing í Revkjavík 1949. AÐALFUNDDR Æ. F. R. Þingið gerði auk þess fjölda ályktana í hagsmuna- málum æskulýðsins. Verða þær allar Lirtar í Æsku- lýðssíðu Þjóðviljans. í þinglok hélt Akureyrardeildin þingfulltrúum sam- sæti í samkomuhúsi bæjarins — þar flutti Sigfús Sigurhjartarson snjalla ræðu. og fulltrúi frá hverri deild flutti kveðjur. I samhandsstjórn Æskulýðsfylkingarinnar voru kjörin: Forseti: Guðlaug- ur Jónsson. Vara- forseti: Guðm. J. Guðmundsson. Ritari: Einar Hlíðdal. Gjald- keri: Þorgerður Sigurgeirsdóttir. Meðstjórendur: Bjarni Bragi Jóns- son, Lárus Bjarn- freðsson, Magnús Jóhannsson. Til vara: Guðjón Bjarnfreðsson, Er- lendur Guðmunds- son og Sverrir Aðalfundur .Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík var haldinn þriðjud. 5. okt. og var mjög fjölmennur. Guðm. Jónasson fvrrv. form. flutti skýrslu stjórnar- innar. Starf deildarinnar s.l. sumar var mjög fiölþætt, skýrði form. m. a. frá skíðaskálabyggingu félagsins sem nú er nær fulllokið, og hinni glæsilegu sumar- leyfisferð Æ.F.R. til Norður- og Austurlands. Frá- farandi form., Guðm. Jónassyni, var þakkað gott starf í sumar, en hann baðst undan endurkosningu sökum anna. í stjórn voru kjörin: Formaður: Halldór B. Stefánsson. Varaform.: Inga H. Jónsdóttir. Ritari: Hallgerður Pálsdóttir. Gjaldkeri: Kristinn Finnbogason. Meðstjórnendur: Ársadl Magnússon. Björn Ólsen og Óskar Ingimarsson. Til vara: Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Leifur Björns- son og Bogi Guðmundsson. Starf félagsins í vetur mun einkum verða fólgið \ lræðslu, sem haldið verður uppi með leshringum. málfundum og erindaflutningi. Einnig er þess vænzt. að skíðaskálinn verði öflugur þáttur í félagsslarfinu. Fyrsta verkefni félagsins á þessu starfstímabili er meðlimafjölgun og söfnun áskrifenda að Landneman- um fyrir 10 ára afmæli Æ.F.R.. sem er þ. 13. nóv. n.k. Halldór B. Stefánsson, fortn. Æ. F. K. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.