Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 21
samkomulagi sem fyrst og áður en það er orðið of seint.“ H. Martin færir sönnur á, að forsendurnar fyrir skráningu hans í flotanum eru brostnar. Hann sækir þessvegna um að verða sendur heim. En hann fær ekki svar. önnur og þriðja tilraun eru einnig árang- urslausar. En að lokum heppnast honum að komast burt úr þessu helvíti og 11. desember 1947 kemur hann til Marsailles á Frakklandi. ★ í þeim bréfköflum llenris, sem birtir hai'a verið, getur maður greinlega fundið, hvernig hinn ungi lið- þjálfi þroskast í baráttumann fyrir friðnum. Til að byrja með kynnir hann okkur blátt áfram staðreyndina um stríðið. Maður heyrir um hörmung- arnar og smátt og smátt sér maður, hvernig Henri harnar í deiglunni og kemst að þeirri niðurstöðu, að nýlendustríðið í Viet Nam er óréttlátt og glæpsam- legt. Hann skildi samhengið. Það er þessvegna eðlilegt, að hann skuli strax við heimkomuna byrja að upplýsa franska alþýðumenn og hermenn um sannleikann á hinu hataða stríði. Það varð að stöðva þetta stríð og Henri Martin var ákær- andinn. Hann yfirgaf ekki flotann og var staðsettur í birgðastöðvum flotans í Toulon, eftir mikla forfröm- un. Þarna byrjaði hann að starfa að miklurn krafti. Vorið 1949 var leyniblaði dreift í Toulon, þar sem stríðinu í Viet Nam var mótmælt og sjóliðarnir hvatt- ir til þess að leggja niður vopn. Þegar blaðið „Le petit Varois“ var bannað í stöðvum flotans, sem á- róður gegn föðurlandinu, segir meðal annars í einu leyniblaðinu: „Maður grefur ekki undan móralnum í her, sem berst fyrir réttlátu málefni. En með því að banna blaðið „Le petit Varois“, er þess farið á leit, að bað sé þagað yfir því stríði, sem er á móti æru hersins.“ Á öðrum stað segir einnig: „Allir Frakkar verða að sameinast um þessar kröfur. 1) Endurskoðuð sé af- staðan til Ho Chi Minh, sem er hinn eini sanni full- trúi fyrir þjóð Viet Nam. 2) Gerður sé endir á stríðið í Viet Nam, sem am- erískir heimsveldissinnar vilja gera að upphafi að nýju heimsstríði. Þannig hélt þetta leyniblað áfram göngu sinni. ★ Uppgiafarfriðill (en tidligere alfons) að nafni Lie- bert ræður sis: einn dag á sömu birgðastöð og Henri. Það er nú hægt að leggja fram sannanir, að hann var ráðinn sem njósnari flotalögreglunnar, til þess að komast fyrir hjá sjóliðunum, hverjir stæðu að leyni- blaðinu. Þetta blað hafði nú gengið í borgínni í eitt ár og fengið góðan hljómgrunn, sérstaklega hjá sjóliðunum. En slíka mótspyrnu varð að kæfa. Þannig átti að nota þennan lífsleiða friðil, til þess að komast í samband við útgefendur blaðsins. En hann varð að ávinna sér traust hjá sjóliðunum, — hvernig átti hann að fara að því. •— Það var bann- að að flytja öl um borð í flugvélamóðurskipið „Dix- mude“. Liebert kemur því þannig fyrir, að öli er smyglað um borð eina nóttina ,þegar hann stendur vörð og hann er settur í fangelsi fyrir vikið. Sjóliðar mótmæla, en það stoðar ekkert. Liebert fær 20 daga fangelsi, þegar liann kemur aftur úr fangelfinu, taka félagar hans hjartanlega á móti honum. Þessii 20 dag- ar urðu vissulega til þess að vekja traust á Liebert. Fyrsta fórnardýr Lieberts varð Charles Heimburg- er frá Elsass, sem hafði verið neyddur til þess að ganga í her nasista á sínum tíma, en strauk þaðan áður en stríðinu lauk. Hann hataði stríð og var leið- ur á lífinu sem sjóliði og revndist Liebert auðvelt að hvetja Heimburger til ákveðins skemmdarverks, sem hann sagðist hafa á prjónunum. Þeir gerast trúnað- armenn hvors annars. Þannig kemst Liebert á snoðir um Henri, sem hafði vfir Heimburger að segja í frið- aráróðri beirra. Henri er handtekinn. En Liebert og Heimburger vinna áfram að undir- búningi fkemmdarverksins. Það vill þó svo einkenni- lega til, að skemmdarverkið er uppgötvað, áður en það er framkvænit, einmitt á þeim tíma, sem Henri hefur verið í fangelsi í fimm vikur. Það er gengið hart að Heimburger við yfirhevrslu að fá hann til þess að lvsa bví vfir, að Henri hafi verið í vitorði með beim Liebert. Á sama tíma vitnar Liebert, að hann hafi verið viðstaddur samtal, þar sem Heimburger var hvattur af H. Marlin. Þannig mvndast sú ákæra á móti H. Martin, að hann hafi gert tilraun til þess að siðspilla hernum og sé einnig samsekur í skemmdarverki. ★ Réttarhöldin gegn H. Martin og Ch. Heimburger voru haldin í okt. 1950, í Toulon og stóðu í 3 daga. Það mátti hegar siá í uppbafi þeirra að Henri sýndi mikinn persónuleika. Hann liafði notað tímann í fang- elsinu til hess að lesa bækur eftir Lenin og Thorez og skrifaði í einu bréfi sínu: „Verkamenn Viet Nam eru bræður vorir. Ég er fús Framh. á bls. 94. LANDNEMINN 85

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.