Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 7

Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 7
ur til að ræða um það, sem honum finnst snúa að sér sjálfum. „Árið 1938, þá 16 ára gamall,“ svarar Lu. „Japönsku innrásarher- irnir höfðu þá náð lil Honan og lekið höfuðhorg þess, Kaifeng. Herir Tsjang Kaj-sjeks veitlu japönum aðeins viðnám til málamynda. Herir kommúnista, 8. herinn og 4. herinn, Iþá nýstofnaðir, ásaml skæruliðum vörðu landið nær einir. Kg ásetti mér að fara lil höfuðborgar landsvæða kommúnista, Jenan, og ganga í lið með þeim.“ „Gekk þér ekki erfiðlega að kom- ast til Jenan?“ „Ekki svo mjög. Eg ferðaðist með járnbrautarlest til Sian. Þaðan komst ég inn á yfirráðasvæði kommúnista á möikum fylkjanna Shensi, Niangsi og Kansu. Þá var oklóber 1938.“ „Var það ekki einmitt í Sian, að Tsjang Kaj-sjek var handtekinn og neyddur til að semja vopnahlé í horgarastyrjöldinni, unz japanar hefðu verið hraktir úr landi?“ „Jú, jú,“ svarar Lu aðcins og glott- ir við. „Til Jenan kom ég 1939. Ég var innritaður í Marx-Leninstofnunina og stundaði þar nám í tvö ár.“ „Að þeim árum liðnum?“ ,,í marz 1941 var ég sendur frá Jenan til þeirra héraða í Shantung (þ. e. eins strandfylkjanna), sem voru á valdi skæruliðanna. Mér tókst að sleppa gegnum víglínuna. Eg ferðaðist fótgangandi, gekk á nótt- unni, svaf á daginn. Leið min lá um mörg þorp, sem Japanar höfðu eytt, brennt húsin og skotið þá íbú- anna, sem þeir náðu til. Það var liðið fiam í október, þegar ég kom til Shanlung. Ég var látinn vinna skipulagsstörf fyrir „Samfylkingu ungra manna gegn Japönum“. Starf mitt var aðallega í því fólgið að skýra fyrir ungu fólki, hvernig hag landsins var komið, og fá það til að slyðja skæruliðana og ganga í lið með þeim. Þorri þess kunni hvorki að lesa né skrifa og var ófróður um það, sem var að gerast í landinu.“ „Vildirðu fara nokkrum orðum urn viðureign ykkar við Japana?“ „Yfirráðasvæði skæruliðanna í Shantung voru meðal þeirra fyrstu, sem skæruliðar náðu úr höndum Japana. Þegar Japanir komu, flýðu embættismenn og starfslið Kuomin- tang. Kommúnistarnir tóku þá upp baráttuna gegn Japönum. Lands- menn fylktu sér þess vegna um þá.“ „Frammistaða kommúnista gegn Japönum er þá ein helzta skýring þess, að almenningur studdi þá, þeg- ar borgarastyrjöldin brauzt út að nýju eftir ósigur Japana?“ „Já, það er rétt,“ svaraði Lu, hinn orðvari. „Á eftir Jenan urðu héruð skæruliðanna í Shantung þau landsvæði, sem Tsjang Kaj-sjek lagði mest kapp á að ná á sitt vald. Ogþangað stefndi hann gereyðingar- herjum.“ „Hvenær var Kuomintang-liðið hrakið úr borgunum í Shangtung?“ „Tsingtao var leyst úr höndum Ivuomintang 1949. Áður hafði 7. bandaríski flotinn haldið sig fyrir utan strendur Shantung, en eftir það lagði hann frá landi.“ „Hefur þú síðan verið áfram í Shantung?“ „Eftir þjóðlausnina voru æsku- lýðsfélög í Shantung endurskipulögð og upp úr þeim myndað „Samband lýðræðislegra æskulýðsfélaga“. Ég vann sem ritari deildar sambands- ins í Tsingtao fram til 1952. Það ár varð ég 2. ritari Sambands æskulýðs- félaga í Shanghæ og er það enn.“ „Nokkur kveðjuorð til íslenzks æskufólks?" „Við höfunr komizt að raun um góðvild íslenzkrar alþýðu og æsku í garð Kína. Við erum þess fullviss að hin persónulegu tengsl, sem skap- azt lrafa við heimsókn okkar, munu stuðla að aukinni vináttu þjóða okk- ar. Megi vinátta okkar haldast allati aldur. Lifið heil.“ Dnnsmeyjarnar Xsai Na Fu og Ye Na dansa við undirieik handbumbuleikarans A Fu Fiecli A Ho Ehi landneminn 7

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.