Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 26

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 26
Víðtækasta verkfall í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar er nýlokið. Ilafði það staðið nær 20 da^a off félaffsbundnir þátttakendur þess hartnær 20 þúsund en makar þeirra off börn eiffi færri en G0 þús. manns. Verkfallið var háð vcffna óbæri- leffra kjara vinnandi fólks í landinu off sífellt versnandi lífsafkomu. Um kjör sín á launþeffinn að hálfu við atvinr.uickend- ur að eiffa en að hálfu við ríkisvaldið vegna skatta og tolla, cn verkfoll þetta snerist meira gcgn sjálfri ríkisstjórninni off drápsklyfjum hcnnar en nokkurt ann- að verkfall á Islandi. Fyrir svik Ilanni- bals off kratabroddanna náðist ekki fram nema lítil bein kauphækkun, en vcrkfall- ið var ósiffur ríkisstjórnarinnar með því að hún varð í mörgu tilliti undan að láta fyrir kröfum verkfallsmanna. Verkfallið var algert í þeim skilningi, að fáir sem engir meðlimir þeirra verk- lýðsfélaga, er í verkfallinu áttu, gerðu tilraunir til verkfallsbrota. Atvinnurek- endur og aðrir, sem verkfallið beindist gegn eða snerti, gerðu hins vegar ítrek aðar tilraunir til verkfallsbrota, scm þó voru kæfðar að mestu af VERK- FALUSMÖNNUM SJALFUM, sem mynd- uðu VERKFALLSVÖRÐ er styrktist að sama skapi og tilraunirnar urðu tíðari off stórfelldari. Verkfallsmenn áttu sam- úð off skilningi að mæta hjá öllum al- mcnningi, enda kom verkfallið harðast niður á verkfallsmönnum sjálfum, og börnum þeirra og skylduliði. Blöð rík- isstjórnarinnar reyndu sem mcst þau máttu að sverta verkfallið í augum al- mennings en án nokkurs árangurs. Læ- vísasti áróður þcssara blaða var fólginn í því að telja fólki trú um, að sjálf verk- fallsvarzlan væri ólögleg, en í beinu fram- lialdi af þessum áróðri voru svo skipulögð slagsmálalið til þess að brjóta vcrkfalls- vörzluna á bak aftur. 1 þessu sambandi er rétt að gera sór grein fyrir eftirfar- andi: Samkvæmt íslenzkum lögum eru verk- föll heimiluð, ef löglega er til þeirra stofnað. I>ar með er viðurkenndur að lög- um réttur vinnandi manns til að leggja niður vinnu í fíví skyni að knýja fram kjarakröfur sínar. Nú þegar verkamaður hefur skv. lögum lagt niður vinnu í verk- falli, hver skal þá gæta réttar hans, þ. e.a.s. hver skal þá gæta þess, að atvinnu- rekandinn fái bara ekki einhvern annan mann til að vinna vcrkið og geri þannig hið löglega vcrkfall að engu? Gætir lög- reglan þessa réttar? Aðspurð segist hún ekki skipta sér af verkföllum. IIVER VERÐUR I»Á AÐ GÆTA HINS LÖGLEGA RÉTTAR VERKFALLSMANNSINS NEMA HANN SJÁLFUR? Allt frá fyrstu tíð verklýðshreyfingarinnar og til dagsins í dag hefur það líka verið þannig, bæði hér á landi og annars staðar. Sé vcrkfall löglegt, þá er verkfallsvarzla verkamanna lögleg. S6 hins vcgar verkfall ólöglegt, þá er verkfallsvarzlan það líka, en það er allt annar handleggur. Hið nýafstaðna verkfall var löglegt og því verkfallsvarzl- an einnig lögleg; sama, hvort verkfalls- menn hindruðu bónda að austan í að flytja á bíl ógerilsncydda mjólk sína til Reykjavíkur cða sjálfan Magnús Kjaran Á VERKFALLSVERÐI „ÞEIR VILJA AÐEINS BEITA LÖGUNUM GEGN OKKUR" * í að ná eplum sínum og ávöxtunum úr Arnarfellinu. Vcrklýðsæsltan sctti svip sinn á tictta verkfali, I>.e. verkfallsvörzluna. Var ]>að hollt hæði fyrir vcrklýðslircyfinKuna og þö ekki síður fyrir það æskufólk sjálft, sem á verkfallsvaktinni barðist f.vrir mál- efni sinu og réttindum. Margt spaugi- le»rt kom fyrir á verkfallsvaktinni, enda |>ótt verkföll séu grínlaus fyrirtæki. Kr margs að minnast og frá mörgu að segja. Norðlenzkur stúdent, Hallfreður að nafnl, heitur verklýðssinni, er stóð verkfalls- vörð um nætur, bregður hér upp nokkr- um svipmyndum af því, sem fyrir augu og eyru bar. Það er kvöld eitt um miðjan desember síðastliðinn að nokkrir æskumenn sitja í bil uppi við Lambhaga. Þetta eru menn af ýmsum atvinnustéttum. Þar eru tveir verkamenn, iðnaðarmaður, skrifstofumað- ur, tveir stúdentar. Þeir bíða. En eftir hverju? Hversvcgna eru þeir ekki heima hjá sér? Það er bráðum kominn bátta- tími. Þurfa mennirnir ekki að fara í vinnu? Nei. Það er verkfall. Tuttugu þús- undir verkamanna, iðnaðarmanna og bíl- stjóra hafa gert verkfall. Þeir gátu ekki lifað af kaupinu, sem þeir höfðu. Auð- mannastéttin hafði synjað þeim um frum- stæðustu réttindin, að lifa. Og nú vörð- ust þeir árásum þjóna afturhaldsins. Þegar verkfallið hafði verið gert var svo um samið, að um 12000 lítra mætti flytja í Mjólkurstöðina til neyzlu fyrir reykvísk ungbörn. Var þetta umsamin undanþága frá verkfalli starfsfólks Mjólkurstöðvar- innar og Mjólkurbús Flóamanna. Mjólkin skyldi koma af ákveðnu svæði nágrenni bæjarins. En skömmu síðar tóku kýrnar að geldast og það heldur í meira lagi. Sú mjólk varð stöðugt minni að vöxtum, sem bændum þóknaðist að láta í Mjólkursöl- una. Hinsvegar fór að fréttast um mjqlk- ursölu í þvottahúsum, alls konar óþverra- holum og jafnvel salernum. Það fylgdi og sögunni að bæði væri mjólk þessi dýr og ógerilsneydd. Þetta var ósvífið brot á heil- brigðissamþykkt Reykjavíkurbæjar. Óger- ilsneydd nijólk er stórhættuleg. Og væri ein kýrin berklaveik var allt í voða. Nú kynni einhver að spyrja. Hefði nú ekki verið hampaminnst að biðja lögregluna að passa þetta, að ekki væri flutt ólöglega mjólk í bæinn. Og nú víkjum við frásögunni ti' þeirra félaga, þar sem þeir sitja í bílnum hjá Lambhaga. Þarna eru menn úr ýmsum stjórnmálaflokkum og það er deilt um há- pólitísk atriði. Og einn félaga minna spyr: „Hjálpar nú lögreglan okkur, ef i harðbakkann slær?“ En hinn hlær bara svona fyrst en svo verður hann alvarlegur og svarar: „Þeir vilja aðeins beita lögun- um gegn okkur.“ Og talið fellur niður; það er nógur tíini til stefnu að ræða þessi mál. Að síðustu er rætt um málið á fræðilegum grund- velli og af ákafa. Morgunblaðslygarnar um verkfallið fá það líka óþvegið, sömuleiðis máríátlusaga Tímans. Uppi í Kjalarnesi sést Ijós, liilljós. Þau færast æ nær og eft- ir nokkra stund kemur bíll. Þegar hann er nær kominn að okkur, gefum við bilstjór- anum merki um að við viljum tala við hann. Þetta er jeppi. Enda þótt bilstjórinn hljóti að sjá okkur stanzar hann ekki en neyt- ir þess hve jeppinn okkar er mjór og fær komizt framhjá. Það var fangaráð okkar að stökkva á jeppann. Allur var jeppinn klökugur. En nú varð auðveldur eftirleik- urinn. Ingólfur opnar dyrnar og talar við bilstjórann. Við sjáum að þetta er norð- anbíll: „Gott kvöld,“ segir Ingólfur og brosir. Það eru tveir menn í jeppanum og þeir taka vart undir. Ingólfur: „Við erum hér frá verkfallsnefndinni til að sporna við verkfallsbrotum og gæta þess að ekki sé flutt mjólk og benzin ólög- 90 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.