Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 18
um þyrnir í augum. Og svo síðustu — eiginlega er þetta nú allt saman helvítis Rússunum að kenna. — Það versta er bara það, að þótt allir íslendingar leggðu niður sín fyrri störf og helguðu landvörnum alla sína krafta, þá gæti samt sem áður hvaða kotríki sem er lagt landið undir sig á einni nóttu. Að maður nú ekki tali um Rússa. Hverjir standa á bak við? Þótt íslenzka yfirstéttin hafi áratugum saman gælt við þá hugmynd að geta beitt ofbeldi í stéttaátökun- um, og hvað eftir annað gert tilraunir til að gera þá hugmynd að veruleika, þá hafa þessir athurðir henn- ar ávallt verið tímahundin fyrirbæri. Hingaðtil hef- ur draumurinn um fastan stéttaher strandað á rót- gróinni andstöðu alls þorra þjóðarinnar. Það fer ekki á milli mála að afstaða þjóðarinnar til þessa máls er í engu hagstæðari yfirstéttinni nú en áður. Samt er svo að sjá að nú skuli látið til skarar skríða. Hvað skyldi það vera sem nú gefur yfirstéttinni þann kjark og þrek, sem hana áður skorti til að ganga í móti þjóðarvilja í þessu máli? Hermann Jónasson upplýsir okkur um það: ,,I*að er mikið nm það rœtt or réttilcffa, að til þoss að anka þjóðartekjur off velmefirun manna í þessu landi þurfi fjölþættara atvinnulíf. Við þurfum að byffffja upp marpskonar iðnað meðal annars stóriðnað. Só leið er okkur þar ein fær, cins ofi; sérhverri smáþjóð, sem er að koma undir sifi; fót- um, að afla sér trausts og þannifi: fjármaffns frá erlendum þjóðum. Ég- fullyrði að það þarf ekki margar skýrslur til crlendra þjóða, eins op þær, sem hljóta að hafa verið fi;efnar um framferðið í síðasta verkfalli til þess að þeir sem verst vilja, verði ánæfijðir með það sem eftir verður af láns- trausti þjóðarinnar — ofi; því trausti á stjórnarhátt- um hér yfirleitt, er nú að byrja að skapast." Með öðrum orðum: Það standa yfir samningar við erlenda auðjöfra. Þeir vilja gjarnan hagnast á því að reisa hér og reka stóriðju, í skjóli ódýrrar orku fossa og hvera. — Verkefni sem íslenzkur stórhugur hefur alltaf ætlað íslendingum sjálfum og þeim einum að að leysa. — En það hefur aldrei verið þeirra ætlan að íslenzka þjóðin nyti ávaxtanna af þessu starfi, ut- an hvað einstakir umboðsmenn þeirra hlytu nokkra mola sem af borðum þeirra kynnu að hrjóta. Þeir heimta því tryggingu fyrir ódýru vinnuafli og traust- um stjórnarháttum. Sú trygging er herinn. Og Hermann segir ennfremur: „En við verðum að sjá svo um, að Bandaríkin verkföllin séu háð að siðaðra þjóða hætti , - , en ekki á þann veg, að villimcnnska ráði naia I hér ríkjum. I»að er næsta óvíst að við hótunum. vorðum lengi f tölu sjálfstæðra þjóða, ef við ekki skiljum þetta/* Hér er komin þriðji aðilinn sem að herstofnuninni stendur, og samhengið er ekki vandlesið. — Bandaríska herstjórnin sendi ríkisstjórninni hótunarbréf vegna þeirra óþæginda sem „Varnarliðið“ varð að þola af völdum verkfallsins. Afstaða þjóðarinnar. Alþýðan hlýtur í heild að standa gegn áformunum um herinn sem einn maður. Verkalýðurinn og annað launafólk, vegna þess að herinn er Alþýðan hlýtur beinlínis gegn þeim stofnaður, til að vera á móti að halda niðri launum þess og lífs- hemum. kjörum, og banna því allar bjargir. Millistéttir og bændur vegna þess að allur þeirra hagur er knýttur hag og kjörum launa- fólksins í bæjunum. Versnandi hagur launafólksins hlýtur alltaf að hafa í för með sér verri hag þessara stétta. Þar að auki myndi herkvaðning þessi nokkuð kosta — og hverjum skyldi svo sem ætlað að borga brúsann? En þó er æskan sá aðilinn í þessu landi sem hlýtur að standa öllum öðrum fremur gegn áformunum um herinn. Því auk þess sem alþýðuæskan hefur sömu hagsmuna að gæta og þær stéttir sem hana hafa fóstr- að, þá er henni öðrum fremur ætlað að fórna á þessu altari yfirstéttarinnar. Auk þess sem henni, ásamt hinum eldri stéttarsyst- kynum sínum er ætlað að láta af hendi við yfirstétt- ina hluta af launum sínum og lífs- Æskan kjörum, er henni einnig ætlað að og láta af hendi dýrmætasta hluta lífs herinn síns, sjálfa æskuna. Verði herinn að veruleika verða æskuárin ekki lengur skemmtilegasti og nytsamasti tíminn á æfiskeiði íslendingsins. Hann skal ekki leng- ur njóta þess sjálfur að vera ungur og hraustur, og undirbúningur hans undir lífið verður að víkja fyrir öðrum verkefnum. í stað frelsis skal hann fá aga, í stað skemmtilegs lífs skal hann bundin á bás hermennskunar og í stað menntunar og þroska skal hann læra barsmíðar og meðferð skotvopna. — Þegar þannig hefur tekizt að Erlendir auðjöfrar heimta tryggingu. 82 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.