Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 10
cyy'./? <_/(í t'e/r/jtjs*, ery> <//, '//or/ee//r J- IV. 9 Vandamál anm ör/z: lílsins gegnumlýst Eftir S I G II R Ð B L Ö N D AI, Gömu) hefð endurvakin. Sú var tíð, að hin litla danska þjóð réð stórnm ríkjum. Einnig var sú líð, að danskar kvikmyndir ríktu yfir stórum mörkuðum. Það vita kannski fáir, að Danir voru eitt sinn fremsta kvikmyndaþjóð heims. Og á þeim tíma var það danskur maður, sem var dáð- ur og tilbeðinn af kvenþjóðinni, eins og það er Clark Gable eða Gary Cooper í dag. Hann hét Valdemai Psilander og hefur verið kallaður fyrsta kvikmynda- stjarna heimsins. lfevndar var hann meira en stjarna, því að hann var, að sögn, mikill listamaður. En dönsk kvikmyndalist hafði mörgum fleiri góðum leikurum á að skipa: Asla Nielsen, Helge Nissen, Clara V'iedt o.fl. POUL REICHARDT er einn af 'vinsælustu leikurura Dana og meðal þeirra allrabeztu, jafnvígur á gaman og alvöru. Hann sést hér í myndinni „De róde heste“, eftir skáldsögu Mogens Korch, ásamt TOVE MAES , sem brosir til okkar sínu sérkennilega brosi. Það var einn maður öðrum fremur. sem skapaði gengi danskrar kvikmyndagerðar: Ole Olsen, fyrrver- atidi landbúnaðarverkant., og stofnandi Nordisk Film. Þetta var á árunum 1910 til 1920. Á stríðsárunum höfðu Bandaríkjamenn lagt grund- völl að risavöxnum kvikmyndaiðnaði. Árin 1915 og 1916 komu hinar miklu myndir D. W. Griffiths, ..Birth of a Nation“ og „Intolerance“, og ollu tírna- mótum í kvikmyndagerðinni. í lok heimsstyrjaldar- innar tóku Bandaríkjamenn þá forystu í kvikmynda- framleiðslu, sem þeir liafa aldrei sleppt síðan. Eftir stríðið lóku einnig ýmsar aðrar Evrójtuþjóðir að byggja upp kvikmyndaiðnað. Allt þetta olli Dönum crfiðleikum, og framleiðsla þeirra gekk niðurávið. Árið 1927 kom svo hljómmyndin lil sögunnar. Til- koma hennar reyndist þungt áfall í svipinu fyrir kvikmyndagerð allra smáþjóða. Aðeins skal hér skot- ið inní, að Lau Lauritsen eldri (faðir Lau yngta, sem nú er forstjóri A S A og í hópi beztu leikstjóra Dana nú) hafði komið fram á sjónarsviðið með „Litla og Stóra“, og nulu þeir lengi mikilla vinsælda víða urn heim. Annars ganga nú litlar sögur af dönskum kvik- myndum alll fram að síðustu heimsstyrjöld. Á styrj- aldarárunum var framleiðsla lílil af venjulegum leiknum kvikrayndum. Hins vegar var allan límann unnið í dönskum upptökusölum við framleiðslu stutt- mynda eða „menningarmynda“, og árangurinn af því starfi átti eftir að koma í ljós síðar, beint og óbeint. En styrjaldarárin böfðu fært Dönum — einsog reyndar öðrum þjóðum — mikla reynslu, og um leið mikið efni til þess að vinna úr i kvikmvndagerð. Ár- angurinn kom líka í ljós að stríði loknu. Danskir kvikmyndamenn sýndu, að þeir kunnu að vinna úr 10 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.